Fréttablaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 48
22. ágúst 2011 MÁNUDAGUR28 sport@frettabladid.is Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í gær. „Þeir voru virkilega skipu- lagðir í fyrri hálfleiknum og við áttum erfitt með að brjóta þá á bak aftur. Í seinni hálfleik spiluð- um við betur, boltinn gekk hraðar og við unnum fínan sigur.“ FH-ingar hafa leikið vel í sumar þegar liðið missir mann af velli og náð í mörg stig tíu gegn ellefu. „Við virðumst detta almenni- lega í gang þegar við missum mann af velli en ég vil samt meina að FH-liðið sé einnig betra en Þór ellefu gegn ellefu.“ - sáp Hásteinsvöllur, áhorf.: 784 ÍBV Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–7 (11–4) Varin skot Albert 3 – Ómar 9 Horn 9–2 Aukaspyrnur fengnar 11–14 Rangstöður 4–4 KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar Jóhannsson 6 Guðjón Árni Anton. 5 Adam Larsson 6 Ásgrímur Rúnarsson 5 Viktor Smári Hafstein. 6 Einar Orri Einarsson 5 Andri Steinn Birgiss. 6 Arnór Ingvi Traustas. 6 (45., Sigurbergur El. 7) Magnús Þórir Matth. 7 (83, Magnús Þór -) Hilmar Geir Eiðsson 5 (83., Bojan Ljubicic -) Guðmundur Steinars. 6 *Maður leiksins ÍBV 4–3–3 Albert Sævarsson 6 Arnór Eyvar Ólafsson 4 (83., Kjartan Guðjóns. -) Rasmus Christiansen 6 Brynjar Gauti Guðj. 6 (65., Aaron Spear 5) Matt Garner 7 Finnur Ólafsson 7 Tonny Mawejje 5 (65., Guðm. Þórarins. 6) *Þórarinn Ingi V. 7 Tryggvi Guðmundss. 7 Ian Jeffs 6 Andri Ólafsson 6 1-0 Brynjar Gauti Guðjónsson (38.) 1-1 Magnús Þórir Matthíasson (50.) 2-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (86.) 2-1 Kristinn Jakobsson (6) GR-INGARNIR Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Arnór Ingi Finnbjörnsson urðu í gær Íslandsmeistarar í holukeppni en mótið fór fram á Strandarvelli á Hellu. Arnór Ingi vann heimamanninn Andra Má Óskarsson úr GHR í úrslitaleik eftir bráðabana en Ólafía Þórunn, sem varð líka Íslandsmeistari í höggleik á dögunum, vann Signýju Arnórsdóttur úr Keili í úrslitaleik. Andri Þór Björnsson úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL urðu í þriðja sæti. Ég vil samt meina að FH-liðið sé einnig betra en Þór ellefu gegn ellefu. HEIMIR GUÐJÓNSSON ÞJÁLFARI FH KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson verður ekki eini Íslendingurinn í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur því hinn nítján ára gamli Haukur Helgi Pálsson er búinn að semja við Assignia Manresa í Katalóníu. Jón Arnór samdi á dögunum við CAI Zaragoza. Haukur lék með Maryland- háskólanum í Bandaríkjunum síðasta vetur en hann vakti mikla athygli í EM 20 ára landsliða í sumar, þar sem hann var með 22,7 stig og 10 fráköst að meðaltali. „Haukur er ungur leikmaður sem getur hjálpað liðinu á mörgum stöðum. Hann getur reynst okkur vel því hann er fjölhæfur og getur spilað fleiri en eina stöðu,“ sagði Ponsarnau, þjálfari Manresa, á heimasíðu félagsins. - óój Haukur Helgi Pálsson samdi við Manresa á Spáni: Hjálpar liðinu á mörgum stöðum HAUKUR HELGI PÁLSSON NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI FH bar sigur úr býtum gegn Þór, 2-0, á Kaplakrikavelli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær, en FH-ingar voru einum færri síðustu 40 mínútur leiks- ins. Atli Viðar Björnsson gerði bæði mörk heimamanna undir lokin, en FH-ingar höfðu öll völd á vellinum í síðari hálfleiknum. „Þetta var frábær 2-0 sigur og það er enn skemmtilegra þegar ég næ að gera bæði mörk- in,“ sagði Atli Viðar Björnsson, marka skorari FH, eftir leikinn. „Fyrri hálfleikurinn var erfið- ur og hlutirnir gengu ekki alveg upp hjá okkur. Þegar við misst- um mann af velli tóku menn af skarið, gáfu meira af sér og við tókum öll völd á vellinum. Við eigum ekki að þurfa að missa mann af velli svo við förum að spila alvöru bolta en það hefur verið þannig að undanförnu. Sem betur fer erum við að klára leikina,“ sagði Atli Viðar, en þetta var fimmti sigur FH-inga í röð. „Þetta er virkilega svekkj- andi. Við héldum út í 83 mínút- ur en síðan fór leikurinn,“ sagði Hreinn Hringsson, aðstoðarþjálf- ari Þórs, en hann stýrði liðinu í gær þar sem Páll Viðar Gíslason var staddur erlendis. „Það er ekkert launungar- mál að miðað við þau afföll sem við lentum í fyrir þennan leik komum við hingað til að ná í stig. Við eigum heldur betur að vera farnir að þekkja stöðuna ell- efu á móti tíu en það gekk ekki í dag. Við verðum að skrifa fyrra markið á slæm varnarmistök hjá okkur því menn töluðu ekki nægi- lega vel saman.“ „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik, en þetta fór að ganga betur í þeim síðari,“ sagði Heimir FH-ingar sáu rautt og fóru í gang Atli Viðar Björnsson skoraði tvö mörk á síðustu sjö mínútunum þegar FH-ingar unnu enn einn sigurinn eftir að hafa misst mann af velli með rautt spjald. FH-ingar hafa nú unnið fimm leiki í röð í deildinni. TVÖ MÖRK Í LOKIN Guðmundur Sævars- son fagnar hér Atla Viðari Björnssyni í gær. FH 2-0 ÞÓR 1-0 Atli Viðar Björnsson (83.) 2-0 Atli Viðar Björnsson (86.) Kaplakrikavöllur, áhorf.: 1.106 Dómari: Þorvaldur Árnason (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–4 (8–3) Varin skot Gunnleifur 2 – Rajkovic 6 Horn 11–2 Aukaspyrnur fengnar 9–10 Rangstöður 2–0 FH 4–3–3 Zankarlo Simunic 6 – Gunnleifur Gunn- leifsson 6 - Guðmundur Sævarsson 6, Tommy Nielsen 6, Freyr Bjarnason 5, Viktor Örn Guðmundsson 5 - Björn Daníel Sverrisson 5, Hólmar Örn Rúnarsson 6, Emil Páls- son 5 (75., Ásgeir Gunnar Ásgeirsson -) - *Atli Viðar Björnsson 8, Atli Guðnason 6, Matthías Vilhjálmsson 8 Þór 4–3–3 Srdjan Rajkovic 7 - Gísli Páll Helgason 4, Þorsteinn Ingason 6, Atli Jens Albertsson 5, Ingi Freyr Hilmarsson 5 - Clark Keltie 3, Baldvin Ólafsson 5, Ármann Pétur Ævarsson 5 (74., Pétur Heiðar Kristjánsson -) - Sveinn Elías Jónsson 6, Sigurður Marinó Kristjánsson 6, David Disztl 4 (61., Ragnar Hauksson 5) FÓTBOLTI Þórarinn Ingi Valdimars- son var hetja Eyjamanna í 2-1 sigri á Keflavík á Hásteinsvellinum í gær. Þórarinn skoraði sigurmark- ið fjórum mínútum fyrir leikslok og Eyjamenn minnkuðu þar með forskot KR á toppnum í eitt stig. Hinn síungi Tryggvi Guðmunds- son átti glæsilega fyrirgjöf á Þór- arin í sigurmarkinu og Þórarinn gerði allt rétt þegar hann stang- aði boltann í netið. „Það var nú bara þannig að gamli maðurinn setti boltann bara beint á pönnuna á mér og ég þurfti ekki að gera mikið til að skora,“ sagði Þórarinn, en þetta var aðeins annað markið á ferlinum sem hann skorar með skalla. Heimir Hallgrímsson, þjálf- ari ÍBV, var mikið að færa menn til í fyrri hálfleik. Brynjar Gauti Guðjónsson byrjaði í miðverði með Rasmus Christiansen en var svo færður á miðjuna um miðjan fyrri hálfleik. Andri Ólafsson var á sama tíma færður í miðvörðinn úr framherjastöðunni. „Við byrjuðum í 4–3–3 og ætl- uðum að setja á þá strax en það var ekki að ganga því við náðum engum tökum á leiknum. Þegar við breyttum í 4–5–1 náðum við spilinu okkar í gang. Hann er klókur kallinn og sá strax að þetta gekk ekki hjá okkur og breytti uppstillingunni,“ sagði Þórarinn. „Ég viðurkenni það að hafa hugsanlega byrjað með vitlausa uppstillingu eða að þeir hafi í raun verið tilbúnari í leikinn en við. Ég reyndi að færa menn til inni á vellinum til þess að mæta þeim betur. Það gekk vel seinni hlutann af seinni hálfleik. Annars eru Keflvíkingarn- ir bara með flott lið, góða blöndu af frískum strákum og reyndari leik- mönnum, og þeir voru mjög góðir í dag,” sagði Heimir eftir leikinn. Brynjar Gauti Guð- jónsson kom ÍBV yfir í fyrri hálf- leiknum en Magn- ús Þórir Matth- íasson jafnaði leikinn í upphafi seinni hálfleiks. Næsti leikur Eyja- manna er á móti KR-ing- um og nú munar aðeins einu stigi á liðinum en KR-ingar eiga þó tvo leiki til góða. „Ef menn ætla að vera í þessu langar mann að spila svona leiki. Þetta er algjör lykil- leikur á þessu sumri, menn geta ekki verið neitt hræddir og við förum bara í þennann leik til að vinna. Við ætlum að gera allt svo að bikarinn fari ekki í Vesturbæinn, það er alveg á hreinu,“ sagði Þór- arinn Ingi. Willum Þór Þórsson, þjálf- ari Keflavíkur, var nokkuð sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir tap. Keflvíkingar stjórnuðu leiknum nær allan fyrri hálfleik- inn og byrjuðu síðari hálf- leikinn einn- ig betur, en það dugði þeim ekki til að taka stig á Hásteins- vellinum. „Það er sárt að hafa kastað frá sér stigi eða jafn- vel stigum hér í dag. Við stjórnuð- um nær öllum fyrri hálfleik og leikur- inn var lengi vel í jafnvægi í stöðunni 1–1. Svo gleymdum við okkur í dekkun þarna í eitt skipti og þeir nýttu sér það,“ sagði Willum Þór. - vsh Breytingar Heimis Hallgrímssonar, þjálfara ÍBV, báru árangur í 2-1 sigri á Keflavík: Þórarinn tryggði ÍBV dýrmæt stig ÞÓRARINN INGI VALDIMARSSON Skorað sigurmarkið með skalla fjórum mínútum fyrir leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG ENN EITT RAUÐA SPJALDIÐ Björn Daníel Sverrisson fær hér rauða spjaldið í gær þegar 35 mínútur voru eftir af leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STAÐAN Í DEILDINNI KR 13 10 3 0 30-10 33 ------------------------------------------------------ ÍBV 15 10 2 3 24-13 32 FH 16 9 4 3 33-19 31 Valur 15 8 4 3 23-12 28 Stjarnan 15 6 5 4 30-24 23 Fylkir 15 5 4 6 22-27 19 Keflavík 15 5 2 8 19-22 17 Þór 16 5 2 9 22-32 17 Breiðablik 15 4 4 7 22-28 16 Grindavík 15 4 4 7 19-29 16 ------------------------------------------------------ Fram 15 1 5 9 9-22 8 Víkingur R. 15 1 5 9 13-28 8 MARKAHÆSTIR Kristinn Steindórsson, Breiðabliki 10 Garðar Jóhannsson, Stjörnunni 10 Kjartan Henry Finnbogason, KR 9 Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 9 Atli Viðar Björnsson, FH 8 Matthías Vilhjálmsson, FH 8 PEPSI-DEILDIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.