Íslendingur


Íslendingur - 28.08.1975, Blaðsíða 1

Íslendingur - 28.08.1975, Blaðsíða 1
verið starfræktur vinnuskóli á Sauðárkróki með góðum árangri. Gátu allir þess óskuðu fengið vinnu og voru þeim falin ýmis störf m. a. við fegrun eru tvær ungar stúlkur á leið til vinnu sinnar og létu þær vel af því að Xviuna sér inn nokkrar krónur samhliða því að fcgra heimabæinn, Sauðárkrók. ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦ ♦*♦ ♦♦♦ »*♦ ♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ •*í sumar hefur i-unglingar sem ‘•bæjarins. Hér Sambland af óheppni, tilviljunum og gáleysi — veldur öldu umferðaróhappa Ffú 1.—20. ágúst hafa orðið alls 25 árekstrar og slys í umferð- inni á Akureyri og hafa sum þessara óhappa verið alvarleg. Þá hafa slys verið tíð á vegum í nágrenni bæjarins. Að sögn Gísla Ólafssonar, yfirlögregluþjóns, er slysa- og árekstratíðn- in í mánuðinum óvenjulega há borið saman við undanfarin ár. Virðist þarna lijálpast að sambland af óheppni, tilviljunum og síðast en ekki síst gáleysi. Gísli sagði að það væri eðlilegt að umferðaróhöppum fjölgaði þegar fyrstu snjóar féllu á liaustin °S skyggni versnaði, en í ágúst væru vegir eins og þeir gerðust bestir hérlendis og veðráttan hefur verið góð á svæðinu og því lægju ástæðurnar fyrir slysunum ekki í þessum þáttum. Endurtekning á útbodum tefur Sjúkrahúsbygginguna Tvívegis liefur Innkaupastofn un ríkisins auglýst í fjölmiðl- um að óskað væri cftir tilboð- um í ýmis innanhússvcrk í við byggingu Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. í auglýs- ingum, sem birtust í fyrra skiptið var sagt að tilboð yrðu opnuð 22. júlí sl. en í þeirri síðari að tilboð verði opnuð 2. scpt. nk. fslendingur hafði samband við Skúla Guðmunds son hjá Innkaupastofnuninni og spurði liann um ástæðuna fyrir þcssari endurtekningu á útboði vcrksins. — Ástæðan er sú að í fyrra skiptið barst okkur aðeins eitt tilboð í heildarverkið og þótti okkur það of hátt, sagði Skúli. — í seinna útboðinu tókum við það fram að heimilt væri að gera tilboð í einstaka verk- þætti eða verkið í heild og vonumst við til að hagstæðari tilboð berist að þessu sinni. Ef svo verður, þá ætti að vera hægt að hefja framkvæmdir um miðjan sept. nk. íslendingur hafði einnig samband við Stefán Stefáns- son, bæjarverkfræðing á Ak- ureyri, og kvaðst hann harma Framhald á bls. 6. — Það er í athugun hjá lög- reglunni að fara af stað í sept- ember með sérstaka „herferð“ ef svo mætti kalla það, sagði Gísli og hafa strangara eftir- lit með akstursháttum öku- manna í bænum og athuga jafnframt ljósabúnað öku- tækja og fl. Vonumst við til að það verði til þess að hreyfa aðeins við ökumönnum og minna þá á ábyrgðina sem þeir taka á sig þegar þeir setj- ast undir stýri. Gísli sagði ennfremur að honum virtust ökumenn „harð ari“ í umferðinni núna en þeir voru fyrir nokkrum ár- um og sýndu ekki eins mikla tillitsemi og t. d. fyrst eftir að skipt var yfir í hægri um- ferð hér á landi. Vildu menn oft gleyma því líka að alltaf getur eitthvað komið fyrir, þó að viðkomandi eigi umferðar- rétt og því nauðsynlegt að vera á varðbergi hvert augna- blik. Samkvæmt skýrslum lög- reglunnar urðu umferðar- slys í maí alls 33, í júní 30, í júlí 18 og fram til 20. ágúst voru þau orðin 25 eins og áð- ur hefur komið fram. Benti Gísli á að flest slysin hefðu orðið á stöðum, sem undir eðli legum kringumstæðum ættu ekki að teljast hættulegir og styrkti það skoðun lögreglunn ar á því að ökumenn sýndu ekki nægilega aðgát í umferð- inni. Fræðsluskrifstofur opnaðar norðanlands um áramótin — Stöður fræðslustjóra fyrir eystra og vcstra fræðsluumdæmi Norðurlands verða að öllum líkindum auglýstar lausar til um- sóknar í scptembcr og fræð'sluskrifstofur opnaðar um áramót- in. Það eru fræðsluráðin á svæðinu, sem hafa farið þess á leit við Menntamálaráðuneytið að stöðurnar verði auglýstar. — Fræðsluskrifstofurnar verða til húsa í bókhlöðunni á Blönduósi og í húsi Brunabótafélags íslands að Glcrárgötu 24 á Akurcyri. Þctta kom fram í viðtali við Áskel Einarsson framkvæmda- stjóra Fjórðungssambands Norðurlands, en hann kvaðst hafa þcssar upplýsingar um stöðuveitingarnar cftir menntamála- ráðuneytinu. Skortur á á ekki oð símtækjum valda töfum Eins og kunnugt er þá hafa stöður fræðslustjóra á Suður-, Austur- og Vesturlandi þegar verið auglýstar lausar til um- sóknar og umsóknarfrestur er liðinn, en stutt er liðið frá því Fræðsluráð Norðurlands fór þess á leit að embættin yrðu auglýst laus til umsóknar. Þegar Áskell var spurður hvernig stæði á þessum mis- jafna framkvæmdahraða milli landshluta, þá svaraði hann því til að Fjórðungssamband Norðurlands hefði tekið þá af stöðu að halda að sér höndum á meðan ekki væri til tekju- Framhald á bls. 6. Ég held að við getum lofað því að allflestir þeirra sem bíða cftir símum í hverfun- um í efri hluta bæjarins munu verða búnir að fá þá fyrir septcmberlok. Það er búið að tengja strenginn í hverfið og allar millilenging ar eru búnar og verið að prófa símana. Þá á aðeins eftir að ganga frá endunum í símastöðinni og endateng- ingu í tcngistöðinni í Tjarn- arlundi. Ef ekkert óvænt ger ist ættu fyrstu húsin að kom ast í símasamband í byrjun septembcr. Þetta sagði Þorvaldur Nikulásson en hann hefur haft yfirumsjón með lagn- ingu nýs símastrengs fyrir 1000 línur upp í nýjustu hverfin á Akureyri. Þegar Þorvaldur var spurður hvort það væri rétt að ekki væru til símatæki handa þeim sem eru að fá síma í fyrsta ir símunum, en því miður skipti í nýju hverfun- hefði þröngur fjárhagur orð um, sagði hann það rétt ið til þess að tefja verkið úr vera. Símatæki væru engin hófi fram. til, en hins vegar lægju 2000 tæki á hafnarbakkanum í Reykjavík. — Starfsmenn Tæknideildar Pósts og síma í Reykjavík hafa lofað okkur að tækin sem vantar hingað norður verði komin um mánaðamót in ágúst—september og ef það loforð verður ekki svik- ið þá eiga símatækin ekki að tefja það að íbúarnir á brekk unum fái símasamband við umheiminn, sagði Þorvald- ur. Að lokum sagðist hann dást að þolinmæði þeirra sem hafa orðið að bíða eftir símunum langtímum saman og sagði að starfsmönnum Símans væri það jafnmikið hjartans mál að ljúka þessu verki og þeim sem bíða eft-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.