Íslendingur


Íslendingur - 28.08.1975, Blaðsíða 4

Íslendingur - 28.08.1975, Blaðsíða 4
Gtgefandi: íslendingur hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún Stefánsdóttir. Auglýsingastjóri: Valgerður Benediktsdóttir Dreifingarstjóri: Drífa Gunnarsdóttir. Ritstjórn og afgreiðsla: Kaupvangsstræti 4, sími 21500. Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Efnahagsmál Enginn hugsandi inaður hefur gengið þess ódulinn, að íslenska þjóðin hefur ált við mjög mikla efnahagserfiðleika að stríða á undanförnum misscrum. Má segja að það hafi í sívaxandi rnæli verið eitt hið erfiðasta verkefni stjórnvalda að fást við þessi mál og vinna að úriausnum þeirra. Oft hefur orðið að grípa til ráðstafana sem því miður hafa leyst aðsteðjandi vanda aðeins til skamms tíma, og hefur þeim sem að slíkum ráðstöfunum hafa staðið verið það alveg ljóst, að hér hefur verið aðeins um bráðabirgðalausn að ræða. Hins vegar hafa aðstæður verið með þeim hætti, að ekki hefur gefist nægilegt ráðrúm til þess að taka málin til þeirrar meðferðar, að um varanlegar úrbætur gæti verið að ræða. Staðreyndin er einnig sú, að til þess, að hægt verði að leysa þessi mál á þann veg, að komi að fullu gagni og um endanlega lækningu á vandanum verði að ræða, þarf fyrir utan samstöðu hlutaðeigandi stjórnvalda, einnig að vera fyrir hendi hjá þjóðinni skilningur á þeim erfiðleikum sem við er að etja og að endanlegar úrlausnir náist ekki, nema að nauðsynlegum ráðstöfunum þó erfiðar kunni að reynast al- menningi í bili, njóti fyllsta stuðnings þjóðarinnar allrar. Um þessar mundir mun vera unnið að fjárlagagerð fyrir næsta ár, og er hér áreiðanlega um mikið og vandasamt verkefni að ræða. Veruleg óvissa mun vera ríkjandi um afkomu ríkissjóðs á yfirstandandi ári, en hinsvegar er það öllum ljóst, að frumskil- yrði þess að bati náist í efnahagslífi þjóðarinnar er að ríkissjóður sé ekki rekinn með halla. Ráöamönnum er hér mikrll vandi á höndum, þarfirnar fyrir opinberar frainkvæmdir og kröfurnar á hinn sameiginlega sjóð þjóðarinnar, ríkissjóð í því sambandi eru vægast sagt ótæmandi. Hinsvegar mun það álit allra sem um þessi mál fjalla af raunsæi og ábyrgðartilfinningu, að lengra verði ekki gengið á braut aukinnar almennrar skatthcimtu en orðið er. Það liggur því ljóst fyrir, að eins og nú er ástatt í efnahagsmáium þjóðarinnar veröur að sporna við fæti. Og sú eina leið sem er jákvæð í því sambandi er að minnka verulega útgjöld hins opinbcra. í því sambandi tjáir ekki að vera með hin minnstu tilfinningasemi í sambandi við að þessi eða hin útgjöldin séu nauðsynleg sem þáttur í menningarlegum eða fé- lagslegum háttum þjóðarinnar. Það eitt verður að ráða stefn- unni, að eins og nú er komið málum hjá okkur á fjárhagslega sviöinu þá höfum við hreint og beint ekki efni á því að veita okkur ýmsa þá hluti sem við höfum leyft okkur áður. I þessu sambandi má benda á, að áreiðanlega má spara hundruð milljóna með því að fresta eða stöðva algerlega í bili ýmsar framkvæmdir sem tengdar eru nýju grunnskólalögunum. Minnka verður veru- lega útgjöldin í sambandi við framkvæmd Almannatrygginga, þ. e. að þjóðfélagsborgararnir verða í ríkara mæli en hingað til að greiða fyrir þá þjónustu sem þeim er veilt. Má í því sam- bandi benda á, að dómi margra hinna hæfustu aðila sem hafa aðstöðu til þess að leggja rétt mat á slíka hluti, þá er hin sí- aukna þátttaka Almannatrygginga í t. d. í greiðslum fyrir meðöl og læknaþjónustu, höfuðorsök fyrir því að meðalaát þjóðarinnar í heild sé orðið svo fram úr hófi, að ekki nái nokkurri átt. Rök- rétt ályktun af slíkum viðhorfum, er að stórminnka eða afnema alveg þáttöku hin opinbera kerfis í slíkri óhófseyðsiu. Ennfrem- ur er sjálfsagt að taka til endurskoðunar, að það er stór hópur þjóðarinnar, sem er þess fullfær að bera sjálfur kostnað af almennri lækna- og heilbrigðisþjónustu og því engin ástæða til þess, að vera meö niðurgreiðslur af opinberu fé til slíkra aðila. Þá er það hið sívaxandi opinbera stjórnkerfi með sínum mikla aukna kostnaði. Á því sviði er áreiðanlega hægt að spara miklar fjárhæðir. Krafa almennings til þings og stjórnar hlýtur að vera sú, að nú verði alvarlega tekið til við að komast fyrir meinið með því stór- lega að minnka útgjöld hins opinbera. Viturlegar ráðstafanir í því efni, munu áreiðanlega mæta skilningi þjóöarinnar allrar. - J. G. S. Fékk 99frönskubakteríuna66 í l\IA — og afleiðingin varð magistertitill og franskur eiginmaður - Færeyska bílferjan Smyrill kvaddi ísland í síðasta skipti á þessu sumri á laug ardaginn var. — Meðal farþega um borð er ung íslensk kona, sem hefur ver- ið búsett í Frakklandi frá því 1964. Þetta er Steinunn Filippusdóttir frá Akureyri, en hún hefur dvalið hér í tvománuði í sumar ásamt manni sínum og tveimur börnum. Fjölskyldan kom til landsins með fyrstu ferð Smyrils og var mjög ánægð með þessa nýju leið, sem opnaðist með Smyrli til þess að komast milli meginlands Evrópu og íslands, jafnvel þó að ferðalagið í heild fram og til baka taki þau um 20 daga og kostnaður verði mikill. Nokkrum dögum áður en Steinunn og fjölskylda henn- ar kvöddu Akureyri heimsótti Islendingur þau þar sem þau bjuggu heima hjá móður henn ar Elínbjörgu Þorsteinsdótt- ur. Það fyrsta sem blasti við þegar komið var inn í íbúðina var borð hulið skeljum sem Jacques, maður Steinunnar hafði safnað á Tjörnesi. Hann er náttúrufræðikennari að að- alstarfi og því er það ekki að undra þó hin fornu skeljalög á Tjörnesi vektu athygli hans. Fékk „bakteríuna“ í MA Steinunn lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1963 en þá um haustið byrjaði hún í frönsku og þýsku við HÍ. Sjálf segist hún hafa fengið frönskubakt- eríuna strax í menntaskóla, en þar hafði hún hinn snjalla frönskumann Þórarinn Björns son sem kennara. Eftir árs- nám við HÍ ákvað hún að fara til Frakklands til áframhald- andi náms í frönsku og hafði hún þá þýsku sem aukagrein. Hún fékk skólavist í nýjum háskóla í Caen í Normandi og líkaði strax dvölin mjög vel. Skólinn var í mótun þegar Steinunn hóf nám þar og lenti hún í því að þurfa að skipta þrisvar sinnum um námskerfi vegna lagabreytinga, en þrátt fyrir óþægindin sem það olli henni lauk hún magisters prófi frá þessum sama skóla árið 1971. Síðan hún lauk prófi hefur mestur tími henn- ar farið í að annast uppeldi barnanna sem eru fimm ára og tveggja ára. En nú er hún að hugsa um frekara nám og langar þá að snúa sér að nor- rænu. Stefnir hún að því að skrifa ritgerð um upphaf sagnaskrifa á íslandi og taka þar sérstaklega fyrir biskupa- sögurnar og evrópsk áhrif sem þar gætir. Jafnframt hefur hún áhuga á því að fá sér stöðu þar sem hún getur not- að menntun sína. Ríkisreknir smábarna- skólar Eins og áður segir þá er maður Steinunnar náttúru- fræðikennari við Háskólann í Caen, en samhliða kennslunni vinnur hann að tímafrekum rannsóknum, sem krefjast mikils tíma og gera vinnutíma hans oft langan og óregluleg- an. Steinunn er þeirrar skoð- unar að allar ungar konur eigi að hafa sömu möguleika á því að fara í langskólanám eftir stúdentspróf og fá að nota starfskrafta sina á sama ald- ursskeiði og karlmenn án þess að fyrirgera réttinum til þess að vera eiginkona og móðir. Við inntum Steinunni eftir því hvaða möguleika hjón í Frakklandi hefðu til þess að gera slíkt mögulegt, þ. e. að bæði hjónin vinni utan heim- ilis. — Frakkar hafa nokkuð annað fyrirkomulag á stofn- unum fyrir börn en hér er, sagði Steinunn. — Aðalmis- munurinn er sá að þar eru starfræktir á vegum ríkisins smábarnaskólar fyrir börn á aldrinum 2i^árs—6 ára og öll börn eiga rétt á plássum í þeim. Skólarnir eru starfrækt ir frá kl. 8.30 að morgninum til kl. 12.00 og síðan frá kl. 1.30 til kl. 4.30. Þeir sem þess óska þurfa ekki að ná í börn- in í hádeginu og fá þau þá mat á staðnum. Sérmenntaðir kennarar sjá um fræðsluna og yfirleitt er fólk mjög ánægt Stcinunn og maður liennar Jacqucs Lc Brcton og dóttirin Sól- veig, sem er fimm ára. með þessa skóla og börnin una sér vel þar. — Aftur á móti er verr búið að kornabörnum og erfitt er að fá pláss fyrir þau á vöggustofum. Útivinn- andi fólk með smábörn hefur því oft gripið til þess ráðs að fá gæslu fyrir þau á einka- heimilum og það er ekki nein um vandkvæðum bundið að komast í þannig sambönd. Þegar við spurðum Stein- unni hvort það væri algengt í Frakklandi að báðir foreldrar ynnu utan heimilis, sagði hún, að það færi mjög í vöxt. — Þetta fer annars nokkuð eftir' stéttum. Það er algeng- ara meðal kvenna með góða menntun að þær vinni úti, en hins vegar vill það allt of oft gerast að konurnar fá stöður sem ekki geta flokkast undir ábyrgðarstöður og karlmenn eru síðan settir yfir þær. Kon an í Frakklandi á enn langt í land með að ná jafnrétti á þessu sviði, en þar eins og annars staðar í Evrópu er mikil hreyfing á þessu máli nú og stöðugt verið að hvetja franskar konur til þess að verða virkari í þjóðfélaginu, m. a. með því áð taka meiri þátt í stjórnmálastarfseminni, sagði Steinunn. Sömu umræðuefnin Síðan vék Steinunn að því að jafnréttismál væru ofar- lega á baugi í Frakklandi og sömu atriði til umræðu þar eins og hér, svo sem fóstur- eyðingar, sjálfsákvörðunar- réttur kvenna og fl. — Mér finnst það áberandi hversu lítil Evrópa er orðin í þeim skilningi, að sömu mál- in virðast vera efst á baugi í löndunum á sama tíma og þró un þjóðfélagsmála svipuð. Þeg ar ég fór út árið 1964 var miklu meiri mismunur á þjóð unum hvað þetta snertir en nú er, sagði Steinunn. Eins og áður hefur komið fram var Steinunn allan náms feril sinn í háskóanum í Caen og nú er hún búsett þar ásamt fjölskyldu sinni. Við spurðum hana hvernig það væri fyrir íslending að búa 1 franskri borg, þar sem fáir' eða engir íslendingar eru og ferðir heim svo dýrar að þær verða lúxus sem aðeins er hægt að leyfa sér með margra ára fresti. Gott að búa í Frakk- landi — Mér persónulega þykir mjög gott að búa í Frakklandi. Ég hef tekið mikilli tryggð við Caen í Normandi. Staðurinn er fallegur, veðurfar er gott og landsvæðið er sögulega tengt okkur íslendingum. Ég held að það yrði erfitt fyrir mig að flytja þaðan og setjast að hér heima eftir öll þessi ár. En því er hins vegar ekki hægt að neita að það er alltaf margs að sakna héðan, sér- staklega sakna ég fjölskyldu minnar, vina og fjallanna. — En hvernig er afkoma meðalfjölskyldu í Frakklandi borið saman við það sem hér gerist? — Fljótt á litið held ég að afkoma fólks sé svipuð hér og í Frakklandi. Hér býr almenn ingur að vísu í íburðarmeiri húsum og hér leggur fólk líka harðar að sér við vinnu og er jafnvel í tvöfaldri vinnu til þess að verða sér úti um hús- in. Eftir því sem ég kemst næst þá eru beinir skattar hér mun hærri en gerist í Frakklandi, þar sem ríkið hefur farið meira inn á þá braut að fá inn fé með óbeinum sköttum. Að mínum dómi er sú leið að mörgu leyti farsælli en sú sem hér er farin, sagði Steinunn. íslenskt skip Þegar íslendingur heimsótti Steinunni var mjög farið að styttast í brottförina og því spurðum við hana hvernig það væri að kveðja þegar hún vissi að langt yrði þar til næst gæti orðið af heimsókn til ís- lands. — Ég hlakka til að koma heim til mín á vissan hátt en vissulega væri léttara að kveðja ef ég vissi að stutt yrði í næstu heimsókn. Smyr- ill hefur gert samgöngur milli Evrópu og íslands auðveldari en áður, en fyrir okkur sem þurfum að aka tæpa 3000 km til þess að ná að ferjustað og heim aftur verður þetta mik- ið fyrirtæki. Það fer langur tími í aksturinn og þó hann sé á vissan hátt skemmtilegur þá er hann einnig erfiður og ekki freistandi að endurtaka hann. Við vonum því að þess verði ekki langt að bíða að ís- lenskt fyrirtæki leggi í að gera út skip sem kæmi til hafnar sunnar í Evrópu en Smyrill gerir. Það myndi gera mörgum Islandsþyrstum ferða löngum málið einfaldara. Að kaupa ekki „kött inn í sekknum" í 34. tölubl. Dags á Akureyri kveður sér hljóðs „Sunnlend- ingur“ á Raufarhöfn. Hann hafði ætlað að skemmta sér hér í hinum „landsfræga og vinsæla ,Sjalla‘,“ en varð lít- ið úr. Hann segir, orðrétt: „Á föstud.kvöldið var þar hljóm- sveit að sunnan, ásamt sunn- lenzkum skemmtikröftum, og aðgangseyririnn var AÐEINS 1.600 kr., en þar sem ég þyk- ist vera svona hér um bil með fullu viti, sneri ég frá.“ En þeir urðu víst samt nógu marg ir, sem inn komust, líklega annað hvort með veilu í vit- kvótanum eða annað mat á aurunum og skemmtun þeirri, sem boðið var upp á. En það voru víst félagar „Sunnlendings11, „skemmti- kraftar að sunnan“, sem réðu inngangseyri, þ. e. úr sama landshluta. Já, 16 hundruð krónur, sannarlega var það meira en nóg. En það var víst sami hóp ur, sem næsta sunnud.kvöld „sá fyrir fjörinu“ í Skjól- brekku í Mývatnssveit og voru þar líklega ennþá skemmtilegri eða hávaða- meiri, því að þar urðu menn að greiða kr. 18 hundruð við innganginn, auk þess, sem inni var m. a. boðið upp á „bingó“, og skyldi þar borga kr. 300 fyrir hvert spjald! Með smá hressingu hafa því margir gestanna eytt nokkuð á 3. þúsundið þarna, en „skemmtikraftarnir að sunn- an“ sennilega halað inn nokk- uð á 2. milljónina það kvöld- ið! Þeir eru víst ekki háðir neinu verðlagseftirliti, en er þetta ekki nokkuð langt geng- ið? Aðgangseyrir er víst ekki auglýstur fyrirfram, og fólk, sem oft er langt að komið, get ur illa snúið frá við dyrnar (þótt með fullu viti sé), vill heldur snúa við vösunum og láta sinn síðasta pening, en Framhald á bls. 2. % X ý 5 x i i ! ! ¥ x x A i i i t y ? ¥ I ¥ ¥ I ¥ l | ? I i * ? % X Gott í hvers- dagsleik- Að áskorun Höllu Guðmunds- dóttur og Óla Þ. Bcnedikts- sonar koma lijónin Unnur Björnsdóttir og Rögnvaldur Þórliallsson hér mcð uppskrift vikunnar. Fiskflök með lauk og tómötum: V2 kg- ýsu- eða þorskflök salt 2 stórir tómatar 1/2 dl. tómatkraftur 1—2 dl. rjómabland smjörlíki brauðmylsna rifinn ostur Skerið laukinn í sneiðar og brúnið í smjörlíki. Látið flök- in í smurt eldfast mót, stráið salti yfir og látið laukinn ofan á. Hellið rjómablandinu og tómatkraftinum yfir og stráið brauðmylsnunni og rifna ostinum yfir. Bakið í 225 gráðu heitum ofni í 20— 30 mín. Þegar nýir tómatar eru fáanlegir er gott að láta 2 niðurskorna tómata í mótið en sleppa þá tómatkraftinum. Gott er að bera með þessu hrá salat og hér á eftir fylgir upp- skrift af einu slíku: Vetrarsalat (fyrir 4) 1/2 hvítkálshöfuð rifið 3 gulrætur 1 súrt epli safi úr y2 sítrónu. Rífið hvítkálið eða skerið það smátt. Rífið gulræturnar. Skerið eplið í bita. Blandið öllu saman og liellið sítrónu- safanum yfir. Eftirréttur Súrmjólkurbúðingur (6—8 pers.) 5 dl. súrmjólk 6 msk. sykur 5 blöð matarlím % dl. appelsínusafi 2 dl. rjómi 1—2 dl. rjómi til skreytingar Blandið saman súrmjólk, sykri og rifnu appelsínuhýði. Leggið matarlímið í bleyti í 5 mín, Hellið vatninu af, bræð ið ásamt appelsínusafanum í vatnsbaði og blandið í súr- mjólkina. Þeytið rjómann og blandið honum í þegar búð- ingurinn byrjar að stífna. Hellið í skál og geymið í kæli þar til hann er borinn fram. Að lokum skora hjónin Guðrúnu Kristjánsdóttur Sigmund Magnússon að koma með næstu uppskrift. T t i i í V I: I x ••••:*•:•*:••:♦♦:••:•♦:*•:• a og Hressingarhæli er fljótt að skila arði Norðlendingar nær og fjær. Eins og kunnugt er hefur Nátt úrulækningafélag Akureyrar nokkur undanfarin ár safnað fé til byggingar hressingar- hælis í landi Skjaldarvíkur við Eyjafjörð. Öllum má ljóst vera að slíku Grettistaki er ekki lyft af litlum efnum og þó að almenningur hafi reynst félaginu vel með ýmiskonar framlögum, er það eins og dropi í hafið varðandi bygg- ingarkostnað. Jón Geir Ágústsson bygg- ingarfulltrúi fór í vor á veg- um Sjálfsbjargar til Noregs og Finnlands, til að kynna sér uppbyggingu og starfrækslu rannsóknar- og endurhæfing- arstöðva, því í ráði er að byggja slíka stöð hér á vegum þess félags á næstu árum. Jón hóf athuganir sínar í Noregi en hélt síðan til Finnlands því þar mun vera starfrækt ein fullkomnasta endurhæfingar- stöð í Evrópu. Er þar lögð sér stök áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir, auk endurþjálfunar til starfa. Slagorð finna í sam bandi við stöð þessa er: „Hjúkrun sjúkra breytt í heilsurækt — byrjið nógu snemma að vinna að því.“ Með hliðsjón af athugunum Jóns Ágústssonar, má ljóst vera, að margt er hægt að læra af finnum í þessum efn- um t. d. þar sem rætt er um fyrirbyggjandi aðgerðir, sem sagt, koma í veg fyrir að fólk fái t. d. atvinnusjúkdóma. Virðist mjög skynsamlegt að sem flest félög gerðu sameig- inlegt átak með byggingu slíkrar stöðvar. Má þar fyrst nefna Sjálfsbjörg, sem hefur hug á að byggja í svipuðum stíl og N.L.F.A. og mörg fleiri félög mætti tilgreina, sem þyrftu á slíkri aðstöðu að halda. Vegna fjárhagserfiðleika þjóðarbúsins, virðist sjálfsagð ur hlutur að fleiri aðilar sam einuðust um eitt byggingar- átak til að nýta sem best öll tæki og læknaþjónustu. Má einnig nefna að framlag opin- berra aðila til slíkrar stofn- unar nýttust betur í einu lagi, heldur en ef skipta þyrfti í marga staði. Um þörf fyrir slíka stofnun sem þessa þarf ekki að fjöl- yrða, slíkt liggur í augum uppi. T. d. má þó benda á þann langa biðlista sem alltaf er að heilsuhælinu í Hvera- gerði. Veigamikill þáttur málsins er líka sá, hve fækka mætti legudögum sjúklinga á sjúkra húsum með því að hafa svona hæli til að taka við sjúkling- um þaðan og oft á tíðum með fyrirbyggjandi aðgerðum, koma í veg fyrir þörf á sjúkra húsvist, en daggjald sjúkra- húsa er margfalt hærra en á svona heilsuhæli. Frá þjóðhagslegu sjónar- miði mun því stöð þessi fljótt skila arði, þegar hún er tekin til starfa. Allt sem stuðlar að mann- rækt, hvort sem er til líkama eða sálar, er uppbygging og í þeim anda vinnur N.L.F.A. Við hvetjum þá sem eru sama sinnis að koma til samstarfs. Akureyri 19. 8. 1975. Svanhildur Þorsteinsdóttir. 4 - ÍSLENDINGUR ÍSLENDINGUR - 3

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.