Íslendingur


Íslendingur - 28.08.1975, Blaðsíða 6

Íslendingur - 28.08.1975, Blaðsíða 6
MESSUR Messað í Akureyrarkirkju kl. 11 f. h. á sunnudag. Sálmar nr. 36, 314, 192, 32, 26. — P. S. Möðruvallaklausturspresta- kall. Guðsþjónusta að Bægisá n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Guðs- þjónusta að Bakka kl. 4 e. h. — Sóknarprestur. Frá Möðruvallaklausturs- prestakalli. í næsta mánuði, september, annast séra Bjart- mar Kristjánsson, Laugalandi, þjónustu í minn stað. Sími um Munkaþverá. •— Sóknarprest- ur. Messur í Laugalandspresta- kalli. Munkaþverá 31. ágúst kl. 13.30. Kaupangur sama dag kl. 15.30. — Sóknarprestur. Hjálpræðisherinn. Lautinant Mona og Nils-Petter Enstad bjóða ykkur hjartanlega vel- komin á samkomu í sal Hjálp- ræðishersins n.k. sunnudag kl. 8.30 e. h. — Ath.: „Sumar- frískóla“. Barnasamkomur á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 1 e. h. Kvik- myndir. Allir velkomnir. Sumarstarfinu að Hólavatni lýkur með kaffisölu á sunnu- daginn. Kaffisalan hefst kl. 14.30 og stendur til kl. 18.00. Ágóðanum verður varið til þess að standa straum af kostnaði við rekstur sumar- búða KFUM og KFUK að Hóla vatni, en nú er nýlokið 11. starfssumri sumarbúðanna og var þátttaka að þessu sinni góð. Hjálparbeiðni Völundur Heiðreksson, Eyrar- vegi 23, er sjúklingur á Borg- arsjúkrahúsinu í Reykjavík. Vegna meinsemdar í hægri handlegg varð að taka af hon- um hendina í axlarlið og enn- fremur herðablað og viðbein. Völundur hefur orðið að ganga í gegnum sárar þrautir af þessum ástæðum, og aug- ljóst er, að hans bíða erfið- leikar miklir, þó að trygging- ar veiti góða hjálp. Við undirritaðir og blöð bæj arins munu góðfúslega veita viðtöku vinargjöfum þeirra, sem vilja rétta Völundi hjálp- arhönd. Sóknarprestar. AA-samtökin Símsvari A-A samtakanna er 2-23-73. Nýja bíó sýnir í kvöld James- Bond-myndina ,,Þú lifir að- eins tvisvar“. Á sunnudag kl. 3 verður teiknimyndasafn, kl. 5 ,,Þú lifir aðeins tvisvar“ og kl. 9 hefjast sýningar á „Fl ug- sveit 633“. Mynd þessi fjallar um þátt Royal Air Force í stríðinu, en með aðalhlutverk in fara Cliff Robertson og Maria Perschy. Borgarbíó sýnir í kvöld mynd ina Sálin í Svarta Kalla, sem er spennandi mynd um eftir- hreytur Þrælastríðsins í USA. Á næstunni hefjast sýningar á Big Guns með Alain Delon í aðalhlutverki og Paranoia með Carrol Baker í aðalhlut- verki. Kl. 3 á sunnudag verð- ur myndin Fröken Fríða sýnd, en það er gamanmynd fyrir alla fjölskylduna. - Blindir Framhald af bls. 8. um, sem blindir eða sjón- skertir geta fengið sér til hjálpar. Þar má t. d. nefna sérstök stækkunargler sem eru afgreidd hjá Blindrafé- laginu, Hamrahlíð 17 í Reykjavík, gegn framvísun vottorða frá læknum. Þá eru til á sama stað úr og klukk- ur með upphleyptum stöf- um, en Landsíminn er með sérstakar skífur til þess að setja á síma fyrir blinda. Síðast en ekki síst benti Elín borg á Blindrabókasafnið, sem væri með þjónustu fyrir allt landið. Þar er hægt að fá mikið úrval af bókum með blindraletri og einnig eru fáanlegar segulbands- spólur og kassettur með upp lestri á ýmsu efni. Þetta er ókeypis þjónusta og burðar- gjaldsfrí. Nýlega var stofnað for- eldrafélag blindra og sjón- skertra og sagði Elínborg að það félag væri ætlað foreldr um alls staðar að af landinu. Veitir hún allar nánari upp- lýsingar um félagið auk þess sem hún veitir blindum og sjónskertum alla þá félags- legu aðstoð sem hún hefur tök á. Skrifstofa Elínborgar er að Hamrahlíð 17, Reykja- vík, en sími hennar er 38488. Skrifstofan er opin milli kl. 9 og 12 daglega. — Sjúkrahúsið Framhald af bls. 1. þá töf sem endurtekning út- boðsins hefði valdið. — Fjárveiting lá fyrir snemma í sumar, sagði Stefán, — og það er afleitt að hafa fjárveitingu, en geta ekki not- að hana. Viðbyggingin er að verða tilbúin undir málningu að utan en ekkert er farið að vinna við frágang að innan. Þessi vinnubrögð verða til þess að lengja verulega biðina eftir því að viðbyggingin kom ist í gagnið. Loks sagði Stefán að útboðið væri á vegum Inn- kaupastofnunarinnar og hefðu heimamenn vonast til að stofn unin myndi semja við aðilann, sem sendi inn tilboð í fyrra skiptið á grundvelli tilboðs- ins og kostnaðaráætlunar stofnunarinnar. — En því mið ur tókst ekki samkomulag milli þessara aðila, sagði bæj- arverkfræðingurinn. — Fræðslu- skrifstofurnar Framhald af bls. 1. stofn til þess að standa straum af rekstri fræðsluskrifstofa, en Áskeli hefur verið falið að gera fjárhagsáætlun fyrir rekstur skrifstofanna á Norð- urlandi — Til þessa hefur sú þjón- usta sem fræðsluskrifstofurn- ar eiga að veita, fallið undir menntamálaráðuneytið og rík ið staðið straum af kostnaði við reksturinn, sagði Áskell. — Okkur í Fjórðungssamband inu þykir hart að sveitarfélög- in skuli þurfa að greiða fyrir að fá fræðsluskrifstofurnar staðsettar úti á landsbyggð- inni. Vonumst við til að hægt verði að finna tekjustofn fyrir starfsemina og kæmi þar til greina hlutdeild í einhverju prósentubroti af söluskattin- um. Annars verður nánar f jall að um hugsanlegar leiðir á Fjórðungsþingi Norðurlands, sem verður haldið á Raufar- höfn 1.—3. sept. næstkomandi og er þess að vænta að málin skýrist þá. GLERA SF. MAGNÚS ODDSSON, byggingameislari. Malarnám, símar (96) 2-23-72 og (96) 1-13-29. Póslhólf 616, Akureyri. Steinsfeypuefni og fyllingarefni Seljum óharpað steinefni úr krús ámokað á bíla. Mokum á kvöldin og á laugardögum eftir sam- komulagi. Afgreiðslusíini á Glerá er 1-13-29. ATVINNAW ATVIIMIMA Vantar skrifstofustúlku hálfan daginn (e. h.) sem fyrst. Vélritunar- og einhver enskukunnátta nauð- synleg. Upplýsingar gefnar á skrifstofunni. SÚKKULAÐIVERKSMIÐJAN LINDA HF. Staða íþróttakennara stúlkna við Gagnfræðaskóla Sigluljarðar er laus til umsóknar. Einnig almenn kennarastaða við Barnaskóla Siglu- fjarðar. Upplýsingar eru gefnar í fræðsludeild Mennta- málaráðuneytisins, Reykjavík, og hjá skólastjórum skólanna í símum (96)7-13-10 og (96)7-12-47. SKÖLANEFNDIN. Verkamenn Óskum að ráða nokkra verkamenn í byggingar- vinnu. 8IUÁRI hf. Furuvöllum 3. — Sími: 2-12-34. Aðalfundur AKUREYRARDEILD RAUÐAKROSSINS heldur aðalfund á skrifstofu félagsins, Skipagötu 18, þriðjudaginn 2. september n. k. kl. 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Frá Tækniskólanum Eins og að undanförnu, verða starfræktar Undir- búningsdeild og Raungreinadeild skólaárið 1975— 76. Skólastarfið hefst mánudaginn 8. sept. kl. 20.30. Enn er rúm fyrir nokkra nemendur í hvora deild. Upplýsingar veita Aðalgeir Pálsson, sími 2-10-93 og Jón Sigurgeirsson, sími 1-12-74. Akureyri, 28.8 75. Útför móður minnar, tengdamóður og öinrnu, ÞORBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR frá Seyðisfirði, Fjólugötu 20, Akureyri, er lést 23. ágúst, verður gerð frá Akureyrarlcirkju, föstudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Ingibjörg Sigurðardóttir, Stefán Þórarinsson, Bergþóra Jónsdóttir og barnabörn. 6 — ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.