Íslendingur


Íslendingur - 28.08.1975, Blaðsíða 8

Íslendingur - 28.08.1975, Blaðsíða 8
‘SangrunaRGLER ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332 AUGLYSING&SÍMI Í8LENÐIN68 215 00 • M Sjóstangveiði- mót um helgina Hið árlega sjóstangveiðimót Sjóstangveiðifélags Akureyr- ar verður haldið um helgina. Mótið verður sett í Sjálfstæðis húsinu á föstudagskvöldið, en kl. 7 á laugardagsmorguninn verður ekið frá Akureyri til Dalvíkur og róið þaðan kl. 8. Komið verður að landi kl. 5 e. h., en sama kvöld verður mótinu slitið með hófi í Sjálf- stæðishúsinu. Verðlaunaaf- hending fer þar fram og síð- an verður dansað. Fjórðungsþing á Raufarhöfn Fjórðungsþing Norðlendinga verður haldið á Raufarhöfn 1.—3. sept. nk. Þingið munu sækja 90 fulltrúar sveita og sýslufélaga á Norðurlandi auk gesta. Á þinginu verða flutt framsöguerindi um þau mál sem eru efst á baugi í byggða þróun á Norðurlandi. Lárus Jónsson, formaður samstarfsnefndar um orku- mál, ræðir um Norðurlands- virkjun og skýrir frá undir- búningsumræðum um stofnun sameignarfyrirtækis ríkis og sveitarfélaga á Norðurlandi, um orkuöflun. Árni Jónsson, landnámsstjóri, ræðir um hlut verk landbúnaðaráætlana í byggðaþróun. Guðmundur Óskarsson kynnir byggðaþró- unaráætlun fyrir Norður-Þing eyjarsýslu, sem nú er á loka- stigi. Reynir Karlsson, æsku- lýðsfulltrúi kynnir æskulýðs- könnun fyrir Norðurland, sem er sú fyrsta hér á landi. Sig- urður Guðmundsson, hagfræð ingur, ræðir byggðaþróun á Norðurlandi vestanverðu og nýjar leiðir í byggðaáætlun- um. Kjartan Jóhannsson, rekstrarverkfræðingur, ræðir um stöðu heilbrigðismála á Norðurlandi. Þetta er 17. Fjórðungsþing- ið sem haldið er, en sam- kvæmt lögum Fjórðungssam- bandsins ber að halda Fjórð- ungsþingin til skiptis í héruð- um Norðurlands. Hvíti stafurinn í notkun. Elínborg Lárusdóttir, blindraráðgjafi. Hvíti stafurinn“ þarft hjálpartæki ■ umferðinni Síðan árið 1970 hefur hvítur stafur verið blindur eða alvarlega sjónskertur. Það eru öldruðu blindu eða sjónskertu fólki og eru því að gefa almenningi vísbcndingu um að göngu þreyfistafur fyrir yngra fólk og þá ar framlenging á hendina, og cr hægt að með hvítu og rauðu cndurskini. löggilt tákn þess að sá sem hann notar sé til tvær tegundir af stöfum, önnur er ætluð ptafirnir ætlaðir sem stuðningsstafir samhliða viðkomandi sé blindur. Hin tcgundin er ein- sem eru vel rólfærir. Þessi stafur er eins kon- leggja hann saman. Báðar tegundirnar eru Þetta sagði Elínborg Lárus dóttir blindraráðgjafi sem starfar fyrir blinda og sjón- skerta hér á landi, en hún var stödd á Akureyri fyrir helgina til þess að veita þessu fólki þá félagslegu þjónustu sem það á rétt á. Elínborg heimsótti bæði Elli heimili Akureyrar og Elli- heimilið í Skjaldarvík og hafði samband við þá ein- staklinga, sem hún hafði haft spurnir af á Akureyri og eru blindir eða með skerta sjón. í stuttu rabbi sagði Elín- borg að læknar gæfu þeim vottorð, sem þeir teldu þurfa staf og með framvísun þess gætu menn fengið stafina greidda hjá Alm.tryggingum. Eru stafirnir sérstaklega handhægir í umferðinni, en til þess að þeir komi að fullu gagni þurfa bílstjórar og aðr ir sem eru í umferðinni að þekkja notkunarreglur þeirra engu síður en hinir blindu. Þegar stafnum er haldið á ská út á við í átt- ina að götunni, eða þegar hinn blindi bankar honum í gangstéttina er það merki um að hann vilji komast yfir götuna. Þá ber ökumannin- um að stoppa og er æskileg- ast að hann geri það mjúk- lega. Ef hjólreiðarmaður kemur að blindum, sem vill komast yfir götuna er gott að hann hringi bjöllunni á hjólinu til þess að gefa hin- um merki um að hann sé að koma. Síðan vék Elínborg að ýmsum öðrum hjálpartækj- Framhald á bls. 6. FLUGLEIÐIR OG HÓTEL HUSAVÍK: Ekki rekstrarsamvinna að sinni Heyrst hefur að forráðamenn Hótels Húsavíkur hafi gefið Fluglciðum kost á því að gerast hluthafi í hótelinu og hefja nánari samvinnu milli þcssara tvcggja aðila en vcrið hefur. Einnig hefur það heyrst að Ferðaskrifstofa Akureyrar og Ferðaskrifstofan Úrval, sem er eign Flug- leiða að hálfu, séu að fjalla um hugsanlcga lilutdeild Úrvals í FA. íslcndingur hafði sam- band við Svcin Sæmundsson hjá Flugleiðum og innti hann eftir því livað satt væri í þessum orðrómi. Sveinn sagði að komið hefði í Ijós viss áhugi hjá Húsvík- ingum um að Flugleiðir tækju þátt í rekstri hótelsins, en sem stæði væri ekki grundvöllur fyrir slíku. Þegar Sveinn var spurður um það hvort Flugleiðir hefðu yfirleitt áhuga fyrir slíkri hlutdeild í hótelrekstri úti á landi svaraði hann þessu: — Það er áhugi hjá Flugleiðum að styðja við bakið á túrism- anum á íslandi almennt. Hins vegar stendur fyrirtækið nú í kostnaðarsömum flugvélar- kaupum og fl. og því er ekki grundvöllur fyrir þátttöku í rekstri hótelsins á Húsavík né öðrum hótelum að minnsta kosti ekki að sinni. Loks staðfesti Sveinn þann orðróm að viðræður stæðu yfir milli Úrvals og Ferða- skrifstofu Akureyrar, en sagði að enn væri ekkert komið út úr þeim umræðum. Mikið hefur verið talað um neýðarbíl þann scm Norðlend ingar ciga von á, en Blaða- mannafélag Islands hefur haft veg og vanda af fjársöfnun vegna bílkaupanna. Margar upphæðir hafa verið nefndar í sambandi við kaupverð bíls- ins og ótal dagsetningar verið á væntanlegri komu bílsins til landsins, en enn cr ekki farið að bóla á bílnum á götum Ak- ureyrar. Hve löng verður bið- in enn? Guðmundur Blöndal, starfsmaður Rauða Krossins á Akureyri, svarar, en Rauði Kross- inn hefur verið hægri hönd Blaðamannafélags ins við fjársöfnunina Norðanlands: — Það er varla að ég þori að nefna nokkurn ákveðinn komutíma, þar sem þær upp- lýsingar sem við höfum feng- ið frá verksmiðjunni hafa brugðist svo oft. Bíllinn, sem er af Range Rover gerð er breskur, en yfirbyggður í Noregi. Norska verksmiðjan gaf okkur fyrir skömmu þær uppl. að bíllinn yrði send- ur frá Noregi um sl. mánaða- mót, en nú er ég nýbúinn að fá skeyti að utan þar sem sagt er að honum verði skipað um borð 10. sept. nk. og verði hann fluttur beint til Akur- eyrar. Ef þetta stenst þá mun bíllinn verða hér um miðjan sept. Helgi Vilberg sýnir í Hlíðarbæ Fjórða september nk. opnar Helgi Vilberg málverkasýn- ingu í Hlíðarbæ, norðan við Akureyri. Nefnir hann sýn- inguna „Myndir 74—75“, en þar verða sýndar alls 37 mynd ir málaðar á þessu og sl. ári. Þetta er fyrsta sjálfstæða sýn- ing Helga, en hann hefur áður tekið þátt í samsýningum í Myndsmiðjunni. Flestar mynd irnar á sýningunni í Hlíðarbæ eru olíumálverk, en auk þess eru þar nokkrar af myndun- um, sem Helgi teiknaði við ljóð eftir Jón Laxdal, sem komu út í bókarformi í vetur. HAKUREYRINGAR - NORÐLENDINGAR! Söluumboð fyrir Færeyjaferjuna Smyril. Ferðaskrifstofa Akureyrar/* HÚSBYGGJENDUR! Tiinbur í úrvali. - HAGSTÆTT VERÐ. BYGGINGAVÖRUVERSLUN TÓMASAR BJÖRNSSONAR H.F. Glerárgötu 34. — Sími 2-39-60.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.