Íslendingur


Íslendingur - 28.08.1975, Blaðsíða 7

Íslendingur - 28.08.1975, Blaðsíða 7
IMorðlensk fyrirtæki, norðlensk fyrirtæki, norðlensk fyrirtæki Kvörtum ekki undan þungaskattinum ef hann leiðir til vegabóta — segir forsvarsmaður Dráttarbíla hf. — Við höfum bætt við okkur einum bíl á mánuði frá því að fyrirtækið tók til starfa í mai sl. og hefur hin hraða aukning stafað af meira en nógu framboði af verkefnum. En auðvitað getum við ekki búist við jafn hraðri aukningu lengi, þó reksturinn gangi vel. Björn Kristjánsson, forsvarsmaður Dráttarbíla h.f. Þetta sagði Björn Krist- jánsson, forsvarsmaður Dráttarbíla h.f., en það er eina fyrirtækið norðanlands, sem hefur eingöngu þunga- flutninga á dagskrá sinni. Dráttarbílar h.f. var stofnað um áramótin en tók til starfa í maí. Að því standa 6 aðilar, flestir ungir Akur- eyringar. Fyrirtækið hefur tekið að sér þungaflutninga um allt land, en sl. mánuð hafa bílarnir eingöngu verið í því að flytja einingarhús fyrir Verk í Reykjavík. — Ég var búinn að ganga með hugmyndina að þessu fyrirtæki í maganum síðan árið 1963, en um áramótin gat ég komist að hagstæðum kjörum um kaup á notuðum Scanía Wabis bíl og þá byrj- aði þetta að rúlla. Núna eig- úm við þrjá bíla af þessari sömu tegund með tilheyr- andi dráttarvögnum og auk þess erum við búnir að fá okkur kranabíl með upp- sláttarspili, sagði Björn. Eins og gefur að skilja þá er sumarið aðalannatími hjá fyrirtæki sem þessu. Hafa félagarnir í Dráttarbílum h.f. nægileg verkefni fram á haust, en þá hafa þeir hugs- að sér að verja tímanum til áramóta til viðgerða og við- halds á bílunum. — íslenskir vegir gera það að verkum að viðhaldskostn aður á bílunum verður mjög mikill. Vegirnir eru harðir og holóttir; hvort sem þeir heita þjóðvegir eða eitthvað annað, og þau eru ófá ævin- týrin, sem maður getur lent í vegna slæmra vega, sagði Björn, — en þó vegirnir séu ekki eins og þeir ættu að vera þá teljum við okkur samt hafa yfirburði yfir flutningaskipin, sem keppa við okkur um flutninga á þungavöru. Við getum kom- ið vörunni fljótar á áfanga- stað og komið henni á leiðar enda milliliðalaust. Oftast verður varan líka fyrir minna hnjaski þegar henni er ekið landleiðina en þegar hún er flutt á sjó þar sem allra veðra er von. í beinu framhaldi af þessu kom Björn inn á þungaskatt inn, sem hefur verið tölu- vert í sviðsljósinu að undan förnu, en fyrir skömmu gengu í gildi lög um að gjald mælar skuli ekki aðeins vera í bílum heldur einnig á dráttarvögnunum. Framveg- is er skylt að greiða þunga- skatt af hvoru tveggja. Björn sagði að hann og fé- lagar hans myndu ekki kvarta undan þessum nýju lögum, ef þau verða til þess að meira fé verði varið til þess að bæta þjóðvegina. — En verði þungaskattur- inn aðeins til þess að við höf um minna fé milli handanna til þess að standa straum af viðhaldi og viðgerðum á bíl- unum, þá finnst okkur ástæða til þess að kvarta, sagði Björn að lokum. Stóraukið teppaúrval aklædadlilo TtPPADFILD Og enn aukum við úrvalið. Nú sýnum við ' ■* hverju sinni um 60 stórar tepparúllur — og ekki nóg með það — þér getið þar fyrir utan valið úr yfir 100 sýnishornum af hinum þekktu dönsku WESTON teppum, sem við útvegum með tveggja til fjögurra vikna fyrirvara. — Við bjóðum einnig skozkar ryamottur og indverskar, kínverskar og tékk- neskar alullarmottur. Við sjáum um máltöku og ásetningu. Teppadeild • Hringbraut 121 • Sími 10-603 Orðsending frá Heilsuverndarstöð Akureyrar Frá 1. september n. k., verður Ungbarnaeftirlitið í Læknamiðstöðinni einungis opiö á miðvikudögum kl. 9 til 12 f. h. Frá sama tírna verður símaviðtalstími hjúkrunar- konu eftirlitsins á þriðjudögum kl. 13 til 15. Sími 23773. HEILSUVERNDARSTÖÐ AKUREYRAR. Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Umsóknir uin lán vegna framkvæmda á árinu 1976 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnað- arins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er til- greind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf svo og veðbókarvottorð. EÍdri umsóknir falla úr gildi 15. september næst- komandi, hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavík, 20. ágúst 1975, BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Stofnlánadeild landbúnaðarins. ÍSLENDINGUR — 7

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.