Íslendingur


Íslendingur - 06.02.1980, Blaðsíða 4

Íslendingur - 06.02.1980, Blaðsíða 4
Ólafur Hergill Oddsson, héraðslœknir, skrifar hugleiðingu Útgefandi: ÁbyrgOarmaður: Ritstjórn: Frétta og auglýsingastjóri: Afgreiósla og gjaldkeri: Dreifingarstjóri: Fréttastjóri, sími: Auglýsingar, simi: Áskriftargjaid: Lausasala: AuglýsingaverO: Prentun: íslendingur hf. Siguróur J. Sigurðsson Gisli Jónsson Guðmundur Frimannsson Sigurður J. Sigurósson Björn Jósef Arnviðarson Gunnar Berg Ottó Pálsson Sigurlina Sigurgeirsdóttir 21501 21500 kr. 2.500 á ársfjórðungi kr. 230 eintakið kr. 2.200 dálksm. Prentsmiðja Björns Jónssonar Nýbygging Fjórðungs- sjúkrahússins hefur dregist úr hömlu Það mun hafa verið á seinni hluta ársins 1973, að Ólafur Sigurðsson, yfirlæknir, tók fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, en að sama skapi hefur ekki miðað nýbyggingunni. Upphaflega voru menn stórhuga og bjartsýnir. Reiknað var með að Ijúka við bygginguna, sem á að verða um það bil fimm sinnum stærri en núverandi sjúkrahúsbygging, á árinu 1981. Fyrirsjáanlegt er að það verðurekki, kallastgottef lokið verður við 1/5 hlutann. Núverandi bygging FSA var byggð á árunum 1946-1953. Þá var húsið rúmgott, en þróunin hefur orðið ör í læknisfræðinni, þannig að byggingin er löngu orðin of lítil. Að auki hefur íbúafjöldi á þjónustusvæði þess aukist og sjálft þjónustusvæðið stækkað, jafnframt því sem hlutverki þess hefur verið breytt. Ólafur Sigurðsson, yfirlæknir, skrifaði athyglisverða grein í íslending 5. desember sl. Þar segir hann m.a. um ástandið á sjúkrahúsinu: „Eins og nú er ástatt eru þrengsli á sjúkrahúsinu til mikils baga og fjötur um fót og vinnuaðstaða yfirleitt erfið. Húsnæðisskortur háir sjúkrahúsinu meira en nokkuð annað, hefir neikvæð áhrif á starfsemi sjúkra- hússins, setur henni skorður og hindrar eðlilega þróun spítalans. Eins og kunnugt er útheimtir sjúkrahús nú á tímum fjölda sérhæfðs starfsfólks, sérfræðinga, um- fangsmikinn útbúnað og tækjakost og mikið vinnurými. Núverandi spítali er hannaður fyrir aldarfjórðungi á þeim tímum þegar tækniþróun á sjúkrahúsum var til- tölulega skammt á veg komin, legurými hlutfallslega mikið í þeim, en vinnurými lítið. Fyrirkomulag sjúkra- hússins er því orðið óhentugt og úrelt auk þess sem húsrými þess er framar öðru allt of lítið. Eins og sakir standa eru þarfir spítalans einkum tvenns konar, annars vegar aukið vinnurými og hins vegar aukið hjúkrunar- rými. Þjónustubyggingin ásamt tengiálmu er einmitt að megin hluta vinnurými. Þegar það verður, að skurð- stofur, slysastofa, gjörgæsla og röntgendeild flytja í þjónustubygginguma, skapast möguleiki á, að aðrar deildir spítalans fái aukið húsrými og hjúkrunardeild hans stækki.“ Svo mörg voru orð Ólafs Sigurðssonar og af þeim Ijóst, að við svo búið má ekki standa lengur. Nýbygging sjúkrahússins hefur dregist úr hömlu. Hefur þar margt komið til, en meginorsökin liggur í fjárframlögum ríkis- ins, sem hafa verið skorin við nögl. Þá hefurframkvæmd verksins verið í höndum Innkaupastofnunar ríkisins, en ekki heimamanna, og mun það fyrirkomulag ekki hafa reynst sem skyldi. íslendingur tekur undir með Ólafi Sigurðssyni, þar sem hann segir í áðurnefndri grein: „Eftir sem áður hlýturstefnan í málum spítalans að verasú, að hérverði komið upp þróuðu sérdeilda og svæðissjúkrahúsi fyrir Akureyri, Norðurland og hluta af Austurlandi og sé það jafnframt varasjúkrahús landsins í almannavörnum þess. Það er mikilvægt sanngirnis og réttlætismál fyrir landsbyggðina, að það sé eitt þróað svæðissjúkrahús staðsett utan Reykjavíkur. Akureyri erfyrirmargra hluta sakir eini staðurinn sem kemur til greina vegna legu sinnar, fjarlægðar frá Reykjavík og vegna þeirrar byggðar sem þar er og á Norðurlandi. Það er mál, sem stuðlar að jafnvægi í byggð landsins og það er ásamt öðrum málum eitt af meiriháttar skilyrðum fyrir vexti og viðgangi Akureyrar og byggðar á Norðurlandi." Það er síðan þingmanna kjördæmisins að sjá til þess að þetta geti orðiðað veruleika, að ekki dragist úr hömlu að Ijúka þeim áfanga nýbyggingarinnarsem nú er unnið að, né langtímamarkmið látin bíða. 4 - ÍSLENDINGUR „Gætíð barnar umferðinni44 Umferðarmál hafa verið í brennidepli á Akureyri að und- anförnu. Hefur þartvennt kom- ið til. f fyrsta lagi hafa orðið nokk- ur ógnvekjandi slys á ungufólki í umferðinni og einnig hefur kynning á nýju miðbæjarskipu- lagi vakið fólk til umhugsunar um þessi mál. Fundir hafa verið haldnir. Slysavarnafélagið stóð fyrir fundi í Alþýðuhúsinu í fyrra- vetur, þar sem mikið var rætt um umferðarfræðslu. Var það góður fundur, en einkenndist þó ef til vill um of af þeirri skoðun að umferðarhverfið væri óbreytanlegt, bílarnirværu ófreskjur, sem við yrðum fyrir alla muni að láta börnin okkar gæta sín á. Það hefði mátt ætla, að umferðarslys væru náttúru- lögmál, umferðin sem slík óbreytanlegt náttúruafl, sem eingöngu væri hægt að verjast, en ekki hafa áhrif á eða stjórna. Nú er það svo, að umferðar- fræðsla barna er auðvitað sjálf- sagður hlutur. Hins vegar verð- ur fólk að gera sér grein fyrir þeim takmörkunum, sem slík fræðsla hefur. Börn eru og verða börn og rannsóknir hafa sýnt, að a.m.k. fram að 10 ára aldri eru viðbrögð barna svo hvatvís og vanhugsuð, að t.d. það að missa bolta út á götu leiðir auðveldlega til þess, að öll fræðsla gleymist á augnabliki. Við verðum að gera það upp við okkur, hvort við eigum að laga barnið að umferðinni eða um- ferðina að barninu. • Endurskipulögðu gaínakerfið með góðum árangri Norsk rannsókn sýndi fram á árangur, sem rekja mátti til um- ferðarfræðslu, en hann var: Fyrir fræðslu: Slys á börnum í umferðinni 0-14 ára: 17/ 10.000 börn/ár. Eftir fræðslu: Slys á börnum í umferðinni: 14/10.000 börn/ár: Það er tiltölulega lítill munur. Svíar hafa hins vegar auk fræðslu lagt mikla áherslu á endurskipulagningu gatnakerf- is í bæjum með tilliti til gangandi fólks. Yfirleitt hefur árangurinn skilað sér ótvírætt í fækkun slysa, t.d. í Gautaborg, eins og eftirfarandi tölur sýna: 1) Gamall bæjarhluti fyrir endurskipulagningu: 28 slys á börnum/10.000 börn/ár. JEftir endurskipulagningu: Frá 1.5 til 5 slys/10.000 börn/ ár. Fækkun slysa varð þarna sex til nítjánföld. Sú stefna Svía að gera um- ferðina örugga fyrir gangandi fólk, virðist hafa skilað árangri, því t.d. á meðan mikil aukning verður á slysum á gangandi fólki í Osló á árunum 1960 til 1972, fækkar þeim að sama skapi í Gautaborg og Stokk- hólmi (þrátt fyrir aukna um- ferð í báðum löndunum). í grófum dráttum má segja, að áður en farið var að hugsa um umferðaröryggi í sambandi við skipulag bæja, hafi gatna- kerfið litið út eins og taflborð: Ölafur Hergill Oddsson, héraðslæknir. Hér er umferð óhindruð í all- aráttir. Eftir endurskipulagningu: Hér hefur íbúðahverfi verið lokað af. Slíkt kerfi þýðir auðvitað, að bíllinn getur ekki vaðið beint af augum eins og hestur í óbyggð- um, heldur verða leiðir afmark- aðar. • Vildu auka öryggi barna, en felldu tillögur um ein- földun á umferð- inni í slíku kerfi komast bílarnir greiðlega leiðar sinnar, en á þeim stöðum (umferðarhorn- um), þar sem fótgangandi mæta bílunum, verður mikið um óvænt atvik, ekki síst með tilliti til þess að farartækin geta ver- ið allt frá reiðhjólum upp í vöru- flutningabíla. Afleiðingar slíks kerfis eru: Tíð slys á gangandi fólki, einkum börnum. Þar sem íbúðahverfi hafa ver- ið gerð að einni heild og straum- ur umferðar ekki leyfður, hafa slys á börnum orðið nánast engin. Umferðin hefur þá safn- ast á aðalgötur, færri götur. Þar með hefur verið hægt að leggja í kostnað við að auka öryggi eins og t.d. með því að setja upp um- ferðarljós. Dæmi: Fyrir endurskipulagn ingu: t , "7 Í j|t * ' t jO — t"* • ! ' *!t * t Á fundi um umferðarmál, sem haldinn var í Lundaskólan- um í fyrravetur, kom fram, að íbúarnir vildu að yfirvöld gerðu allt sem mögulegt væri til að auka öryggi barna í hverfinu. Þegar hins vegar var stungið upp á að loka vissum götum, sem að mínu mati hefði gert um- ferðina minna duttlungafulla, sem sé öruggari, þá var það fellt. Spurningin er þessi: Viljum við geta farið þvers og kruss um bæinn á blessuðum bílunum okkar, eða viljum við laga okkur að völdum leiðum, sem ef til vill þýða aðeins lengri akstur en sennilega færri slys? Rannsókn var gerð í Gauta- borg á tíðni umferðarslysa á börnum árin 1964-1966. Á þeim árum urðu 643 slys á börn- um í umferð. í 640 (99.5%) til- fella voru börnin óvarin, sem sé fótgangandi. 56% slysanna gerð ust í íbúðahverfum. Þetta sýndi, að ef gera átti umhverfi öruggt fyrir barnið, varð að taka tillit til þess hve lít- ið er hægt að treysta hegðun barnsins í umferðinni. Niðurstöður rannsóknanna sýndu, að: 1) Slysatíðni var meiri í eldri borgarhverfum en nýjum. 2) Að þessi munur var ekki

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.