Íslendingur


Íslendingur - 06.02.1980, Blaðsíða 5

Íslendingur - 06.02.1980, Blaðsíða 5
um umferðarmál ina í . . . umferðin sem slík óbreytanlegt náttúrulögmál . . . vegna mismunandi bygginga, þ.e. meiri iðnaðar eða aukinnar umferðar vegna starfsemi í gömlu borgarhlutunum, heldur vegna umferðarhverfis, þar sem bílar á bílastæðum hindruðu út- sýni, léleg leikaðstaða var fyrir börnin, og staðsetning skóla og leikvalla var óheppileg. 3) Að nokkur nýtísku borgar- hverfi voru með háa slysatíðni, sennilega vegna lélegs aðskiln- aðar mismunandi tegundar um- ferðar. 4) Að meðalslysatíðnin í 4 hverfum var 30 slys/10.000 börn/ár, þar sem hún var hæst. 5) Að í öðrum 4 hverfum var hún lægst, eða 10 slys/10.000 börn/ár. 6) Að útreikningar á minnsta öryggi í gömlu hverfunum á móti besta öryggi í nýju hverf- unum gaf sexfaldan mun á slysa tíðni. Til þess að fá aukið öryggi í umferð þarf að hafa eftirfarandi í huga: a) Forða fólki frá slysahættu. b) Gera upplýsingar og leið- beiningar það góðar og greiðar, að fólk geti brugðist skjótt og rétt við í umferðinni. Þær að- gerðir, sem þarf að grípa til varðandi skipulag á bæjum og umferð í bæjum eru: c) Að staðsetja starfsemi og þjónustu þannig að umferðar- þungi minnki, og þannig minnki árekstrar og truflanir. d) Að skilja mismunandi um- ferð að, þannig að árekstrar milli ólíkra tegunda umferðar útilokist. e) Að aðgreina innan hverrar tegundar umferðar með tilliti til tilgangs og eiginleika svo að umferðarstraumurinn verði eins jafn og mögulegt er. f) Að einfalda og staðla um- ferðarumhverfi þannig að atvik, sem koma á óvart, verði sem fæst, svo að ákvarðanir og að- gerðir í umferðinni verði auð- veldar. g) Að mýkja og verja nánasta umhverfi umferðargötunnar þannig að afleiðingar umferðar- slyss verði eins litlar og mögu- legt er. • Barn bregst við ástríðu sinni á augnabliki í hefti frá sænskri rannsóknar- stofnun um umferðarmál, sem ætlað er áhyggjufullum foreldr- um, er m.a. drepið á eftirfarandi punkta: 1) Það á að vera gras (ekki umferðargata) á milli skólans og heimilisins. 2) Hver tegund umferðar á að hafa sinn eigin veg. 3) Best er að skipuleggja vel frá byrjun, en 4) það er hægt að betrum- bæta með endurskipulagningu. 5) Barn bregst við ástríðu sinni á augnabliki. 6) Barn á erfitt með að heyra hvaðan hljóð kemur. 7) Barn heldur að bíll geti stöðvast á andartaki. 8) Barn fram að 16 ára aldri sér illa útundan sér (þ.e. yst á sjónsviðinu). 9) Barn getur aðeins einbeitt sér að einu í einu. Fullorðinn sér yfir bíl, barn ekki. Þegar þú ekur sjálfur bíl gættu þá að því að: a) Börn eru óútreiknanleg í umferðinni, vertu viðbúinn hinu óvæntasta. Þegar barn gerir eitthvað, þá skeður það snöggt. Fylgstu vel með. Léttu á bensíngjöfinni og vertu viðbú- inn að stíga á hemilinn. b) Börn halda oft, að þau séu örugg á gangbrautum. Þess vegna geta þau skyndilega stokkið út á götu. Barn nálægt gangbraut þýðir þess vegna yfir- vofandi hættu. c) Aktu aldrei fram úr á gangbraut. Hinn bíllinn skyggir e.t.v. á barn, sem er á fullri ferð út á götuna. d) Götur með langar raðir af kyrrstæðum bílum meðfram gangstéttum eru hættulegar. Barn, sem stekkur út á götuna, sést þess vegna ekki fyrr en það er komið alveg út á götuna. Framhald á bls. 7. ífMffl [HQDP • Hvað segir þú unt hálfa? Hann var fjarskyldur ætt- ingi „Sigga sixþensara“ Og kom til konunrtar sinnar og sagði: - Heyrðu elskan, getur þú ekki lánað mér milljón? - Jú, jú, það er alveg sjálf- sagt, en þá verður þú lika að hætta að drekka fyrir fullt og allt. - Það er ekkert annað, en lánar þú mér þá ekki hálfa ef ég minnka það aðeins? • Dagur ekki nteð Það verða engar „pillur“ á Dag í þessu blaði!!!! • Alþýðumaðurinn kominn út Alþýðumaðurinn kom út fyrir nokkrutn vikum, 4 síð- ur. Það vakti athygli að nær allar auglýsingarnar voru frá Akureyrarbæ. Reiknast okk ur til að þær auglýsingar hafi staðið undir útgáfukostnað- inum og vel það. Kannski hafa kratarnir fundið þarna óvænta tekjulind; bara að safna saman nógu mörgum opinberum auglýsingum og gefa svo út blað með bull- andi gróða!!! • Einn bjartsýnn Hann stóð fyrir framan af- tökusveitina og var boðið að reykja síðustu sígarettuna. - Nei, takk, ég er að reyna að hætta. • Vegna skipulags- breytinga Vegna skipulagsbreytinga hjá KEA hafa verið gerðar breytingar á starfsheitum og nýjum bætt við. Það er t.d. talað um fulltrúa Vals á verslunarsviði, á iðnaðar- sviði, á útgerðarsviði o.s.frv. V'alur er líka formaður blað- stjórnar Dags, þannig að nú má búast við að ritstjóra- staða Dags verði felld niður, en þess í stað verði ritstjórinn titlaður „fulltrúi Vals á fjöl- miðlasviði“. Það skemmir heldur ekki fyrir að ritstjór- inn er fréttamaður sjónvarps ins á staðnum, hvernig sem það má svo fara saman. Við vorum víst búnir að lofa að minnast ekki á Dag, en þetta var alveg óvart. • Bjór eða ekki bjór Sitthvatur fjármálaráðherra var hvatur um daginn og gaf út heimild til handa ferða- mönnum til að kaupa bjór, eftir að hafa verið hvattur til þess af Davíð, sem vissi hvar hann keypti ölið. Nú hafa áfengisvarnarnefndir hafið upp ramakvein og vilja af- nema þetta strax aftur. Ekki er tilgangurinn auðséður, þar sem vitað er að með þessum hætti berst ekki nema lítill hluti til landsins af þeim bjór, sem á markaðn- um er. Mun meira kemur með farskipum og svo getur þú bara labbað út í búð og keypt hráefni. Síðan er bara að bíða en aldrei að vita hvernig til tekst. Frá kjörbúðum KEA Gerið góðan mat betri og notið EHLERS-KRYDD - Margar tegundir. - KJORBUOiR Aðalfundur Sveinafélags járniðnaðarmanna, Akureyri, verður haldinn að Hótel KEA laugardaginn 9. þ.m. og hefst kl. 13.30. FUNDAREFNI: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Kosning í Iðnráð. 4. Kjaramál. 5. Önnur mál. Mætið stundvíslega. STJÓRNIN. Heilsugæslustöð á Ólafsfirði Tilboð óskasti Joftræstilagnir i heilsu- gæslustöð á ólafsfirði. Húsið er nú tilbúið undir tréverk og skal verktakinn leggja til allan búnað og setja hann upp. Verkinu skai að mestu lokið 1. sept. 1980. tJtboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri og á skrifstofu bæjarstjóra á ólafs- firði gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri mið- vikudaginn 13. febr. 1980 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS ; BÖRGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 . TELEX 2006 ÍSLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.