Íslendingur


Íslendingur - 06.02.1980, Blaðsíða 6

Íslendingur - 06.02.1980, Blaðsíða 6
••iprottir*••iprottxr*••iþi'ottir*•*iprottir*••iprottip«« ----------------------N Leikur kattar að mús Það var ekki merkilegur körfuknattleikur, sem lið Þórs og Vestmannaeyinga sýndu í Skemmunni á laug- ardaginn. Var leikurinn liður í bikarkeppni KKÍ og var leikur kattarins að músinni. Þórsarar höfðu algerlega yfírburði og var ieikurinn kominn i hreina leikleysu undir lokin. Eini Ijósi punkt- urinn var að varalið Þórs fékk að reyna sig i stað þess að velgja varamannabekk- ina. Lokatölurnar urðu 107 stig Þórs gegn 61 stigi Vestmannaeyinga. Skagamenn slógu Þórsara úr Bíkarnum Þórsarar máttu þola tap fyrir 3. deildarliði Akurnesinga um helgina á Skaganum, en Skagamenn skoruðu 24 mörk gegn 19 mörkum Þórs. Var leikurinn liður í bikar- keppni HSÍ og þar með eru Þórsarar úr leik. Þórsarar voru yfir allan fyrri hálfleikinn og allt fram í miðjan seinni hálfleik. Þá tókst heimamönnum að jafna og komast yfir. Eftir það var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn lenti. Skagamenn voru baráttu- glaðir, börðust allir sem einn og hlutu umbun erfiðis síns fyrir. Sigtryggur Guðlaugsson var markahæstur Þórsara með 5 mörk, en Pálmi Pálmason og Árni Stefáns- son skoruðu 4 mörk hvor. Jón Hjaltalín Magnússon var markahæstur Skaga- manna með 6 mörk. ^ 6 - ÍSLENDINGUR IP t-\ m m/j* IFLi *íl im _ ,M i flH* BKBr „Gott skíðafæri“ „En mœtti að skaðlausu vera meiri snjór,“ segir fvar Sigmundsson, forstöðumaður Skíðastaða „Það er gott skíðafæri í fjallinu núna og undanfarnar helgar hefur verið hér toppaðsókn, enda gott veður“, sagði fvar Sigmundsson, framkvæmdastjóri Skíðastaða í viðtali við blaðið á mánudaginn. „Að vísu mætti að skaðlausu vera hér meiri snjór, það er ekki óhætt að renna sér þar sem manni dettur í hug. Hins vegar er færið ágætt og allar skíðaleiðir vel troðnar. Einnig höfum við troðið „trimm“ göngubrautir og verður reynt að viðhalda þeim eins og aðstæður leyfa“, sagði ívar. Hér fara á eftir upplýsingar fyrir skíðaáhugafólk, sem byggðar eru á fréttatilkynningu frá Skíðastöðum. . Allar skíðalyfturnar á Skíða- stöðum eru opnar daglega frá 10 til 18:45 og togbrautirnar til 21:00. Um helgar eru allar lyft- urnar opnar til 18:30. Skíða- skólinn er tekinn til starfa. Á daginn eru námskeið ætluð börnum, en síðdegis og á kvöldin eru námskeið fyrir unglinga og fullórðna. Nánari upplýsingar og innritun er í Skíðastöðum. Ivar Sigmundsson. • Látið athuga öryggisbinding- arnar, hvort þœr eru öruggar Allir sem eru að taka fram skíðabúnaðinn ættu að athuga eða láta athuga stillingar á öryggisbindingum og sérstök ástæða er til að hvetja alla til að fá sér bremsur á skíðin. Brems- urnar eru svo mikð öryggistæki bæði fyrir þann sem notar þær og ekki hvað síst hina sem eru á skíðum í fjallinu að við liggur að skylda verði að nota þær. Það er lítið gaman að verða fyrir skíði sem rennur stjórnlaust t.d. niður Strompbrekkuna. Flestir sem koma í Hlíðarfjall vilja vafalaust njóta þar útiveru burt frá skarkala bæjarins. Þessu fólki eru því vélsleðar mjög hvimleið farartæki enda eru þeir stranglega bannaðir á skíðasvæðinu. Sérstaklega skal benda vélsleðamönnum á að göngulandið norðan við Stóru- hæð er lika skíðasvæði en töluvert hefur borið á því undanfarna vetur að þar hafi troðnar göngubrautir verið eyði lagðar með vélsleðaakstri. • Því góðir hunda- eigendur, enga hunda á skíða- svœðinu Fleiri og fleiri leggja það í vana sinn að koma með hunda í Hlíðarfjall og sleppa þeim þar lausum. Af þessu hafa hlotist margvísleg vandamál og marg- ar fjölskyldur sem ætluðu að njóta útiveru á svæðinu með börnum sínum hafa mátt snúa heim þar sem börnin eru hrædd við hundana. Þessi ágæta af- sökun hundeigenda „hann gerir engum mein greyið" á bara ekki við, 5-7 ára barn jafnvel eldra veit nefnilega ekkert um hvenær hundur er meinlaus og hvenær ekki. Það er bara hrætt við hundinn. Því góðir hundaeigendur, enga hunda á skíðasvæðinu, það er bannað. Á hverjum vetri kemur upp sá orðrómur að gengdarlaust okur sé á veitingum í Skiðastöðum. Jafnvel hefur kennari við eina af virtari menntastofnun bæjarins ritað í eitt bæjarblaðið að verð á veitingum að Skíðastöðum sé tvö- eða þrefalt hærra en gengur og gerist í bænum. Ástæðan fyrir þessu er vafalaust sú að flestir sem kaupa sér veitingar að Skíðastöðum gera það að jafnaði ekki í bænum og vita þar af leiðandi ekki að rúnstykki með osti kostar líka 560 kr. niður í bæ. Þeir verðlistar sem notaðir erú að Skíðastöðum eru nefnilega fengnir á veitinga- húsunum í bænum. Verði góður snjór í vetur eiga örugglega margir eftir að eiga ánægjustundir í Hlíðarfjalli en verum öll samtaka um: Allir með skíðabremsur Enga vélsleða Enga hunda og dvölin í Hlíðar- QalH verður ánægjulegri. Alfreð og Gunnar potturinn og pannan í leik KA Þeir bræður Gunnar og Alfreð Gislasynir voru pott- urinn og pannan í leik KA á föstudagskvöldið gegn Aft- ureldingu frá Mosfellssveit. Skoruðu þeir samanlagt 23 af' 34 mörkum KA, Alfreð 15, en Gunnar 8. Sigur KA var aldrei í hættu, en leikur- inn var liður í Bikarkeppni HSÍ. Komst KA í 5-1 í byrjun og komst mest í 10 marka forskot, 25-15 um miðjan fyrri hálfleik. Eftir það fóru KA-menn að slaka á og Afturelding saxaði á forskotið, en ógnaði aldrei sigri KA. Dómarar voru Stefán Arnaldsson ogGunn- ar Jóhannsson og stóðu sig með ágætum. Þórs- stelpurnar töpuðu fyrir stöllum sínum í KR Þórsstelpurnar máttu þola tap gegn stöllum sínum úr KR í 1. deildarkeppninni í handbolta á laugardaginn. Fór leikurinn fram á Akur- eyri og lauk með sigri KR, sem skoraði 14 mörk gegn 12. Leikurinn var sveiflu- kenndur svo um munaði og sigurinn gat lent hjá hvoru liðinu sem var. Sennilega hefði verið sanngjarnast að liðin skiptu með sér stigun- um. í upphafi var jafnt allt upp í 6-6, en þá skoruðu KR- stelpurnar 2 mörk og staðan i hálfleik 8-6, þeim í vil. KR- stelpurnar héldu sig við efnið í síðari hálfleik. Þegar um korter var til leiksloka höfðu þær breytt stöðunni í 14-8, en eftir það skoruðu þær ekki mark. Hins vegar börð- ust Þórsstelpurnar eins og ljón og skoruðu 4 síðustu mörkin í leiknum án þess að KR stelpunum tækist að svara. Þetta dugði þó ekki til, en hefðu stelpurnar barist þannig allan leikinn hefði sigurinn verið þeirra.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.