Íslendingur


Íslendingur - 06.02.1980, Blaðsíða 8

Íslendingur - 06.02.1980, Blaðsíða 8
VIKUNNAR Deiliskipulag fyrir miðbæ Akureyrar hefur verið í vinnslu að undanförnu, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Núhefurskipu lagið verið auglýst og eru uppdrættir og önnur gögn til sýnis í bæjarstjórnar- salnum. Frestur til að gera athugasemdir við skipulag- ið rennur út 14. mars. Við gerð skipulagsins var efnt til borgarafunda, sem var nýbreytni og til fyrirmynd- ar. Mörgum fínnst þó að ekki hafí verið tekið nægj- anlega mikið tillit til vilja þeirra borgara, sem fund- inn sóttu, t.d. varðandi uppfyllingar í Pollinn, sem hefur verið helsta ágrein- ingsatriðið varðandi skipu- lagið. Greinilegt er að mikil andstaða er gegn því að fylla upp í „dokkina" svo- nefndu og er þessa dagana að fara af stað undirskrifta- söfnun til að mótmæla því. Það skal tekið fram að þrír bæjarfulltrúar; Gísli Jóns- son, Tryggvi Gíslason og Sigurður Oli Brynjólfsson, voru á móti uppfyllingun- um yfír Torfunefsbryggj- urnar. Verður efnt til borgara- fundar um skipulagið, þar sem það yrði nánar kynnt fyrir bæjarbúum og þeim leyft að setja fram skoðan- ir sínar? Tryggvi Gíslason, formaður skipulagsnefndar, svarar: „Þetta hefur verið rætt í skipulagsnefnd, en ákvörð- un ekki enn verið tekin. Ég er slíkum borgarafundi fylgjandi fyrir mitt leyti.“ Attu ekki von á því að meirihlutavilji sé til þess í nefndinni? „Þó svo að það hafi ekki verið formlega ákveðiðenn í skipulagsnefnd að halda slíkan fund, þá virðist mér að skipulagsnefnd sé þeirr- ar skoðunar að það eigi að halda slíkan fund um þetta skipulag." Hvenær má búast við að hann verði? „Fresturinn til að gera athugasemdir við skipulag- ið rennur út 14. mars. Það yrði að sjálfsögðu að vera fyrir þann tíma, í lok þessa mánaðar eða byrjun mars.“ Fjárhagsáætlun Akureyrar- bæjar 1980 Gerð fjárhagsáætlunar fyrir bæjarsjóð Akureyrarbæjar fyrir 1980 stendur nú yflr í bæjarráði. Fundir hafa verið langir og strangir undan- farna daga og er reiknað með að áætlunin komi til fyrri umræðu í bæjarstjórn á þriðjudaginn kemur, 12. febrúar. Lögfræðiþjónusta BENEDIKT ÚLAFSSON HDL. Hafnarstræti 94 - Sími 24602 v*S . 93S®!5 MALNING öllum regnnogans iatvQ>'<'v|itum og annað til híbýlaprýði Islendingur Sjúkrafhitningar aldrei fleiri Ekkert bruna- útkall en annríki í sjúkraflutningum Ekkert brunaútkall var hjá Slökkviliði Akureyrar í sl. mán- uði, en aftur á móti var mikið annríki í sjúkraflutningum. Hafa sjúkraflutningar aldrei verið fleiri á einum mánuði, en þeir voru 124, þar af 37 utan Akureyrar. Á sl. ári voru sjúkra flutningar rúmlega 80 á mánuði og hæst höfðu flutningar kom- ist áður á mánuði í 107. í 12 til- fellum var um bráðatilfelli að ræða, þar af 5 slys. Fjórum sinnum kom það fyrir í mánuð- inum að báðir sjúkrabílarnir væru úti samtímis. I síðasta blaði sögðum við frá reykskynjurum, sem brunaverð ir hafa til sölu. Mishermt var að þeir seldu þá á Slökkvistöð- inni. Þeir sem hafa hug á að koma sér upp slíkum reyk- skynjurum verða að sækja brunaverðina heim, eða hringja til þeirra. Sjá þeir um að koma með skynjarann og gefa þá gjarnan leiðbeiningar um upp- setningu. Arshátíð Sjálfstæðis- félaganna 29. febrúar Árshátíð Sjálfstæðisfélaganna verður haldin í Sjálfstæðishús- inu föstudaginn 29. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 19:30. Margt verður til skemmtunar á árshátíðinni, en dagskráin verð- ur auglýst nánar síðar. Skrifstofa Sjálfstæðisfélag- anna að Kaupvangsstræti 4 er opin tvo daga í viku, á mánu- dögum og miðvikudögum frá 4- 6 sd. Þessa skemmtilegu mynd tók Skapti Hallgrímsson í leik Þórs og Grindavíkur í 1. deild kvenna í fslands- mótinu um fyrri helgi. Lauk leiknum með yfirburða- sigri Þórs, en um sl. helgi mættu Þórsstelpurnar stöllum sínum úr KR og urðu þá að bíða lægri hlut. Eins og myndin sýnir þá eru tilþrifin ekkert síðri hjá kvenfólkinu en körlunum - nema síður væri. Nánar er fjallað um íþróttir helgarinnar á bls. 6 í blaðinu. JC Akureyri 10 ára Stofna annaö JC félag Félagið JC Akureyri hefur starfað hér í bæ sl. 10 ár og mun halda upp á þau tímamót í marsmánuði nk. JC er félagsskapur ungs fólks, sem starfar að þjálfun einstaklingsins í ýmsum undir- stöðuatriðum félagslegra sam- skipta, svo sem í fundarstörfum og fundastjórn, nefndastörfum, ræðumennsku og rökfimi. Síð- an fá menn tækifæri á því að taka þátt í og stjórna ýmsum verkefnum, sem koma byggðar- laginu, landi eða þjóð til góða. Margir Akureyringar hafa kynnst JC af eigin raun á þessum lOárum, oghaftafbæði gagn og gaman. Við, sem erum nú í JC Akureyri, viljum því að enn fleiri fái að kynnast JC. Þess vegna ætlum við að stofna annað JC félag hér á Akureyri innan skamms. Til þess að svo geti orðið leitum við til þín, ef þú ert á aldrinum 18- 40 ára, en það er skilyrði fyrir inngöngu í félagið, og bjóðum þér á kynningarfund um JC. Þessi kynningarfundur verð- ur haldinn i félagsheimili JC Akureyrar, þriðjudaginn 12. febrúar nk. og hefst kl. 20. Félagsheimilið er á annarri hæð í Amarohúsinu. Rúmlega 600.000 manns íyfir 80 þjóðlöndum eru nú í JC hreyfingunni. Af hverju kemur þú ekki í þeirra hóp. Útbreiðslunefnd JC A kureyrar. Kristjání Jóhanns- syni vel tekið í Kaup- mannahöfn Kristján Jóhannsson, söngv- ari, hélt tónleika í Kaup- mannahöfn sl. miðvikudag. Fékk Kristján góða aðsókn og undirtektir áheyrenda, en tneðal þeirra var Einar Ágústsson, nýskipaður sendi herra íslands í Kaupmanna- höfn. Skömmu fyrir utan- förina hélt Kristján tónleika í Gamla bíói í Reykjavík og var húsfyllir. Tókst Krist- jáni vel upp, fékk góðar við- tökur og varð að syngja mörg aukalög. Frá Kaup- mannahöfn hélt Kristján til áframhaldandi náms til Ítalíu. Frá fundi J.C.A. með Hirti Eiríkssyni framkvæmdasljóra MÁLFLUTNINGSSTOFA Björn Jósef Arnviðarson hdl. Hafnarstræti 108 Síltli 25919 Hverskyns lögfræði- þjónusta iftH BlHRmiSON / ÚRSMIÐUH IWB Allar gerðir úra WÞ Verð kr. 10-200 þús. Kaupvangsstrmti 4 - Slml 24175 - Akurayrl

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.