Íslendingur


Íslendingur - 06.02.1980, Blaðsíða 7

Íslendingur - 06.02.1980, Blaðsíða 7
• Messur Akureyrarkirkja: Messaö sunnudaginn 10. febrúar kl. 14.00. - P.S. Lögmannshlíöarkirkja. Messað veröur nk. sunnudag kl. 2 e.h. - Bílferð verður úr Glerárhverfi kl. 1.30. - B.S. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju verður nk. sunnudag kl. 11 f.h. - öll börn velkomin. - Sóknarprestar. • Samkomur Hjálpræðisherinn. Sunnudaginn 10. febrúar kl. 13.30 sunnudagaskóli, kl. 17 samkoma. - Mánudaginn 11. febrúar kl. 16 heimilissam- band. Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20.30 hjálparflokkur. Ath. 10.-18. febrúar BARNAVIKAN. Barnasamkomur hvern dag kl. 17.30. Fjölbreytt dagskrá. Allir velkomnir. Kristniboöshúsið Zíon: Sunnudaginn 10. febr. Sunnu- dagaskóli kl. 11. öll börn vel- komin. Fundur í Kristniboðs- félagi kvenna kl. 4. Allar konur velkomnar. Samkoma kl. 20.30 Ræðumaður Reynir Hörgdal. Allir velkomnir. • Félagslíf I.O.O.F. - II - 1612881/2 □ RÚN 5980267 - 1 Lionsklúbburinn Hængur. Fundur fimmtudaginn 7. febr. kl. 19.15 í H-100. Lionsklúbburinn Huginn. Fundur á Hótel KEA fimmtu- daginn 7. febrúar kl. 12.15. Aðalfundur N.L.F.A. verður haldinn laugardaginn 9. febr. kl. 2 sd. í kaffistofu Amaro. Mætið vel og takið með ykkur nýja félaga. - Stjórnin. Leiöbeiningarþjónusta SAA er í Geislagötu 5 (Búnaðar- bankahúsinu) 3. hæð mánu- daga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 16-18. Síminn er 25880. r sma auglýsinga markaður Til sölu: Moskvits, árgerð 1972, ekinn 25 þús. km. Bíll í góðu lagi. Uppl. í síma 25956. Til sölu: Toyota Corolla, árg. '77. Ekinn 36 þús. km. Upplýsingar í síma 25824 eftir kl. 7.00. Til sölu: Ford Bronco, árg. 1974, 6 cyl., ekinn 35.700 km. BÍLASALAN HF. Sími 21666. Gætíð barnanna Framhald af opnu. • Margt af þessu á ekki við í bœ sem Akureyri Hér að framan hef ég ýmist komið með eigin vangaveltur eða vitnað í sænskar rannsókn- ir á umferð. Mér er ljóst, að margt af þessu á ekki við í bæ á stærð við Akureyri. Tilgangur minn er ekki að koma með full- unnar hugmyndir, heldur vildi ég einungis vekja athygli á atrið- um, sem ef til vill er vert að ræða. Rétt er að geta þess, að nokk- uð virðist það mismunandi hvernig menn vilja auka um- ferðaröryggi. í Danmörku virð- ist t.d. sú skoðun vera ríkjandi nú, að þar sem aðgreining bíla og gangandi fólks næst ekki sé rétt að „mýkja“ umferðina. Með þessu er átt við t.d. að minnka umferðarhraða í íbúða- hverfum og sjá til þess með alls kyns hindrunum að það takist. Hugmyndin er sú, að bíllinn fari um á skilmálum hinna fótgang- andi en ekki öfugt. Ef hugsað er um hinn gífurlega þyngdar- og hraðamun, þ.e. t.d. 20 kíló- gramma barn á móti tveggja tonna málmflykki, þá finnst manni ekki ósanngjarnt, að Davíð setji Golíat leikreglur. Síðastliðið sumar þinguðu norrænir umbættislæknar í Kristiansand í Noregi. Þar var rætt um samband umhverfis og heilsu og bar umferðarmál ósjálfrátt á góma þá. Borgar- læknirinn sýndi þingheimi borg ina. Þar hefur t.d. hámarks- hraði verið lækkaður niður í 30 km/klst í íbúðahverfum. Til þess að minna ökumenn á er auk umferðarmerkja sett „þvottabretti“ í malbikið þegar ekið er inn í hverfin. Við þetta fer bíllinn að titra og ökumað- urinn hægir ósjálfrátt á sér. Auk þessa eru settar hvilftir eða hæðir í malbikið á hættustöð- um eða þar sem akbrautir geta freistað ökufanta. Sem dæmi um, hve óttinn við bílinn getur lagst þungt á barns- sálina, má nefna að samkvæmt nýlegri rannsókn, sem gerð var á nokkur þúsund skólabörnum í Noregi, kom í ljós að um helm- ingur 7 ára barna er á degi hverjum haldinn ótta við að deyja í umferðarslysi. Þetta kemur ekki á óvart, þegar haft er í huga, að börnin frétta af slysum á jafnöldrum sínum og flest verða slysin innan við 100 metra frá heimilinu. • „í guðanna bœn- um gœttu þín á bílunum“ Síðustu orð foreldra áður en börn fara í skólann eru gjarnan: „í guðanna bænum gættu þín á bílunum“. Það gerði ef til vill meira gagn, ef ökumaður fengi eftirfarandi áminningu í hvert skipti, sem hann sest undir stýri: „Fyrir alla muni, vertu varkár og gættu þín á börnunum.“ Góðir bæjarbúar. Við skul- um leggja megináherslu á það, að bifreiðin er dauður hlutur, sem maðurinn á að hafa algjör- lega á valdi sínu. Við þurfum að útrýma þeim hugsunarhætti, sem því miður er raunhæfur í dag, að bílarnir séu eitthvað, sem við þurfum sí og æ að óttast. Við eigum ekki að þurfa að vera með lamandi hjartslátt eins og bráð, sem flýr undan villidýri í frumskógi. Umferðar- menning, þar sem farartækin líða hægt og jafnt áfram án ógnunar, er draumur, sem auð- velt ætti að vera að gera að raunveruleika hér á Akureyri. 2. febrúar 1980. Ólafur Hergill Oddsson, héraðslæknir. Gott úrval af fallegum gólfteppum Einnig stök teppi baðmottusett Það borgar sig að líta inn í Vöruhús KEA - Teppadeild HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI Hverja vantar vinnu? ■ Kerfisfræðingur Viðskiptafræðingur Iðnaðardeild Sambandsins Akureyri óskar eftir að ráða sem fyrst kerfisfræðing, viðskiptafræðing eða mann með hliðstæða menntun og.starfs- reynslu í meðferð tölva. Starfið er að hluta í tölvudeild, en jafnframt unnið að ýmsum sjálfstæðum verkefnum. , Upplýsingargéfurstarfsmannastjóri í síma 21900. SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Iðnaðardeild - Akureyri Starfskraftur í mötuneyti Vegagerð ríkisins óskar eftir að ráða verkstjóra í mötuneytið að Miðhúsavegi 1. Umsóknum skal skila til Vegagerðar ríkisins, Mið- húsavegi 1, Akureyri, fyrir 20. febrúar. Upplýsingar í síma 21700. Hittið vini og kunningja í vistlegu umhverfi! Fjölbreyttur kvöldverður ávaUt til reiðu eftir yðar hentugleikum! Frábœr hljómsveit og þjóruista! SJALFSTÆÐISHUSIÐ ÍSLENDINGUR - 7

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.