Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Page 5

Morgunn - 01.12.1977, Page 5
SÉRA SIGURÐUR HAUKUR GUÐJÓNSSON: ÞANKABROT VIÐ KISTU HAFSTEINS BJÖRNSSONAR MIÐILS 1 huga mér er mynd af litlum snáða, 8 ára gömlum, sem með grátstaf í kverkum og bænarorð á vörum reynir að sann- færa móðurhjartað um, að það sem hann segist sjá og heyra sé rétt, sé satt, — raunveruleikinn sjálfur í engu minni en sá er þau hrærðust i. Vist vildi hún trúa, mega trúa því að sonurinn hennar ungi væri heill, það væru ekki skuggamynd- ir skemmds heila er hann lýsti, — hana langaði til að hrifast með honum, er hann greindi frá furðudýrð álfheima og sagði frá skrítnum háttum ibúa holta og hlóma. Hitt var verra, er hann ræddi við þá sem grafnir höfðu verið í moldu og biðu upprisunnar þar. Var það ekki von, að hún sussaði á hann, reyndi að koma í veg fyrir að aðrir heyrðu, reyndi að venja hann af því að yrða slíkar fjarstæður. En á þessari stundu hvíslaði Guð í hjarta hennar: Vertu ekki svona hrædd, sonur þinn er heill, það sem hann segist sjá er raunveruleikans blik í faðmi mínum. Og heili hennar hvíslaði: Ekkert minni, eng- inn skáldskapur getur dregið fram slíkar myndir, aðeins raun- veruleg sjón á raunveruleikans stundu. Og er hún kyssti á tárvota kinn drengsins þessu sinni, þá bjarg hún hjarta hans frá því að bresta. Víst var hún hrædd eftir sem áður, hrædd við ógnandi myrkur þeirra kenninga sem kenndu sig með röngu við Krist, dæmdu í hroka sumar gjafir Guðs á bálið, eða dæmdu vitskerta þá, sem örlagadísir höfðu fært aðrar vöggugjafir en þa'r sem flestum eru gefnar til venjulegs lull- gangs gegnum lífið. Já, allt í einu vissi hún, að Guð átti er- indi við hana gegnum gjafirnar í brjósti litla snáaðans, sem

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.