Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Side 56

Morgunn - 01.12.1977, Side 56
134 MORGUNN eggjaðar, eins og kjarnorkan. Vísindamenn gera sér þetta allt saman að sjálfsögðu fyllilega ljóst. Þeir sitja í háum söðli. Það er þess vegna einnig skiljanlegt, að þeir telji sig þurfa að fara varlega með skoðanir sínar- Og þá ekki síst, þegar komið er út fyrir mörk þekkingar þeirra og fyrirbæri fara að gerast, sem samkvæmt kenningum þeirra eiga ekki að geta átt sér stað. í þessum erindum mínum hef ég sýnt fram á með dæmum, hve gífurleg og undursamleg öfl búa með sumum mönnum. Það þarf engan að undra þótt vísindamönnum gangi erfiðlega að trúa þessu og neiti jafnvel að horfast i augu við sannreynd- irnar stundum, þegar á hólminn er komið, eins og dr. Wander- man, þegar hann liorfði með eigin augum á uppskurði Ant- onios Agpaoa á Filippseyjum.* Lærðir menn finna grundvöll þekkingar sinnai' hrikta undir sér, þegar þeir sjá með eigin augum sum viðurkennd lögmál eðlisfræðinnar þverbrotin, eins og þau væru frá upphafi hreinn misskilningur. Þetta er ekki nema mannlegt. En það er liins vegar spursmál, hvort það er hj^ggilegt, þegar til lengdar lætur. En nú hefur skapast ný vísindagrein, dulsálarfræðin, sem eingöngu fæst við rannsókn- ir ýmis konar yfirskilvitlegra afla í manninum og æ fleiri taka nú höfuðið upp úr sandinum. Margir þeirra vísinda- manna nútímans sem persónulega hafa gengið úr skugga um raunveruleik þessara sálrænu afla, hafa sýnt þá vitsmuni að hefja rannsóknir á því með hverjum hætti þessir undarlegu hæfileikar gætu orðið vísindunum að liði t. d- í baráttu þeirra við sjúkdóma þá, sem mannkynið hrjá. Árið 1967 kom út bók, sem mikla athygli vakti. Heitir hún á ensku fírmkthrough to Creativety og er eftir tyrk- neska konu, sem er sérfræðingur í tauga- og geðsjúkdómum, Shafic.u Karakullu, að nafni. t bókinni skýrir höfundur frá árangri af átta ára rannsóknum sinum á sviði þess sem hún kallar æðri skynjun (Higher Sense Perception). Höfundur hefur komist að þeirri niðurstöðu, að sálrænir hæfileikar séu miklu algengari en almennt hefur verið álitið, og að þúsundir * Sjá grein i Morgni, sumarhefti 1975 um undralækningar á Filippseyjum.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.