Morgunn


Morgunn - 01.12.1977, Page 69

Morgunn - 01.12.1977, Page 69
JÓFRlÐUR G. S. JÓNSDÓTTIR: „ÞETTA ER BRÓÐIR ÞINN“. Árið 1939 dreymdi mig lítinn draum, sem veitti mér mikla ánægju. Ég átti þá heima norður í landi og fjölskyldan, sem ekki var stór, bjó í einu herbergi og eldhús var í kjallara. Mig dreymdi, að lítill drengur væri fyrir utan og horfði hann á mig inn um gluggann. Ég stóð og starði á þetta barnsandlit, sem mér fannst svo undur fagurt. Þá fannst mér einhver segja, en þó alveg hljóðlausri röddu. „Þetta er bróðir þinn.“ Ég hafði misst þrjá bræður, alla unga. En ein- hvern veginn vissi ég að þetta myndi vera sá þeirra, sem yngstur var. Ég varð svo óumræðilega glöð, að sjá hann þarna og ætlaði út að fá hann inn til mín. En þá hvarf hann og ég vaknaði. 1 marga daga á eftir var ég með óvenjulega fagnaðartilfinningu í sálinni. Og einhvern daginn varð þetta litla ljóð til. DRAUMStN Oft hef ég angritö verið °g yfir því hrygg og sár, að eiga hér engan bróður, öll þessi löngu ár. Víst er þó vitund betra «0 vita um brœÖur þrjá, sem á ég í öÖrum heimi englum og GuSi hjá.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.