Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Side 45

Morgunn - 01.12.1981, Side 45
ÞORBJÖRN ÁSGEIRSSON: SAMTALSÞÁTTUR UM STJARNLlFIÐ S. Hvaða tilgangi þjónar Nýalskenningin? Þ. Að yfirvinna helstefnuna og beina mannkyninu í líf- stefnuátt. S. Hvernig má það vera, að nýalsstefna geti leyst slík- an vanda? Þ. Það eru tvö öfl sem berjast um völdin: helstefnan, sem leiðir til vítis, og lífstefnan, sem er vegurinn til ljóss- ins og þekkingarinnar. Það hefur komið í ljós, eins og flestir vita, að trúin hefur ekki staðið sig sem skyldi gegn helstefnunni, vegna þess að eðli mannsins er viljinn til að auka þekkingu sína en ekki að trúa í blindni. Eini rétti farvegurinn er að leita á náðir viskunnar, sem kenning dr. Helga Péturss byggist á, og er undirstaða á áframhaldandi rannsóknum. S. Hvernig í ósköpunum er mögulegt að halda þvílíku fram og ætla sér síðan að standa á slíku? Þarna er greini- lega um óskhyggju að ræða. Þ. Það er vitað að dr. Helgi Pjeturss var merkur jarð- fræðingur og viðurkenndur sem sérstaklega glöggur vís- indamaður. Hvernig getur þá nokkur maður haldið því fram með góðri samvisku, að þessi kenning hans sé i’öng, án þess að hafa kynnt sér hana til hlítar? S. Með hvaða hætti er best að fræðast um þessi mál- efni?

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.