Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Side 53

Morgunn - 01.12.1981, Side 53
SAMTALSÞÁTTUR UM STJARNLÍFIÐ 147 1. Draumgjafaskipti. 2. Missýnisdraumar. 3. Sambandsskynjanir draumgjafans. 4. Sambandsskynjanir dreymandans geta samtímis verið til annarra en draumgjafans. 5. Þegar dreymandinn er á milli draums og vöku, skynjar hann umhverfi sitt að einhverju leyti gegnum svefn- inn. Einnig getur hugur hans blandast inn i drauminn. 6. Stillilögmálið. Hver sem er getur verið stillir dreym- andans, ættingjar, vinir, ókunnugir eða hann sjálfur. Stillirinn veit sjaldan sjálfur þegar hann stillir dreym- andann inn á ákveðinn draum. Hugsunin og geislunin frá stillinum hefur náð áhrifum á tilvonandi dreym- anda þannig, að hann stillir hann inn á ákveðinn draum. Það þarf ekki annað en að maður gangi framhjá öðr- um til að stilla hinn inn á ákveðinn draum, sem hann síðan dreymir þegar hann sofnar. Dreymandinn getur einnig stillt sjálfan sig inn á ákveðinn draum, ef það er eitthvað, sem liggur honum á hjarta. Þá stillist hann inn á svipaðan draum, sem draumgjafi uppfyllir, — það sem hugur dreymandans stefnir til. 7. Djúpur og laus svefn. Að lokum vil ég geta þess sem stendur í Ennýal, bls. 186. Dr. Helgi Pjeturss segir: „Þó að sumum kunni að koma það undarlega fyrir sjónir, þá er það víst, að vissan er stórum vísindalegri en efasemdin, og eintómar efasemdir hafa áldrei leitt til stórra uppgötvana. En það sem muninn gerir er, að hve miklu leyti menn hafa hœfileikann til að vera ekki vissir fyrr en rétt er að vera það.“

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.