Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Side 81

Morgunn - 01.12.1981, Side 81
ritstjórarabb 175 VII. Leilað frétta Mikilsvert er það fyrir ritstjóra að frétta frá lesend- um, fá athugasemdir og nýtilegar ábendingar. Efni er vel þegið, greinar, fréttir og frásagnir. Hafa ber í huga, að áhugamál okkar er margþætt. Þótt strangar kröfur séu gerðar til vísindamanna, sem eru á höttunum eftir nýjum og óvéfengjanlegum staðreyndum, er engin ástæða að hunsa lýsingar á forvitnilegum fyrirbærum og athyglis- verðri reynslu. Kúnstin er að gleypa ekki við öllu, þótt lagt sé við hlustirnar. Áreiðanlegasti vörðurinn gegn vill- um og misskilningi er þekking á því besta, sem ritað hefur verið um dulsálarfræði og skyld efni. Stutt fréttabréf í Morgni frá félögum um allt land yrðu vafalítið öðrum félögum hvatning og góður hugmynda- sjóður í félagsstarfseminni. VIII. Nýr biskup yfir Islandi Islenska þjóðfélagið er lítið og fábrotið miðað við stóru löndin þar, sem ægir saman fólki úr öllum heimshornum. Allmörg ár átti ég og fjölskylda mín heima í Montreal í Kanada. Þar hóf dóttir mín skólagöngu sína í fjölmennum skóla barna sem flest töluðu tvö tungumál, ensku eða frönsku í skólanum og svo móðurmál foreldranna, þegar heim var komið. Fjöldi þessara tungumála heima fyrir var víst tuttugu og sex. öll helstu trúarbrögð heims áttu sína stuttfættu fulltrúa í skólanum. f slíkum þjóðfélögum eru margir andlegir leiðtogar, hver fyrir sínum flokki meðan hefðir haldast — hvað sem síðar verður. Hér á landi er nánast ein trú, ein kirkjudeild, ein kirkja, sem allir þekkja, svip hennar í dag og sögu frá upphafi. fslendingar aðhyllast kirkju sína ámóta mikið og þjóðfélagið, en hvorutveggja áskilja þeir sér rétt til að finna að — í von um betri kirkju og betra þjóðfélag. Gagn-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.