Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 12

Morgunn - 01.12.1989, Blaðsíða 12
KENNINGAR SILVER BIRCH MORGUNN Og síðan varð ég að leiðbeina honum til skilnings á þessum sannleika andans. Fyrst leiddi ég hann til þess að kynna sér hin margvíslegu trúarbrögð í efnisheimi ykkar, þar til hugur hans gerði uppreisn og fór að verða það sem í ykkar heimi er kallað að vera trúleysingi. Og þegar það tímabil hafði lokið hlutverki sínu í hinni huglægu vakningu, þá var hann reiðubúinn fyrir ætlunarverk mitt, sem var að tala í gegn um hann. Ég leiðbeindi honum til fyrsta miðilsfundar hans. Ég hjálp- aði honum til þess að komast í fyrsta þróunarhringinn. Og þar, í þeim krafti sem var til staðar — gerði ég fyrst vart við mig — reyndar mjög ófágað og hversdagslega, en það var samt sem áður mjög mikilvægt, og mælti þar mín fyrstu orð í heim efnis- ins í gegnum talfæri annars. Frá þeim degi lærði ég sífellt betur og betur að ná tökum á starfstæki mínu, þar til þeim árangri varð náð, sem þið sjáið nú. Við höfum náð það langt að ég get komið öllum hugmynd- um mínum til skila og alltaf skilið frá það sem tengist eigin per- sónuleika miðilsins. Og nú vildi ég gjarnan segja ykkur eitthvað frá hugsjón minni. Þeir sögðu við mig: „Þú verður að fara í heim efnisins og, þegar þú hefur fundið þér starfstæki, þá verður þú að beina til hans samsinna sálum sem vilja aðstoða þig við að koma skilaboðum áleiðis. Ég leitaði og fann ykkur öll og leiddi ykkur saman. En stærsta vandamálið sem ég stóð frammi fyrir var það að ég varð að velja á milli þess hvort ég vildi koma aftur til þess að færa ykkur þær sannanir sem heimur ykkar þarf til þess að verða ánægður sjálfur — og þá meina ég efnislegar sannanir, ekki andlegar, því heimur ykkar skilur þær ekki — eða hvort ég kæmi sem kennari og kenndi sannleikann. Ég kaus erfiðari kostinn. Ég sagði að eftir öll þessi löngu ár með öllum þessum marg- víslegu reynslutímum sem ég gekk í gegnum í heimi andans, myndi ég snúa aftur og reyna að höfða, með hjálp kærleikans, til þeirra sem ég ætlaði að reyna að kenna. Ég myndi höfða til skynseminnar og dómgreindar þroskans, þróaðra og þess sem 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.