Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Side 13

Morgunn - 01.12.1989, Side 13
MORGUNN KENNINGAR SILVER BIRCH þið kallið menntaðra huga. Ég myndi láta í ljós boðskap and- ans í öllum einfaldleika sínum. Ég myndi ekki segja neitt sem ofbyði skynseminni. Ég myndi kappkosta að auðsýna kærleika, aldrei átelja í reiði en höfða alltaf til kærleikans og sanna með boðorðum, dæmum og öllu því sem ég kvaðst vera — boðberi andans mikla. Og ég lagði á mig byrði hlutleysisins svo ég myndi ekki skapa áhrif með tignum persónuleika, titli, stöðu eða frægð, heldur yrði dæmdur af því sem ég segði og gerði. Þegar ég var á hinum hærri sviðum á síðustu hátíð, þá hrósuðu þeir mér og kváðu mig hafa náð miklu af ætlunarverki mínu. Þá féllu gleðitár niður kinnar mínar. En hlutverki mínu er enn ólokið. Fleira þarf að gera. Vegna starfs sem aðrir hafa innt af hendi — þess sama og við erum að gera — þá er komið meira ljós í efnisheim ykkar, hamingjan er meiri, tárin færri. Við höfum unnið áfangasigur yfir dapurleikanum. Við höfum komið mörgum til þess að leyfa æðra sjálfi sínu að birtast í lífi þeirra. Við höfum hrakið brott margar rangfærslur hins liðna er hafa hulið augu manna fyrir réttlæti og sannleika. Við höfum hjálpað til við að frelsa marga úr fjötrum græðgi og kreddna sem hefur þjakað heim ykkar í svo mörg ár, forsmánað skynsemina með bjánalegri fá- kænsku sinni. Við höfum leitast við - og tekist í nokkrum mæli - að kenna kærleika og visku hins mikla anda, ekki af hlutdrægni, ekki af gremju, hefnigirni og reiði, ekki með drepsóttum og pestum. Við höfum leitast við að nefna Nasaretmanninn sem stórkost- legt dæmi. Og margir hafa áttað sig á þeirri skynsemi er býr í kenningum okkar. Mikið starf hefur verið unnið en betur má ef duga skal. Það er stríð í efnisheimi ykkar, stríð sem ekki þyrfti að vera, því ef heimur ykkar þekkti þennan sannleika og lifði eftir honum þá myndu menn ekki deyða. Menn hungrar, þó gjafmildi andans mikla bjóði upp á gnægðir matar. Til eru hreysi þar sem börn andans mikla neyðast til að búa í, svipt fersku lofti, ófær um að ná til heilsusamlegra geisla sólarinnar, neydd til að lifa án nægilegs viðurværis. Þar er skortur, eymd og volæði. 11

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.