Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Síða 19

Morgunn - 01.12.1989, Síða 19
MORGUNN KENNINGAR SILVER BIRCH um, bregst það við hugsunum okkar og fær það hugskeyti frá okkur? Sv.: Vakningin kemur þá aðeins þegar upp rennur skilning- ur. Ef þú hefur þekkinguna þá kemur vakningin mun fyrr en ella. Við verðum að berjast gegn vanþekkingu, misskilningi, hjátrú, fölskum kreddum og röngum guðfræðikenningum, því ekkert af þessu stuðlar að því að undirbúa sálina fyrir hið nýja líf hennar. Áður en þessi sigur er unninn verður sálin sjálf að venja sig við smám saman og þá er um að ræða langan hvíldar- tíma. Eins og þið hafið sjúkrahús í ykkar heimi fyrir særða og meidda líkami þá þurfum við að meðhöndla særðar og skaðað- ar sálir. En þegar einstaklingur hefur skilað dyggri þjónustu og kærleikur, góður vilji, ástúð og bæn fylgja honum yfir í minn heim þá verður vakningin hraðari en ella því allar þessar tíðni- sveiflur hjálpa honum. Sp.: Hvað verður um persónu sem deyr án þess að trúa á eilíft líf en telur að dauðinn sé endir alls? Sv.: Þar sem þið getið ekki dáið, vegna þess að það er and- stætt lögmálinu, þá verður þessi persóna að vakna upp og horfast í augu við staðreyndirnar. Hversu langan tíma það tek- ur viðkomandi að gera sér grein fyrir æðra lífi fer eftir þroska- stigi sálar hans hversu langt hún er komin á þróunarbrautinni og hvernig hún getur stillt sig inn á hinar nýju aðstæður. Sp.: Verður andlátið erfitt fyrir svona manneskjur? Sv.: Það, aftur, fer eftir þróun sálarinnar. Umskiptin frá ykkar heimi yfir í minn eru venjulega ekki erfið, vegna þess að vanalega er sá sem er að deyja sér ekki meðvitaður um breyt- inguna. Það eru aðeins þroskaðar sálir sem fylgjast með um- skiptunum úr heimi efnisins yfir til æðri heims. Sp.: Ef slík manneskja hefur verið góðlynd mun hún þjást á einhvern hátt fyrir það að trúa ekki á sannleikann á framhalds- líf, jafnvel þó að henni hafi verið sagt frá því? Sv.: Góður, slæmur, ég veit ekki hvaða merkingu þessi orð ’hafa. Það mun eingöngu fara eftir því lífi sem viðkomandi hef- ur lifað, þjónustunni sem hann hefur innt af hendi, þeim tæki- 17

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.