Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Side 47

Morgunn - 01.06.1991, Side 47
morgunn „Ó, Nikkólína!" Þá segir fröken Jóna: „Já, en hann Grétar er víst á skrifstof- unni hjá honum." En um það hafði ég þá enga hugmynd. Urðum við nú báðar mjög spenntar og undrandi og ákváðum að hringja daginn eftir niður á Landlæknisskrifstofuna og reyna að ná tali af Grétari Fells. Næsta morgun hringdi ég svo niður á skrifstofuna - og þó með hálfum hug, því að ekki þekkti ég Grétar neitt persónu- lega og vissi ekkert um hvernig hann myndi taka svona sendingu. Þegar Grétar kemur í símann segi ég honum að ég sé með orðsendingu til hans, sem ég vilji ekki bregðast að skila, þótt nokkuð einkennilega standi á henni og spyr hann hvort hann hafi nokkuð þekkt Nikkólínu Árnadóttur. Kannaðist Grétar strax við nafnið og kveðst hafa þekkt Nikkólínu vel. Sagði ég honum þá að ég hefði verið á miðilsfundi hjá Láru. Þar hefði Nikkólína komið fram og beðið mig að skila kveðju til hans. Enn fremur hefði hún gefið mér upp þetta síma- númer, en sjálf kvaðst ég ekki hafa neitt vitað um að hann ynni á skrifstofu hjá landlækni. Er skemmst frá því að segja að Grétar tók þessari kveðju- orðsendingu mjög vel. Seinna komst ég að því að Grétar hefði gert hlýleg og fögur erfiljóð eftir Nikkólínu og hefur hún sennilega viljað á einhvern hátt votta honum þökk sína. Að lokum vil ég geta þess að sökum þess að ég var alveg ókunnug aðstandendum Nikkólínu, eða þeim sem stóðu að útför hennar, átti ég ekkert við það að leita mér upplýsinga um hvaða sálmar hefðu þá verið sungnir. En lítil ástæða er hl að ætla að þar hafi ekki allt getað staðið heima - rétt eins og með símanúmerið hjá landlækninum. 45

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.