Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Side 74

Morgunn - 01.06.1991, Side 74
Peter West: HVAÐ ER LÍFRITMI? Veistu hvað lífritmi er? Hvernig er hann? Hvernig er hann skrdður? Peter West svararliér þessum spurningum ogfleirum. Það er okkur öllum nauðsynlegt að komast vel af við aðra en það getur stundum verið svolítið erfitt. Við kunnum að sýna ergelsi í garð einhvers sem við höfum hitt í fyrsta sinn eins og að það sé eitthvað sem ekki alveg „falli" í munstrið. Með öðrum orðum, sambandið kemst í raun ekki almennilega af stað. Eftir því sem tíminn líður og þrátt fyrir allt sem við reynum þá er allt við það sama og sambandið virðist dauðadæmt. I öðrum tilfellum virðist aftur á móti allt ganga upp. Við komumst að því að við hugsum eins, hegðum okkur eins og eigum yfirleitt góðar stundir saman í félagsskap hvers ann- ars. Ef við myndum bera saman Hfritmakort okkar þá hefðum við lausnina innan seilingar. Það er rökrétt ályktun að ætla að það sem lífritminn getur gert fyrir okkur, það hljóti hann líka að gera fyrir aðra. Viðbrögðin eru auðvitað mismunandi frá manneskju til manneskju. Samt geta þau veitt okkur vissa leiðsögn varð- andi það hvernig við getum best tengst öðrum. Og það er mjög auðvelt að skilja kerfið sem notað er til þess. Líttu á þitt eigið lífritmakort. Það eru 23 dagar í líkamahringnum, 28 í tilfinningunum og 33 í þeim andlega. Þú ert kannski í fyrsta eða jákvæða stigi líkama- og tilfinn- ingahringsins, en í öðru eða neikvæða stigi þess andlega. Sú manneskja sem þú ert að reyna aðbyggja upp stöðugra samband við kemst ef til vill að því þegar hún eða hann líta 72

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.