Morgunn


Morgunn - 01.06.1991, Side 85

Morgunn - 01.06.1991, Side 85
Guðjón Baldvinsson: ÚTDRÁTTUR ÚR SKÝRSLU UM STARFSEMI S.R.F.f. 1989/1990 (Flutt á aðalfundi félagsins í maí 1990) Góðir félagar, 72. starfsári Sálarrannsóknafélags íslands er nú um það bil að ljúka. Sjötíu og tveggja ára látlaus starfsemi segir í sjálfu sér all mikið um málefni það sem við vinnum að og fyrir hjá Sálarrannsóknafélagi íslands. Einu núkilvægasta ef ekki mikilvægasta málefninu í okkar heimi, eins og það hefur stundum verið nefnt. Og myndi þessi áhugi þjóðarinnar hafa staðist svo vel sem raun ber vitni, þessara 72ja ára tímans tönn ef grunnur málefnisins væri reistur á sandi, ef aldrei kæmi það eitthvað fram í starfinu sem sannfærði fólk um áframhaldandi líf ættingja og vina og margt það fleira sem boðskapur spíritismans hefur fram að færa. Hræddur er ég um að svo væri ekki. Aldur og viðgangur félags okkar er því út af fyrir sig mikil sönnun þess að hér er svo sann- arlega um afar raunveruleg málefni að ræða. Vafalaust hafa á þessum liðnum 72 árum skipst á upp- gangstímar og aðrir þar sem minna hefur verið um að vera. Sb'kt hlýtur að vera lögmál í flestri félagsstarfsemi. Nú jíegar horft er yfir þetta 72. starfsár Sálarrannsóknafé- lags Islands sést að slíkir uppgangtsímar eru í starfseminni að það nánast liggur við að mann setji hljóðan á stundum. Við í stjórninni erum vart búin að meðtaka nýjar upplýs- ingar um fjölda einstaklinga í félaginu hjá skrifstofustjóra þess þegar hún er komin aftur með nýjar tölur, nánast örfáum vikum seinna og er þá verið að tala um tölur sem jafnvel skipta hundruðum. Enda hefur fjöldi félagsmanna 83

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.