Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Side 48

Morgunn - 01.06.1996, Side 48
MORGUNN og henni fannst hún lifa í tveim heimum. Hún varð foringi í sínu hverfi og þegar stríðið braust út var Hitlersæskan látin vinna hvers kyns hjálparstörf, m.a. meðal hermanna sem höfðu særst. „Eg hafði haldið trúnni öll æskuárin,“ segir Renate. „Eg bjó mér aldrei til mynd af Guði, en hann var þarna. Þegar ég bjó í þorpinu nálægt Munchen var þar kaþólsk kirkja sem ásamt helgistöðunum sem voru þar um allt, hélt lífi í þeim trúarneista sem brann svo glatt í barnæsku minni. En þegar ég varð stúdent, truflaði hann mig þessi krossfesti maður, en róin sem hvíldi yfír búddalíkneskinu heillaði mig. Ég hafði í mörg ár búddalíkneski í herberginu mínu. Mér var ljóst að ég þarfnaðist Guðs sem segir við mig: „Þótt þú hlaupir frá mér og afneitir mér, þá bíð ég eftir þér.“ Þegar til kom var það ekki Búdda sem gerði það, heldur sá krossfesti. Faðir minn sagði eitt sinn við messu að eitt barna sinna hefði spurt sig mikilvægustu spurningar kristilegs lífs um krossfestinguna: „Hvar var þá Guð? Svarið er: Guð var þar“. „Við víglínuna lá mér við að bölva Guði, en gat það ekki. Ég gerði mér ljóst að í angist og eyðileggingu stríðsins er Guð hér.“ „Hið góða er ekki til án hins illa og myrkur ekki án ljóss. Að mínu viti er það svo að ef Guð hefði ekki leyft hinu illa að vera til, þá þekktum við það ekki og værum þess vegna eins og brúður. Ef aðeins væri það góða þá væri ekkert val, hin eilífa leit mannsins að ljósi og svörum er eðlislæg, en ég held að við finnum ekki svörin hér. Ég get aðeins sagt: Þessu trúi ég. Það heftir ekki skynsemi mína, en er handan við hana. Ég verð ávallt að muna að skynsemin er máttug en ekki án tak- markana.“ Renate hætti í skóla vorið 1941 og var þá 18 ára. Þá voru loftárásir bandamanna á þýskar borgir í algleymingi og fólk flutt í stórum stíl burt úr borgunum. Hún og jafnaldrar hennar voru þjálfuð og send til ýmissa staða til að kenna og annast hin 46

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.