Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Side 59

Morgunn - 01.06.1996, Side 59
MORGUNN mála, næstu 4-5 mínúturnar eða hvernig það gerðist, því að eftir að ég byrja að taka á, og reyni að hífa mig upp á dekk (bátapall), sem ég var mjög efins um að geta, er eins og ég sofni, og hef ekki hugmynd um mig, eða hvernig ég komst innbyrðis. Eins og áður segir liðu um 4-5 min. (eftir því að dæma, hvað skipið hafði farið langt meðan á „svefninum" stóð). Þegar ég veit af mér aftur, stend ég hágrátandi og skjálfandi undir keisnum fyrir aftan stýrishúsið. Taldi ég, þegar ég var búinn að jafna mig, og kominn niður í borðsal, og tel enn, að æðri máttarvöld hafi bjargað lífi mínu. Ennþá meira sann- færðist ég, að svo hafi verið, þegar ég seinna skoðaði aðstæður og hugsaði til baka. Fannst mér alveg með ólíkindum að ég hafi getað vegið mig hjálparlaust um borð aftur, inn undir neðra rekkverkið, sem var það lágt og beint fyrir ofan, að rétt höfuðið komst undir. Sagði ég ekki frá atburðinum, fyrr en að mörgum árum liðnum, ætlaðist ekki til að nokkur maður tryði slíkri furðu- frásögn. Eg mundi vel hvað Eggrún hafði sagt mér nokkrum árum áður, og þóttist með atburði þessum, hafa fengið sönnun fyrir því, að æðri máttarvöld eru greinilega til. Thelma Másdóttir Viðvörunarbj allan Þegar þessi saga gerist erum við maðurinn minn og ég bæði útivinnandi. Við unnum í stóru fyrirtæki og áttum einn dreng tæplega árs gamlan, sem var í pössun hjá dagmömmu allan daginn. Þetta var seinnipart sumars 1989 og við fórum á fætur kl. 7 57

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.