Morgunn


Morgunn - 01.06.1996, Page 82

Morgunn - 01.06.1996, Page 82
MORGUNN fangavistin væri ákaflega erfið - þeir hafi orðið að þola pyntingar, sjúkdóma, vannæringu og innilokun - þá hafi þeir samt... grætt á þessari reynslu, hún hafi orðið þeim til aukins þroska.“ Er með þessu verið að segja að þjáningin sé nauðsynleg forsenda þess að menn finni tilgang í lífinu? Alls ekki. Miklu fremur að það sé hægt að finna tilgang þrátt fyrir þjáninguna - og jafnvel í henni, þ.e.a.s. ef hún verður ekki umflúin. Ef hægt er að komast hjá þjáningunni er mestur tilgangur í því fólginn að fjarlægja orsökina því að ónauðsynleg þjáning er sjálfspíning fremur en hetjudáð. Ef á hinn bóginn er ekki hægt að fjarlægja undirrót þjáningarinnar á maðurinn samt þess kost að ákveða hvernig hann tekur því sem á hann er lagt. Lamaður maður eftir hálsbrot var ekki útvalinn til að brjóta á sér hálsinn en hann getur valið að láta ekki það sem kom fyrir hann brjóta sig niður. Eins og fram hefur komið er tækifærið í því fólgið að breyta með skapandi hætti því sem þjáningunni veldur. En yftrburðimir felast í því að „kunna að þjást“ ef nauðsyn ber til. Dæmin sanna að „maðurinn á götunni“ - í bókstaflegri merkingu þeirra orða - er sama sinnis. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós, að þeir sem eru í mestum metum hjá flestum að- spurðum voru hvorki miklir listamenn né frægir vísindamenn, hvorki miklir stjórnmálamenn né frægir íþróttamenn heldur þeir sem hafa tekið hörðum örlögum og borið höfuðið hátt, segir Frankl. í umfjöllun um annan þátt sorglegu þrenningarinnar, þ.e. sektina, leggur Frankl út af guðfræðilegu hugtaki, sem hann segir að hafi alltaf hrifið sig. Þarna á hann við það sem kallað er mysterium iniquitatis, en það útleggst að mínu viti sem svo, að glæpir eru óútskýranlegir. Þegar öllu er á botninn hvolft eru líffræðilegir, sálrænir og/eða félagslegir þættir ekki full- 80

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.