Jazzblaðið - 01.03.1948, Side 6

Jazzblaðið - 01.03.1948, Side 6
Ólafur G. Þórhallsson: JAZZ-HUGLEIÐINGAR JAZZ Á ÍSLANDI Enda þótt jazzmúsik sé þegar orðin margra áratuga gömul, er hún nýtt fyrir- brigði hér á landi. Það eru varla meira en 8—10 ár síðan nokkur íslendingur fór að gefa gaum að jazzinum, og jafnvel enn í dag eru ekki margir menn hérlendis, sem láta sig hann nokkru skipta. Á hérvistar- árum þessa músikfyrirbrigðis hefur hópur jazzunnenda þó stækkað mikið og eflst, en það hefur einnig myndazt annar hópur, nefnilega þeirra, sem halda sig vera mikla jazzista, en vita í rauninni ekkert hvað jazz er, heldur blanda honum saman við dægurlaga- og dansmúsik. Hin almenna fávizka á jazzinum hefur skapað hinar fáránlegustu hugmyndir um hann, sem breiðst hafa út milli þeirra, sem móttæki- legir eru fyrir slíkt, og hefur þetta orðið þess valdandi að fjölmargir hafa snúizt gegn jazzmúsik. Þetta hefur jafnvel gengið svo langt, að einstaka menn hafa lagt hat- ur á hann og í blað Félags'ísl. tónlistar- manna, hafa verið ritaðar svívirðilegar niðurlægingagreinar á jazz, m. a. hefur einn af okkar betri píanóleikurum sagt þar, að spyrna beri á móti þessum ófögnuði, sem teygi sig út fyrir sinn verkahring með því að taka að láni ýmsar dýrustu perlur klassiskra tónbókmennta. Þetta sannar mjög vel, hve fáfræði manna hér er mikil á þessu sviði, því að með því að brigsla jazz-tónskáldum um að þeir steli klassisk- um verkum, vegna þess að þeir geti ekki lengur staðið á eigin fótum, sýnir aðeins hve lítið vit hans er á jazzmúsik. Klassisk lög er aldrei hægt að nota sem undirstöðu í jazzlög, enda gerist þess ekki þörf, þar eð ávallt bætist meira og meira við af sí- gildum jazzlögum. Aftur á móti hafa verið sett út lög (m. a. eftir Chopin) fyrir dans- hljómsveitir, en þau lög mundi enginn jazz- isti viðurkenna sem góðan jazz, heldur í mesta lagi lélega dægurlagamúsik, sem eins og menn vita (vonandi), getur alls ekki talizt til jazzins. Maður, sem gerir ekki greinarmun á jazz annars vegar og dægur- og danslögum hins vegar, hefur augsýni- lega engan skilning á jazzmúsik og ætti því ekki að ana út í að skrifa um hana. En það vill oft verða svo, að menn hafa gaman að hella úr skálum reiði sinnar yfir þann, sem stendur ver að vígi að því leyti að hann á sér ekkert málgagn, en vart teljast það heiðarlegar aðferðir hjá listamanni, að upphefja sína list á kostnað annarrar, .sérstaklega þegar sú síðarnefnda er ung og á sér fáa fylgismenn, en hin aftur á móti gömul í hettunni og stendur á traustum grundvelli. Að mörgu leyti er alls ekki eðlilegt að íslendingar viti mikið um jazzmúsik, eða geri greinarmun á henni og dægurlögum, því að fjöldinn allur af fólki finnst hér, sem aldrei hefur hlustað á jazzlag. Þegar ég tala um að „hlusta á“, á ég við að fara að minnsta kosti þrisvar til fjórum sinnum yfir það með athygli, því að fyrr hefur maður ekki heyrt hina réttu túlkun í gegn.

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.