Jazz - 01.09.1947, Side 13

Jazz - 01.09.1947, Side 13
TÍMARITIÐ JAZZ Útgefandi Hljóðfæraverzl. Drangey Ritstjóri Tage Ammendrup Afgreiðsla Laugaveg 58 Símar: Auglýsingar og ritstjórn 3311 Afgreiðsla 3896 ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H-F Gunnar er nú á leið til Bandaríkjanna til framhaldsnáms og óskum við alls þess bezta honum til handa. Hljómsveit Baldur Kristjánssonar var kjörin bezta litla hljómsveitin á árið 1947 og einnig var hann kjörinn næst bezti píanistinn og þar sá bezti íslenzki. Hljómsveit Baldurs er Reykvíkingum að góðu kunn og hefur leikið í Odfellowhúsinu um margra ára skeið. I hljómsveitinni eru þessir menn: Guð- mundur Vilbergsson, Trompet, Einar Wáge, Saxófón, Baldur Kristjánsson, Píanó og stjórn- andi og Karl Karlsson, Trommur. Baldur er afar fjölhæfur píanóleikari og hefur afar mikla tækni og kunnáttu til að bera, og aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru þekktir hljóðfæraleikarar. Carl Billich var kjörinn bezti píanóleikar- inn árið 1947. Billich var kjörinn bezti píanóleikarinn árið 1947. Billich hefur áður verið getið mjög ítarlega og viljum við vísa til 1. tbl. Jazz um frekari upplýsingar. Bjarni Böðvars, er var kjörinn bezti Kontra- bassaleikarinn 1947, er Islendingum kunnur af leik sínum um margra ára skeið. Carl BilHch Bjarni er mjög fjölhæfur, leikur á mörg hljóðfæri og semur lög. Hann hefur litla fjögra manna hljómsveit og hefur haft tólf manna hljómsveit síðan 1939. Nýr sextett Nýr sextett hefir nú verið stofnaður hér í bæ, og mun bráðlega byrja að leika í Mjólk- urstöðinni. Stjórnandi sextettsins er Kristján Magnús- son (Alto sax. -—■ Clarinett), Guðmundur Vil- bergs, áður með Baldri Kristjánssyni, (Trom- pet), Trausti Thorberg (Guitar), Steinþór Steingrímsson, áður með G. O. quintettinum, (Píanó) og Svavar Gestsson Trommur og Víbrafón. Þeir Kristján og Svavar eru nýkomnir frá Bandaríkjunum, en þar hafa þeir stundað nám um 15 mánaða skeið. Tímaritið Jazz mun hafa viðtal við þá fé- laga í næsta tölublað, og mun þá spyrja þá um jazzinn í Bandaríkjunum. jazz T3

x

Jazz

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.