Stundin - 01.09.1940, Page 39

Stundin - 01.09.1940, Page 39
STUNDIN 39 Höggið, sem dró Troizky til dauða Til skamms tíma bjuggu roskin, rússnesk hjón, ásamt litlum sonarsyni sínum í göml- um víggirtum kastala skammt fyrir utan borgina Mexico, höf- uðborg Mexícóríkis. Ríkislög- reglan bjóst alltaf við að eitt- hvað óvænt og ógurlegt mundi lienda þessi gömlu hjón og var á stöðugum verði um hús þeirra. Dag og nótt voru varð- menn á sveimi beggja megin við gerðið. Fólk, sem heimsótti þessi gömlu hjón, talaði rússnesku, ensku, frönsku, spænsku og hebresku. Öllum þessum málum ægði saman fyrir eyrum varð- anna, þegar gestii’nir komu og fóru. Á öllum aðkomumönnum var gerð leit að vopnum áður en þeir fengu inngöngu i húsið. Maðurinn, sem hér bjó, var Leon Trotsky, einn af upp- hafsmönnum i'ússnesku bylt- ingarinnar. Hann reyndist hafa stærsta heila, er veginn hefur verið í Mexíkó, þrjú og hálft pund. Trotsky varð sextíu og eins árs að aldri, en 28 ár æfi sinn- ar hafði hann dvalið í útlegð. Tvisvar rak rúsneski Zarinn hann í útlegð til Síberíu, en síðast gerði Stalin hann útræk- an æfilangt úr Sovét-Rússlandi 1928. Milljónir manna lögðu hlustirnar við í hvert skipti sem þessi maður talaði, millj- ónir manna hötuðu hann og fyrirlitu, en þó mun Jósef Stal- >n hafa óttast hann og hatað mest allra manna. Það gjörðist fyrir nokkrum vikum, eða kl. 5,30 eftir hádegi þann 20. ágúst 1940. Gagn- kunnugur heimilisvinur Trotsk- ys sótti um leyfi til varðmanns ins um að mega heimsækja hann, og sá ekki varðmaðurinn Trotzky á banasænginni. ástæðu til að varna honum inn- göngu frekar en endranær. Nokkrum andartökum síðar var varðamaðurinn handtekinn og fannst lík hans grafið í jörðu að nokkrum dögum liðn- um. Það var Kanadamaðurinn Frank Jackson, er beiddist inn- göngu. Hann er talinn að hafa átt efnaða að og hafði venzla- fólk hans og vinur hjálpað Trotsky um peninga síðustu misserin. Er Jackson bar að garði hitti hann Trotsky utan dyra. Var hann á stjái við hænsnahús sitt. Jackson kvaðst vera kominn til að leita upplýs- inga og nánari skýringa á grein, sem Trotsky hafði ný- lega skrifað. Trotsky tók því vel og bauð manninum inn í stofu. Þegar inn í borðstofuna kom, hittu þeir konu Trotskys, og bað Jackson hana að gefa sér glas af köldu vatni. Eftir þann beina gengu þeir inn í bókaherbergið, en Jackson var annarlegur til gangs, því hann hafði meðferðis langan og skrautbúinn hníf, skammbyssu og öxi, sem fjallgöngumenn hafa til ferðalaga. Er Trotsky sneri baki við gesti sínum, hjó hann öxinni aftan i höfuð honum og mun Jackson hafa ætlað að myrða hann án þess að hann gæfi frá sér nokkurt hljóð. Öxin hjóst inn í heila Trotskys, en hann féll þó ekki við tilræðið, heldur æddi hljóðandi um gólfið, unz hann féll við dyrnar með al- blóðugt andlit. Varðmenn utan girðingar, er heyrt höfðu neyðarópin, komu nú á vettvang, handsömuðu til- ræðismanninn og sviptu hann vopnum. Börðu þeir hann ó- spart, en kona Trotskys bað honum vægðar og sagði: „Lofið lionum að lifa, lofið honum að lifa”. Gamla konan bar sig vel á meðan maður hennar barðist við dauðann. Hið óviðjafnanlega sálarþrek Trotskys hélt í honum lífinu i 26 klukkustundir eftir axar- höggið, en þá gaf hann upp andann. Um tilræðismanninn er það að segja, að áður hafði hann verið uppvis að ýmsum minni

x

Stundin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.