Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 2 LesbókSKOÐANIR Í þessum dálki um fjölmiðla hafa dálkahöfundar síð- ustu vikurnar fjallað um nauðsyn stétta- baráttu. Mikilvægi hennar hefur ekki verið mikið til um- ræðu á síðustu ára- tugum. Sérstaklega ekki eftir að fréttir fóru að berast frá Sovétríkjunum, Kína og Kambódíu um hvernig stéttabaráttunni væri framfylgt. Hugtakið er komið frá Marx sem sagði að hagsmunir öreiga og fjármagnseigenda gætu aldrei farið saman. Undirrót vandans væri einkaeignin og tilhneiging til auðsöfnunar. Eig- endur framleiðslutækjanna (fyrirtækjanna) rændu arðinum af vinnu verkamanna sem létu það viðgangast vegna þess að þeir skildu ekki hvernig í pottinn væri búið. Marx taldi samt að að lokum myndi verkalýðurinn rísa upp, afnema einkaeignina og koma á alræði öreiganna. Lenín nennti hins vegar ekki að bíða eftir því að verka- lýðurinn næði þeim þroska að hann yrði meðvit- aður um ástandið. Byltingin gat ekki beðið. Með vopn í hendi hrifsuðu byltingarsinnar til sín völd- in, afnámu rétt manna til að eiga fyrirtæki og land og jafnvel íbúðir sínar. Þeir sem mótmæltu voru fangelsaðir eða drepnir. Löngu seinna tókst fólki í Austur-Evrópu að hrista af sér hlekki kommúnismans en hann lifir þó áfram í Kína í sérkennilegum ríkiskapítalisma. stefosk@hi.is Á meðan lærið steikist í ofninum, kartöfl- urnar sjóða í pottinum og lögð eru drög að brúnu sósunni fyrir hádegismatinn á sunnudögum er mjög heimilislegt að láta útvarpsmessuna á Rás 1 hljóma í bak- grunninum. Á morgun milli kl. 11 og 12 verður útvarpað frá guðsþjónustu í Linda- kirkju í Kópavogi. Séra Sigurjón Árni Eyj- ólfsson prédikar og séra Guðni Már Harð- arson þjónar fyrir altari. Á pálmasunnudegi er fleira kristilegt á dagskrá Rásar 1. Þeir sem eru árrisulir geta hlustað á þáttinn Með pálma í hönd- unum sem hefst kl. 8.05. Í honum ræðir Jónas Jónasson við fjóra presta um skoð- anir þeirra á pálmasunnudeginum og þýð- ingu hans fyrir nútímann. Klukkan eitt er þátturinn Passíusálma- lögin – Upp upp mín sál og allt mitt geð á dagskrá. Ingibjörg Eyþórsdóttir fjallar um lögin sem sungin hafa verið við Pass- íusálmana frá upphafi, og tónlist frá sam- tíma Hallgríms Péturssonar. Tilvalið er að hlusta á þennan þátt Ingibjargar þegar bú- ið er að sporðrenna lærinu og ísinn og nið- ursoðnu ávextirnir eru borin fram. Munið síðan að þegar lagt er á borð á hnífurinn að vera hægra megin en gaff- allinn vinstra. ingveldur@mbl.is Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi menningar Fríða Björk Ingvarsdóttir, fbi@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent TÍMINN upp úr 1980 var spennandi fyrir ungan rokkara. Eitthvað gerðist og skyndilega var alls staðar verið að spila eitthvað hrátt og ferskt. Það voru tónleikar hér og þar, á æskuslóðum suður með sjó og á hinum enda puttaferðalaga í bæinn. Utangarðs- menn, Þeyr, Purrkurinn, Jonee Jonee; reynt var að sjá þessar sveitir, og fleiri, sem oftast. Vitaskuld tilheyrði að fylgjast með líflegum hræringum í Bret- landi og ein þeirra hljómsveita sem mest var fylgst með nefndist Killing Joke. Vorið 1982 hafði hún gefið út tvær plötur sem mikið var hlustað á. Það var þá sem forsprakkar banvæna brandarans gerðu strandhögg á Íslandi. Athyglisvert er að fletta dagblöðum frá vorinu 1982 og lesa tónlistarfréttir. Bodies eru að gefa út plötu, Þursar nýbúnir að gefa út Gæti eins verið og sveit sem hét Þrumuvagninn var kom- in með nýjan samning. Svo má sjá frétt um að Jaz Coleman, for- sprakki Killing Joke, og gítarleikarinn Geordie Walker hefðu verið á landinu í níu daga og líklega léki hljómsveitin á tónleikum hér í ágúst þetta sama ár. Eykst síðan skriðþungi fréttanna. Sprengi- fyrirsögn í mars: „Jaz úr Killing Joke genginn til liðs við Þeysara.“ Síðar er fullyrt að hluti Þeysara muni starfa með Jaz undir nafn- inu Iceland, og einhvers staðar má sjá að Birgir Mogensen verði bassaleikari Killing Joke. Flækjurnar voru miklar; fyrir unga tón- listarunnendur – og einnig innan hljómsveitanna. Þetta vor var ég 15 ára fréttaritari Morgunblaðsins og var spurður hvort ég hefði áhuga á að taka viðtal við þennan breska rokkara, Jaz Coleman. Vitaskuld. Fullur lotningar sat ég skömmu síðar yfir syfjuðum söngvara í risíbúð við Fálkagötu. Geordie svaf uppi í sófa. Ég man ekki margt frá samtalinu, eitthvað um rokk, Þeysara, erfiðleika, góðu hljómsveitina „Rombre“ – Vonbrigði. Coleman endaði spjallið á því að setjast við píanóið. Þá tók ég myndina. Hún er það eina sem lifir úr heimsókninni því filmurnar týndust með veskinu mínu á tónleikum í Stapa skömmu síðar. Lít- ið varð af samstarfi Þeysara og Colemans, annað en nokkur upp- tekin lög með bandi sem kallaðist Iceland. Killing Joke mun enn starfa, með þeim Jaz og Geordie. efi@mbl.is Brandari við Fálkagötu Vorið 1982 ógnaði rokkarinn Jaz Coleman úr hljómsveitinni Killing Joke jafnvæginu í íslenskri nýbylgjutónlist, er hann vildi vinna með Íslendingum Morgunblaðið/Einar Falur Jaz Coleman Söngvarinn bítur í vör og leikur rokk á píanó við Fálkagötu. R oðinn í austri hefði getað verið yf- irskrif landsfundar Samfylking- arinnar af sviðsmynd hans að dæma. Ætli það hafi verið úthugsað hjá ímyndasmiðum hennar að hanna svið- myndina þannig að sósíalíska hefðina að austan kæmi í hugann? En leiðtogar með hendur á lofti, ýmist baðaðir í rauðu eða appelsínugulu ljósi innan um austræna skerma og framandi trjágróður, kölluðu a.m.k. fram þessi hughrif í mínum huga. Kannski var fréttamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins eins innanbrjósts ef marka má forsíðu blaðsins síðasta laugardag. Ómeðvitað hefur þeim e.t.v. fundist eins og þeir væru komnir á samkomu þar sem fund- argestir safnast saman til að hylla hinn mikla leiðtoga líkt og alþekkt var í austræn- um einræðisríkjunum þar sem persónu- dýrkun leiðtoga hefur náð einna hæstu hæð- um á síðustu áratugum. Nægir að nefna dæmi frá Kína, N-Kóreu og Sovétríkjunum sálugu. En kannski var Fréttablaðið bara að gera grín af leiðtogaskiptunum í Samfylkingunni því Jóhanna Sigurðardóttir hafði með mikl- um semingi fallist á að taka við formennsk- unni þegar enginn annar fékkst til þess. A.m.k. var myndin algjör brandari. Hún sýndi Jóhönnu, í Búddarauðum jakka, lúta höfði líkt og í djúpri lotningu fyrir Ingi- björgu Sólrúnu sem reis hátt fyrir ofan hana úr rauðum ræðustóli. Stólinn virtist að auki í þann veg að hefja sig til lofts líkt og hann stefndi af hinu jarðneska sviði. Mistökin með sviðsmyndina komu glögg- lega fram í sjónvarpsfréttum á sunnudags- kvöld þegar sýnt var úr ræðum nýkjörinna formanna Samfylkingarinnar og Sjálfstæð- isflokksins. Tæp þrjátíu ár skilja að for- mennina tvo, þau Jóhönnu og Bjarna. Þessi mikli aldursmunur var enn betur rammaður inn með sólarlagsstemmingunni á sviðinu í Smáranum. Þar var sem sól væri að hníga til viðar og nóttin löng að taka við. Jóhanna, sem þó býst við að vera formaður til næstu áratuga lofaði í kraftmikilli lokaræðu sam- félagi jöfnuðar og því að Ísland gengi í ESB, hönd í hönd með VG. Fyrir það upp- skar hún mikið lófaklapp. Davíð Oddsson fékk líka mikið lófaklapp á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um síð- ustu helgi. Mörgum er hlýtt til kappans sem lengi hefur staðið í eldlínunni. Ekki síst var síðasta ár honum mjög mótdrægt sem og Íslandi auðvitað öllu. Í lok fund- arhalda á laugardegi, rétt áður en gestir gerðu sig klára fyrir landsfundarball, hélt hann beitta ræðu. Inntak hennar var að stjórnmálamenn hefðu sofnað á verðinum og látið viðgangast að völdin færðust á hendur fárra auðmanna sem höfðu örlög Íslands í hendi sér. Í ræðunni var engum hlíft hvorki Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu né forystumönnum atvinnulífsins og sárn- aði því ýmsum enda oft hátt reitt til höggs. Ekki líkti hann sjálfum sér við Krist eins og haldið var fram í fréttum Stöðvar 2 heldur sagði „að þegar verklausa minni- hlutastjórnin hengdi þrjótinn Davíð“ lét hún sig hafa það að hengja líka tvo strang- heiðalega menn honum til samlætis. Brandaranum var vel tekið eins og öðrum sem hann kastaði fram. Það þekkja þeir sem hlustað hafa á tækisfærisræður hans að Davíð er einn fremsti grínisti Íslands. En í bland við grínið var auðvita mjög al- varleg ádeila á íslensk stjórnmál og ráða- leysi stjórnmálamanna gagnvart sterkum hagsmunaöflum og áróðri þeirra. Og eins og fyrri daginn setti Davíð mál sitt fram á afar afgerandi hátt. Þessa ræðu, og allar aðrar sem fluttar voru á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins um síðustu helgi, má hlusta á í gegnum www.xd.is. Landsfundur Samfylkingarinnar er ekki varðveittur með þessum hætti og því getur almenn- ingur ekki kynnt sér umræðurnar sem þar fóru fram. stefosk@hi.is Útúrsnúningar MORGUNBLAÐIÐ/ÓMAR Samfylkingin Samkoma „þar sem fundargestir safnast saman til að hylla hinn mikla leiðtoga líkt og alþekkt var í austrænum einræðisríkjunum [...]“? FJÖLMIÐLAR STEFANÍA ÓSKARSDÓTTIR En í bland við grínið var auðvita mjög alvarleg ádeila á íslensk stjórnmál og ráðaleysi stjórnmála- manna gagnvart sterkum hagsmunaöflum og áróðri þeirra ÞETTA HELST Stéttabarátta Kína Land ríkiskapítalismans. Heilagur sunnudagur Útvarpsmessa kl. 11 MÆLT MEÐ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.