Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 Lesbók 9TÓNLIST Og Cioran! Allt frá því ég kynntist honum fyrst á sínum tíma var hann á sífelldu flakki frá einum lista til annars og kom sér síðan undir það síðasta fyrir á þeim svarta. Skömmu eftir að ég flutti til Frakklands og minntist á Anatole France við hann var það einmitt hann sem hallaði sér upp að eyranu á mér og hvíslaði kersknislega: „Nefndu nafn hans aldrei upphátt hérna, það koma allir til með að hæðast að þér!“ 5 Líkfylgdin sem gekk á eftir Anatole France var nokkurra kílómetra löng. Síðan fór allt á annan endann. Fjögur ung súrrealistaskáld voru svo æst vegna þess að hann var látinn að þau skrif- uðu níðrit um hann. Stóllinn hans í frönsku akademíunni var auður, annað skáld, Paul Valéry, var kosið til að setjast í hann. Sið- venju samkvæmt varð hann að halda lofræðu um hinn látna. Allan tímann meðan á lofræð- unni stóð, ræðu sem varð fræg, tókst honum að tala um France án þess að nefna hann á nafn og bera lof á þennan nafnlausa mann, augljóslega án þess að meina það. Og í sama mund og kistan hans snerti grafarbotninn hófst ganga hans í áttina að svarta listanum. Hvernig? Voru orð nokkurra ljóðskálda sem fremur fáir lásu nægilega veigamikil til að hafa áhrif á lesendahóp sem var hundraðfalt fjölmennari? Hvert hvarf hún eiginlega, aðdáun þessara þúsunda fólks sem höfðu gengið á eftir kistunni hans? Hvert sækja svörtu listarnir kraft sinn? Hvaðan berast leynilegu skipanirnar sem þær hlýða? Frá salonunum. Þeir hafa hvergi í heim- inum leikið eins stórt hlutverk og í Frakk- landi. Þökk sé aldagömlum hefðum aðalsins, og síðan París þar sem rjóminn af mennta- mönnum landsins þjappast saman á mjög lít- ið svæði og framleiðir skoðanir; þeim er ekki dreift út með vandaðri gagnrýni, upplýstri umræðu, heldur með sláandi frösum, orða- leikjum, snjöllum skeytum; (þannig er það: lönd sem ekki eru miðstýrð þynna grimmd- ina út, þau miðstýrðu þjappa henni saman). Enn um Cioran. Á þeim tíma þegar ég var handviss um að nafn hans skini á öllum gull- listunum hitti ég þekktan menntamann: „Ci- oran?“ sagði hann við mig og horfði lengi í augun á mér. Síðan hló hann löngum, nið- urbældum hlátri og sagði: „Hann er dandy tómsins…“ 6 Þegar ég var nítján ára trúði vinur minn, sem var um það bil fimm ár- um eldri en ég, sannfærður komm- únisti (eins og ég), meðlimur í and- spyrnuhreyfingunni í stríðinu (sannkallaður andspyrnumaður sem hafði hætt lífi sínu og ég dáðist að honum fyrir það), mér fyrir áætlun sem hann var með á prjónunum: gefa út nýja útgáfu af spilum þar sem drottningarnar, kóngarnir, gosarnir yrðu lögð af og í þeirra stað kæmu Stakhanov eða Lenín; er það ekki frábær hugmynd að sameina rótgróinn áhuga almennings á spil- um og pólitískt uppeldi? Síðan las ég Guðirnir eru þyrstir dag einn í tékkneskri þýðingu. Aðalpersónan í sögunni, ungur jakobínamálari að nafni Ga- melin, bjó til ný spil þar sem Frelsi, Jafn- rétti og Bræðralag voru komin í stað kónga, drottninga og gosa… Ég varð ger- samlega forviða. Er mannkynssagan þá bara löng röð tilbrigða? Því ég var viss um að vinur minn hafði aldrei lesið nokkurn stafkrók eftir Anatole France. (Nei, aldrei; mér fannst þetta svo ótrúleg tilviljun að ég gáði að því.) 7 Þegar ég var ungur maður reyndi ég að halda áttum í heimi sem var á leið ofan í ginnungagap alræðis sem enginn hafði séð fyrir, viljað, ímyndað sér hvernig yrði í raun og veru, síst af öllu þráð það og heimtað: bókin sem gat sagt mér eitthvað af viti um þennan framandi heim var Guðirnir voru þyrstir. Gamelin, listmálarinn sem bjó til nýja út- gáfu af spilum, er ef til vill fyrsta lýsingin í bókmenntum á „afstöðulistamanni“. Og hversu marga slíka sá ég ekki allt í kring- um mig við upphaf kommúnismans! En það sem greip mig heljartökum í þessari skáld- sögu frá Frakklandi var ekki það að sagt hefði verið til Gamelins, heldur sú dulúð sem umvafði Gamelin. Ég segi „dulúð“, vegna þess að þessi maður sem átti eftir að senda menn undir fallöxina í tugatali hefði eflaust á öðrum tíma verið elskulegur ná- granni, góður samstarfsmaður, hæfi- leikaríkur listamaður. Hvernig getur leynst óþokki í stálheiðarlegum manni? Getur ver- ið að óþokkinn sé innra með honum þegar pólitískur friður ríkir? Ógreinanlegt? Eða er ef til vill hægt að greina það? Getum við sem höfum kynnst skelfilegum Gamelinum komið auga á sofandi óþokka í elskulegum Gamelinum sem eru allt í kringum okkur í dag? Þegar fólk losaði sig við blekkingar hug- myndafræðinnar í landinu þar sem ég fæddist missti það áhugann á „dulúðinni“ Gamelin: skepna er skepna, er nokkuð dul- arfullt við það? Ráðgátan um tilveruna hvarf á bak við pólitíska sannfæringu, og sannfæringin gefur skít í ráðgátur. Þess vegna er fólk ævinlega jafn heimskt fyrir og eftir sögulegar þrekraunir, þrátt fyrir þá miklu og auðugu reynslu sem þær veita því. © Milan Kundera 2009 Kundera Hvernig getur leynst óþokki í stálheiðarlegum manni? Getur verið að óþokkinn sé innra með honum þegar pólitískur friður ríkir? skrár 1993, skáldsagan Með hægð 1995 og skáldsagan Óljós mörk 1997, en sú bók kom fyrst í heiminum út hérlendis. Nýjasta skáld- saga hans, Fáfræðin, kom út á íslensku haustið 2000. Eftir það hefur hann sent frá sér tvö rit- gerðasöfn um skáldskap, tónlist og myndlist, Tjöldin, árið 2005 og Une rencontre (Kynni) í lok mars 2009. Kundera býr nú ásamt konu sinni, Veru, í Par- ís. Hann kenndi til skamms tíma við Ecole des Hautes Études en Sciences Sociales þar sem hann fjallaði um skáldsöguna í Mið-Evrópu og samband tónlistarinnar og skáldsögunnar, þessara tveggja sérevrópsku listforma. Hann hætti því hins vegar fyrir nokkrum árum og sinnir nú alfarið ritstörfum. Þau hjónin hafa komið nokkrum sinnum til Ís- lands og hafa mikið dálæti á landinu. Til gamans má geta þess að Ísland kemur fyrir nokkrum sinnum í bókum Kundera: Kveðjuvalsinum (minnst á laxveiðar á Íslandi), Bókinni um hlátur og gleymsku (minnst á einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík), Svikunum við erfða- skrárnar (vangaveltur út frá orðinu fjölskylda, gönguferð um gamla kirkjugarðinn í Reykjavík), Fáfræðinni (orðið söknuður, heimþrá og beina- mál Jónasar koma þar m.a. við sögu), í Tjöld- unum (fjallað nokkuð um Íslendingasögurnar) og í þeirri nýjustu, Une rencontre (kafli um skáldsöguna Svaninn eftir Guðberg Bergsson). FR tók saman Eftir Bergóru Jónsdóttur begga@mbl.is Þ að er óhætt að fullyrða að Elfrida Andrée sé ekki þekkt tónskáld. Ekki enn, í það minnsta, þótt nú kunni það senn að breytast. Þessi sænska tónlistarkona og tónskáld, sem fæddist laust fyrir miðja 19. öld, þurfti sannarlega að hafa fyrir tilvist sinni í heimi tónlistarinnar, heimi karla, og ekki fyrr en á síðustu árum að farið er að skoða verk hennar að nýju og meta að verðleikum. Tríó Nordica, skipað Auði Hafsteins- dóttur fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur sellóleikara og píanóleikaranum Monu Kontra, hefur átt sinn stóra þátt í því að koma tónlist Elfridu á framfæri við okk- ar tíma, allt frá því fyrir ellefu árum er þær grófu upp Tríó í c-moll eftir hana, æfðu og spiluðu á tónleikaferðalagi um Norðurlönd. Nú hefur Tríó Nordica hljóðritað geisla- plötu með þremur kammerverkum Elfridu Andrée, umræddu tríói, Píanókvartetti í a- moll, þar sem Þórun Ósk Marinósdóttir leikur með þeim, og Tríói í g-moll. Lágu í handriti á bókasafni „Við spiluðum c-moll-tríóið margoft á sínum tíma, en höfum ekki spilað það mikið síð- an,“ segir Auður. „Nýlega fundum við loks hin tvö verkin, en þau hafa legið í handriti óhreyfð á bókasafni í Stokkhólmi. Þau voru reyndar gefin út í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum en hafa lítið sem ekkert verið spiluð þar. Verkin hafa varla verið spiluð frá því að Elfride spilaði þau í gegn með vinum sínum í heimahúsi á sínum tíma. Þetta eru því frumupptökur á verkunum.“ Árið 1999 kom út bók í Svíþjóð um Elf- ridu Andrée, skrifuð af Evu Öhrström, pró- fessor í Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi, og segir Auður að framundan sé samvinna hennar og tríósins um kynningu á Elfridu og verkum hennar. Auður segir að þótt verk Elfridu hafi verið til á nótum í bandarísku útgáfunni hafi þær að mestu notast við handrit Elf- ridu, þar sem sums staðar hafi borið á milli. „Þetta var talsvert grúsk, og á sumum stöðum þurftum við að velja á milli, og laga að því sem okkur fannst best. Við höfðum heldur engar upptökur að styðjast við og það var hollt fyrir túlkunina.“ Auður líkir Elfridu Andrée við Klöru Schumann og segir verkum hennar svipa um margt í anda til verka Klöru og Mend- elssohns. Hún segir tónlistina lýríska, en þótt hún sé ljúf og falleg sé stundum snúið að spila hana. Fékk ekki tækifærin Sum verkanna voru samin þegar hún var í skóla og segir Auður Elfridu hafa fengið verðlaun fyrir tónsmíðar sínar. „Hún fékk þó aldrei þau tækifæri sem hún hefði þurft til að fá verk sín spiluð og til að þróa sig sem tónskáld. Hún starfaði sem organisti, þá loksins að hún fékk að gera það, og hafði þess vegna ekki nægan tíma til að semja. Það er enginn aragrúi af verkum sem liggur eftir hana, mest org- elmúsík, en kammerverkin skipa sér- stakan sess hjá henni. Í Frakklandi er nýbúið að gefa út bók um tónlist kvenna á þessum tíma. Mona, píanóleikarinn, las þessa bók, og þar kemur fram að verk Elfridu séu mun betri en af var látið á sínum tíma. Það sem konur gerðu þótti ekki jafnmerkilegt og það sem karlmenn gerðu. Samtíminn er að uppgötva verk þessara kvenna sem stórfínar tónsmíðar.“ En hver verður þá framtíð Elfridu And- rée að mati Auðar? „Í þessum erfiða, erfiða heimi held ég að hún sé búin að fá uppreisn æru; í fyrsta lagi með bókinni sem var skrifuð um hana, fyrir orgelverkin og fyrir kamm- erverkin. Ég spái henni góðri framtíð og tel hana komna á stall með Klöru Schu- mann.“ Intim Musik í Svíþjóð gefur plötuna út, en henni er dreift á Íslandi. Spáð góðri framtíð Morgunblaðið/Árni Sæberg Tríó Nordica Mona Kontra, Bryndís Halla Gylfadóttir og Auður Hafsteinsdóttir hafa gefið út verk eftir femínist- ann og frumherjann Elfridu Andrée, sem sætti sig ekki við bann við því að konur væri organistar í kirkjum. Tríó Nordica stendur fyrir frumupptökum á kamm- erverkum sænska organist- ans, tónskáldsins og bar- áttukonunnar Elfridu Andrée Elfrida Andrée lærði tónsmíðar hjá Ludvig Norman og Niels Gade, auk þess að leggja stund á orgelnám. Hún þurfti að berjast fyrir því að fá að starfa sem organisti, en bannað var í Svíþjóð að konur gegndu organistastörf- um. Réttlæting banns- ins var sögð í orðum Páls postula: „Látið konur vera hljóðar í kirkjunni,“ og segir ævisöguritari Elfridu, Eva Öhrström, að þeim orðum hafi Elfrida aldrei gleymt. Fyrir hennar tilstilli og baráttu var lög- unum breytt, og árið 1861 varð Elfrida org- anisti, fyrst í Stokkhólmi, og við dómkirkj- una í Gautaborg frá 1867. Hún varð þekkt sem organisti og samdi fjölda verka fyrir orgelið, en þau hafa verið hennar þekkt- ustu verk til þessa. Auk kammerverkanna samdi hún stærri verk og sinfónísk, en einnig óperuna Frithiofs Saga, sem byggð var á texta Selmu Lagerlöf. Elfrida var alla tíð mikil baráttukona fyrir réttindum kvenna, ekki bara í tónlistinni. „Hún fékk tveimur lagasetningum breytt í þágu kvenna, organistalögunum og loft- skeytalögunum. Hún kunni að morsa, og barðist líka fyrir því að konur fengju að starfa sem loftskeytamenn. Hún vann við það líka. Hún var þrjósk og mikil kvenrétt- indakona. Á sínum tíma þótti hún mjög öfgafull, þótt okkur þyki það sem hún barð- ist fyrir þá eðlilegt í dag. Hún barðist á öll- um sviðum, og í enskunámi í skóla þver- neitaði hún að fara með persónufornöfn í þriðju persónu eintölu í þeirri röð sem kennarinn ætlaðist til og heimtaði að fá að segja „she – he – it“ en ekki „he – she – it“ eins og kennarinn vildi,“ segir Auður. She – he – it Tónskáldið Elfrida Andrée

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.