Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 Lesbók 3DANS Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is É g og vinir mínir erum eins slags fjöl- listahópur, skipaður fólki úr hinum og þessum geirum listarinnar en þar er að finna leikara, dansara, tónlistar- mann og grafískan hönnuð. Um leið er um vinahóp að ræða, innan hans eru pör, skyld- fólk og æskuvinir, en hópinn skipa þau Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Friðrik Friðriksson, Gísli Galdur Þorgeirsson, Jörundur Ragnarsson, Rósa Hrund Krist- jánsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Saga Sig- urðardóttir og Friðgeir Einarsson. Bygging Húmanímal er mjög afstrakt og í sýningunni renna ólíkar listgreinar saman. Þetta er ekki leiksýning, ekki danssýning. Kannski myndlist? Eða tónleikar? Eða... Vinnan að baki verkinu gat þá í raun af sér annað verk, eins slags tilraun. Lýðræðið, og samvinnan, var því höfð að leiðarljósi.Eitt- hvað sem átti heldur betur eftir að reyna á... Verk eftir alla ... og engan Hópurinn var settur saman í tengslum við þessa sýningu,“ segir Margrét Bjarnadóttir, danshöfundur. „Það fyrsta sem varð til, rótin að þessu öllu, var nafnið á verkinu. Húm- anímal.“ Með Margréti eru þau Saga Sigurðardóttir og Friðgeir Einarsson. Við sitjum saman á kaffihúsi í Laugardalnum – öll á kafi í verk- inu. Saga er einnig danshöfundur en Friðgeir kemur fram í sýningunni auk þess að sinna ýmsum verkefnum. Líkt og þær Margrét og Saga. Fólk gekk þannig í það sem þurfti og ólíkar nálganir og áherslur nudduðust saman af krafti allt verkferlið. Eitthvað sem með- limir glöddust yfir og græddu á en pirruðu sig á og skelltu hurðum yfir á sama tíma. Það er merkilegt að fylgjast með þríeykinu tala saman um verkið, þar sem þau eru ekkert endilega sammála um útgangspunkta og áherslur. Nýjar hugmyndir spretta þá upp í samræðunum, eins og verkið sé enn að verða til, sé enn í mótun. „Fæst okkar hafa unnið saman í svona stórum hópi áður,“ útskýrir Margrét. „Þetta varð því nokkurs konar tilraun í leiðinni, að sjá hversu langt væri hægt að fara með þetta lýðræði.Eins og ég upplifði þetta varð tíunda manneskjan til – úr okkur öllum. Þessi sýning er í raun eftir þessa manneskju – við getum kallað hana Jón, til að jafna kynjahlutföllin í hópnum!“ Þau segja verkið í raun nokkurs konar mannfræðistúdíu. Það fjalli í grunninn um hvatir mannanna, óhamdar og dýrslegar og hvernig menn reyni um leið að bæla þær nið- ur. Hið mikla návígi fólks við vinnslu verksins, endalausar umleitanir og ákvarðanatökur, höfðu þá rík áhrif á söguþráð þess. „Verkið smitaðist óhjákvæmilega af þessu,“ segir Saga. „Pælingar um vald og yfirráð. Við hefðum eiginlega átt að gera heimildarmynd um vinnsluna, sem var ævintýri út af fyrir sig. Hún hefði getað staðið sem sjálfstætt verk. Aukaverk - sem enginn fær að sjá.“ Egóinu slátrað Friðgeir segir að á meðan allir hafi unnið jöfnum höndum að sama markmiði hafi nálg- un hinna ólíku listamanna eðlilega verið afar mismunandi. Þá var lögð áhersla á að afnema einkaeignarréttinn yfir hugmyndum. „Allar hugmyndir voru lagðar fyrir nefnd og svo fóru þær í gegnum síu,“ segir Margrét. „Hugmyndin gat endað sem eitthvað allt ann- að en þú lagðir upp með í byrjun.Það verður oft til krafa í svona hópi um að allir þurfi að skilja hverja einustu hugmynd, sem getur verið hættulegt og oft ómögulegt. Það gat því brugðið til beggja vona. Stundum varð þetta að útþynntri útgáfu að þinni hugmynd, að þínu mati a.m.k.! Eða þá að hún varð enn betri.“ Við sammælumst um að þessi vinnuaðferð sé afskaplega óvestræn, sé eiginlega búddísk. Sjálfið var skilið eftir við þröskuldinn og ein- staklingarnir níu runnu eftir það saman í einn og óeigingjarnan höfund. „Þannig að, þó að hugmyndin kæmi frá þér þá varðstu að gefa hana frá þér,“ segir Frið- geir. „Egóinu var slátrað. Sýningin er ekki eftir neinn. Hún er eftir alla og engan. En svo kom að því að einhver þurfti að stíga út úr hópnum og stíma skútunni í land og það kom í hlut Friðriks.“ Hvatir, bæling, kyneðli, þetta er það sem hópurinn veltir fyrir sér, jafnt afstrakt sem beinskeytt og bókstaflega. „Við erum að skoða það hvernig það er að vera maður með allan þennan kraft sem þarf stundum að beisla,“ segir Margrét. „Eða öllu heldur, hann þarf iðulega að beisla. Við vörp- um upp myndum af þessu. Sýningin rennur ekki línulega, hún er eiginlega eins og skyggnusýning. Þetta eru afstrakt myndir; ljóðrænar og opnar.“ Þegar hér er komið sögu er þríeykið aftur farið að kasta á milli sín ólíkum skoðunum um hvað verkið sé. Þau hlæja að ósamræminu. „Þetta er eiginlega ljóðabók með teikn- ingum og hljóðdæmum,“ segir Margrét og horfir spyrjandi í kringum sig. „Er það ekki bara?“ Og aftur brestur á með hlátri. Ekki „bara eitthvað“ Að framansögðu er ekki nema rökrétt að ætla þetta verk afar tilraunakennt. Eða hvað? „Jú, að sjálfsögðu,“ segir Sara. „Hópurinn er tilraun. Verkið er uppfullt af tilraunum.“ Friðgeir áréttar. „En um leið er þetta á einhvern hátt að- gengilegt. Þetta er ekki brotakennd skissa. Þetta er ekki „bara eitthvað“. Við erum að reyna að komast að einhverju, segja eitthvað, hreyfa við fólki. Það er upphaf þarna og endir. Það eru persónur þarna og samtöl. Að ein- hverju leyti er þetta hefðbundið.“ Eða eins og ein Músíktilraunasveitin lýsti sér: „Við erum tilraunakennd hljómsveit. En samt alls ekki ... en samt...“ Þessi staðhæfing blaðamanns vekur mikla kátínu. „Við verðum eiginlega að stela þessari lýs- ingu!“ segir Margrét og hlær. Saga bætir við glúrinni athugasemd. „Ef það hefði ekki verið búið að finna upp orðið kvikmynd myndi ég lýsa verkinu sem kvikmynd. Kvik-mynd.“ Vinirnir segja sýninguna standa a.m.k. til aprílloka, hugsanlega eitthvað fram í maí. Draumurinn sé svo að fara með hana út á land – og jafnvel til útlanda. En hvað næst? Hvað ætlar hópurinn að demba sér í? „Ég veit ekki,“ segir Margrét sposk. „Ég veit hreinlega ekki hversu margir innan hóps- ins hafa lyst á meira samstarfi af þessum toga (hlær). Nú er allt á suðupunkti, nokkra daga fyrir sýningu. Þessi orka og þessi spenna setja sinn svip á sýninguna. Á jákvæðan hátt. Það er kraftur í henni. Ég held að fyrsta verkefni eftir sýningar sé einfaldlega bara að setjast niður með kaffi og tala um eitthvað- mallt annað – eins og við gerðum áður en við lögðum í þetta. Þessi hópur stóð á mjög föst- um vináttugrunni fyrir verkefnið og vináttan hefur aldrei verið í hættu. En við höfum óneitanlega farið í langt og strangt ferðalag saman og átt mörg rifrildin. Ætli við höfum ekki átt c.a. 70 fundi þar sem var farið yfir stöðuna og hún endurmetin. Lýðræðið ... það er ekkert lamb að leika sér við, get ég sagt þér.“ Þessu niðurlagi fylgir stutt þögn ... og svo einkar smitandi hlátur. Og þrátt fyrir tilfinn- anlega spennu er um leið einhver léttir yfir mannskapnum þar sem hann er loksins farin að sjá til hafnar. „Helst langar mig til að skrifa bók um þetta tímabil,“ segir Margrét að lokum. „Þetta er búið að vera ótrúlegt. Alveg ótrúlegt...“ Brotist undan bælingunni Fjöllistahópurinn Ég og vinir mínir frumsýnir verkið Húmanímal í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. Meðlimirnir níu beittu einkar óhefð- bundnum aðferðum við vinnsluna. Listinni – og vináttu meðlima – var þar ýtt út á ystu nöf. Morgunblaðið/Heiddi Neind „Egóinu var slátrað. Sýningin er ekki eftir neinn. Hún er eftir alla og engan.“ ÁFRAM VEGINN... Morgunblaðið/ÞÖK HVERT? Margrét Bjarnadóttir ... dansar? STAÐA nútímadansins hefur verið all- nokkuð í umræðunni að undanförnu og sumir eru farnir að finna lyktina af nokk- urs konar umbyltingu. En þetta er snúið mál. Er nútímadans staðnaður? Eða getur form, sem á allt sitt undir framsækni og tilraunastarfsemi, nokkuð staðnað? Er hægt að tala um hefðbundna óhefð- bundni? Margrét hefur beitt sér markvisst að því að skoða eigindi dansformsins í verk- um sínum, t.a.m. útvarpaði hún dansi fyrir tveimur árum. Og í Húmanímal er að finna dans ... sem lítur kannski ekkert út fyrir að vera dans. „Í mínum huga er nútímadans eins og tónlist; með alls kyns undirstefnum og geirum; blæbrigðum og áherslum. Það var grín innan hópsins að við ættum ekki að kalla þetta dansverk. Því þá myndi enginn koma. Nútímadans er eðlilega mjög vítt hugtak, rétt eins og samtíma myndlist. Mér finnst mikilvægt að vinna með svona marga miðla, því þannig er nánast hægt að lauma dansinum inn. Og þó að flestir sjái eitthvað ekki sem dans, þá er það dans í okkar huga. Ég kem úr dansi og það er minn miðill, og mitt tjáningarform og ef ég kýs að tjá mig með því að labba í hringi í klukkutíma, þá er það dans. Það koma hugmyndir eða tilfinningar sem mann langar frekar að koma til skila með tali eða einhverju öðru og þá hikar maður auðvitað ekki við það. Það frelsi er sjálf- sagt. Þó að mér finnist ekki þurfa að hólfa hluti svona niður þá finnst mér mikilvægt að kalla það sem ég geri dans, því honum veitir ekkert af stærra hólfi með meira andrými. Að dansa ... án þess að dansa ... Þessi hópur stóð á mjög föstum vináttugrunni fyrir verkefnið og vináttan hefur aldrei verið í hættu. En við höfum óneitanlega farið í langt og strangt ferðalag saman og átt mörg rifrildin. Húmanímal er frumsýnt í kvöld kl. 21. Nánari upplýsingar má nálgast á www.hhh.is, www.midi.is og á Fésbókinni (sláið inn „Húm- anímal“ í leit). „Dansi, dansi ... eða hvað?“ VEFVARP mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.