Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Blaðsíða 5
inn á stóran þátt í þeirri sérstöku stemningu sem einkennir myndina, þar sem ofbeldið er hrottalegt, blóðkalt og ófyrirsjáanlegt, en það sem gerir kvikmyndina hins vegar einstaka er lokauppgjörið. Um það vil ég sem minnst segja, annað en að költ-leikstjórar á borð við Alex Cox og Michael Haneke hafa báðir lýst endalokunum sem þeim verstu í manna minn- um. Corbuccio tekst á sinn hátt að eyðileggja rómantík spagettívestrans á svipaðan hátt og Eastwood átti eftir að gera löngu síðar með Unforgiven (1992). Á yfirborðinu er sögu- þráðurinn ekki fjarri öðrum vestrum tíma- bilsins, en í framsetningu og úrvinnslu verður til einstök kvikmynd sem er myrk, ruddaleg, þrælpólitísk og full vonleysis. Verk Corbucci hafa löngum staðið í skugga Leone og að- allega lifað meðal sérstakra spagettínörda, en Il Grande Silenzio á sannarlega erindi til allra áhugamanna um öðruvísi kvikmyndir. Þess má geta að annar og mun glaðlegri „Hollywood“-endir var tekinn upp, sem hægt er að sjá á DVD-útgáfum, en sem betur fer var honum hent í ruslið. gunnaregg@gmail.com MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 Lesbók 5 Associated Press Freud Þrátt fyrir að vera hófsmaður á áfengi og mat reykti hann að jafnaði 20 stóra vindla á dag. T æknileg vandamál varðandi sálgrein- ingu hafa knúið mig til þess að kanna tækni fyndninnar. Til dæmis um þá tækni langar mig til að segja yður eina skopsögu. Sagan er á þessa leið: Tveim kaup- sýslumönnum, sem voru ekki alltof ráðvandir, hafði tekizt með heldur vafasömu braski að komast yfir mikla fjármuni. Eftir þetta var þeim mikið í mun að pota sér áfram í sam- félagi betri borgara. Í þessu skyni þótti þeim meðal annars vænlegt að ráða fínasta og dýr- asta listmálara borgarinnar til að mála af sér myndir, en ný málverk þessa málara þóttu miklir viðburðir. Hinar dýrkeyptu myndir voru hafðar til sýnis í fyrsta skipti í fjöl- mennu kvöldboði. Gestgjafarnir leiddu sjálfir áhrifamesta listvin og gagnrýnanda borg- arinnar að veggnum, þar sem myndirnar héngu hlið við hlið, og væntu nú lofgjörðar hans um þær. Hann virti verkin fyrir sér góða stund, hristi síðan höfuðið, eins og hann saknaði einhvers, benti á bilið á milli mynd- anna og spurði: „Og hvar er frelsarinn?“ hoskuldur@mbl.is Í fyrirlestri Sigmunds Freud frá árinu 1909 sem fjallaði um sálgrein- ingu kemur fram að fyndni geti varpað ljósi á þá andstæðu krafta sem takast á í sjúklingi. Þorpararnir tveir B iblían hefur löngum valdið mönnum heilabrotum og án trúarsannfæringarinnar virð- ist hún oft á tíðum, ja hvað á maður að segja; ótrúleg. Sumir kaflar hennar stangast berlega á við aðra og út frá texta- og stílfræðirann- sóknum reynist hún samansett líkt og gestabók í sum- arbústað þar sem hver penninn á fætur öðrum tekur við af þeim sem á undan kom. Bandaríski fræðimaðurinn og hreintrúar-gyðingurinn James L. Kugel hefur í ára- tugi tekist á við þetta vanda- mál sem hann viðurkennir fúslega að sé til staðar í höfuðriti trúar hans en í stað þess að stinga höfðinu í sandinn og trúa í blindni hefur hann reynt að leita útskýr- inga á því misræmi sem í ritinu er að finna. Bók Kugels, sem var fyr- irlesari við Harvard-háskóla í mörg ár en stýrir nú Gamla- testamentis-fræðadeild Bar Ilan-háskóla í Ísrael, er af- burðavel úr garði gerð og aðgengileg þeim les- endum sem ekki eru endi- lega mjög vel að sér í Biblíunni. Lesningin er oft á tíðum æsileg en umfram allt fróðleg og upplýsandi. How to read the Bible | James L. Kugel Heilög ritning segir … M asaru er hálfgerður lúser sem býr einn með kis- unum sínum og rembist við að borga reikningana. Konan er farin frá honum og hann virð- ist ekki eiga marga vini. Engu að síður er Masaru hluti af dularfullri ætt risa sem hef- ur verndað Japan gegn árásum skrímsla um alda- bil. Forfeður hans voru ríkir og virt- ir, en nú á dögum eru skrímslin færri og ekki jafn- glæsileg og áður fyrr. Masaru – eða „The King of Pain“ – er því lít- ils metinn í sam- félaginu og þarf að treysta á aug- lýsingar bakhjarla til að fá nokkur laun fyrir vinnu sína, sem snýst fyrst og fremst um að breyta sér í risavaxinn mann og lumbra á þeim furðuverum sem enn láta sjá sig við strendur Japans. Big Man Japan er „mockumentary“ sem er ómögulegt að gera grein fyrir í rituðu máli. Skrímslin sem sá stóri berst við eru un- aðslega frumleg og fáránleg, bar- dagasenurnar stútfullar af glettni og til- raunagleði, og myndin tekur endalausar beygj- ur og sveigjur í söguþræðinum. Heildarútkoman er eitursúr, en hin besta af- þreying, og loka- atriðið eitt það fyndnasta sem ég hef nokkurn tím- ann séð. Dai-Nipponjin [2007] – Matsumoto Stór maður í Japan M annveran er umfram allt grótesk. Hún á það að vísu til að vera fögur, fíngerð og kurteis en það er meira eða minna uppgerð og á meira skylt við vatnsgreiddan strákpjakk í fjölskylduboði en almenna mannasiði. Fyrst og fremst erum við ofbeldishneigð, grettin og öfgakennd í okk- ar háttum. Þannig eigum við að okkur að vera og efnahagslegur uppgangur síðustu ára hefur berlega leitt þessa staðreynd í ljós. Þegar manneskjunni vegnar vel er hún óforbetranleg og græðgin sem drífur hana áfram á sér fá tak- mörk. En þeir tímar sem nú hafa tekið við eru ekki síður gróteskir. Múgæði, bálkestir, gíf- uryrði á mótmælaspjöldum og eggjakast eru aðeins fáein dæmi um þá grótesku hegðun sem við höfum nú tekið upp. Og landsfundir stjórn- málaflokkanna sem nú eru loksins um garð gengnir hafa endurspeglað þessa hegðun svo um munar. Þar vantaði bara bálkestina og eggjakastið. Hitt var svo sannarlega til staðar og gott betur. Winesburg Í skáldsögu Sherwoods And- ersons, Winesburg, Ohio frá árinu 1919, er gróteskan í mann- inum til umfjöllunar. Fram- leiðslubylting Henrys Fords hefur að vísu valdið nokkrum uppgangi þegar sagan eða sögurnar gerast, en í bænum Winesburg er enga fjármálafursta að finna, né kauphöll, eignarhaldsfélög og skuldsettar yfirtökur. Lífið er einfalt, við- burðalítið og allt að því leiðinlegt. Og því má spyrja: Hvernig getur bærinn og þeir fáu einstaklingar sem þar búa, verið gróteskir? Svar Sherwoods Andersons er að sálarlíf þeirra hefur afskræmst og þar með orðið gróteskt, vegna örðugleika þeirra við að eiga raunveruleg samskipti sín á milli. Raunverulegar tilfinningar eru ekki lengur túlkaðar með orðum heldur frek- ar með fumkenndum athöfnum, endurteknum setningum (klisjum) og þögulli uppgjöf. Sam- skiptaörðugleikar sem þessir virka ef til vill smávægilegir þegar einstaklingar eiga í hlut en ef við heimfærum þá upp á samskipti heils þjóð- félags og jafnvel þjóða í milli horfir dæmið öðruvísi við, ekki satt? Gríðarlega áhrifarík Winesburg, Ohio er líkt og Go Down, Moses eftir William Faulkner eða Interpreter of Mala- dies eftir Jhumpa Lahiri – svo nærtækara dæmi sé tekið – svokallaður smásagnasveigur þar sem hver saga stendur sjálfstætt en er engu að síður órjúfanlegur hluti af stærra bók- menntaverki. Sögurnar hverfast með einum eða öðrum hætti um aðstæður söguhetjunnar Georges Willards, ungs blaðamanns sem starf- ar við Winesburg Eagle. Willard skynjar að hans bíða aðrir og stærri hlutir í þessu lífi en þeir sem bærinn getur boðið honum og íbúar Winesburg skynja það sama í hinum unga Will- ard. Þeir treysta honum því fyrir sögum af fá- brotnum ævintýrum þeirra og smásigrum í von um að honum takist að sveipa þá dulúð, dýpt en umfram allt merkingu. Winesburg, Ohio kom út þegar Anderson var rúmlega fertugur og markaði ákveðin tímamót í bandarískri skáldsagnagerð. Ekki ómerkari rithöfundar en áðurnefndur Faulkner, Hem- ingway, Steinbeck, Saroyan og Henry Miller nefndu Anderson sem stóran áhrifavald á þeirra eigin skáldsagnagerð og ljóst má vera að aðferðir þessara jöfra við að segja sínar sögur eiga íbúum smábæjarins Winesburg í Ohio-ríki mikið að þakka. hoskuldur@mbl.is Winesburg, Ohio | Sherwood Anderson Gróteskt heimsþorp Sherwood Anderson Rithöfundurinn hefur verið að nálgast sextugsaldurinn þegar þessi mynd er tekin. BÆKUR VIKUNNAR HÖSKULDUR ÓLAFSSON R ithöfundar á borð við Philip Roth, JM Coetzee og Ian McEwan hafa nú dottið af lista yfir þá rithöfunda sem eiga möguleika á að hreppa Impac Du- blin-verðlaunin svokölluðu sem veitt verða hinn 11. júní næstkom- andi. Verðlaunin eru ef til vill ekki jafnþekkt og Booker- inn en verðlaunaféð er engu að síður gríðarhátt eða 100 þúsund evrur (16 milljónir króna á nú- gengi). Líklegasti höfund- urinn að mati bókmennta- gagnrýnanda til að hreppa verðlaunin er sagður vera Mohsin Hamid og það fyrir skáldsögu sína The Reluctant Fundamentalist sem kom út árið 2007. Skáldsagan gerist á einu kvöldi á kaffihúsi í Lahore í Pak- istan og segir frá pakistönskum manni að nafni Changez (Genghis á Urdu-máli) sem leiðir ókunnugan og taugaveiklaðan banda- rískan ferðalang í allan sannleik um ástarsamband sitt og að lokum skilnað við bandarískt samfélag. Bókin komst á stutt- lista Booker-verð- launanna sama ár og hún kom út en hlaut m.a. An- isfield-Wolf-bókaverð- launin árið 2008. The Reluctant Fundamentalist | Hamid Líklegur sigurvegari S auna er önnur mynd Annila, sem hefur áður sent frá sér kung-fú epíkina Jade Warrior (2006), og leikstjórinn ungi hefur nú þegar skapað mikl- ar væntingar innan fantasíu- og hryllingsheima. Sauna gerist und- ir lok 16. aldar í Finnlandi og seg- ir frá hópi manna sem ferðast um óbyggðir til að merkja ný landa- mæri eftir 25 ára stríð milli Svía og Rússa. Þegar þeir koma að dul- arfullu þorpi í miðri mýri, sem virðist hafa verið byggt í kringum ævaforna sánu sem stendur nærri, fara draugar fortíðar að of- sækja mennina, mar- traðirnar taka við stjórninni og aðal- persónurnar þurfa að horfast í augu við eigin syndir. Leikstjórinn sækir í stílíseraðan brunn Andrei Tarkovsky og blandar glæsilegu yfirborði saman við ókennilegan og myrkan draugagang asískrar kvikmyndahefðar. Margir gagn- rýnendur vilja reyndar ekki telja Saunu hryllingsmynd og það er greinilegt að Annila hefur tekist að skapa verk sem er nægilega listrænt og ógeðslegt í senn til að höfða til ólíkra áhorf- endahópa. Sauna [2008] – Antti-Jussi Annila Syndaaflausn í sánu Bækur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.