Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. BJARNI Malmquist Jónsson úr Fjölni, varð í gær Íslandsmeistari í í sjöþraut karla á meistaramóti Ís- lands í fjölþrautum sem fram fór í Laugardalshöll- inni. Björn fékk 4.905 stig, 74 stigum meira en Bjarki Gíslason, UFA. Þriðja sætið kom í hlut Guð- jón Kristins Ólafssonar, Breiðabliki. Hann hlaut 4.232 stig. Hart var barist um sigurinn og fyrir síðustu greinina, 1000 metra hlaupið, munaði aðeins 37 stig- um á Bjarna og Bjarka Gíslasyni, Félagarnir fylgd- ust að framan af en undir lokin tók Bjarni mikinn sprett og sigraði nokkuð örugglega í hlaupinu og í sjöþrautinni. Aðeins tvær luku keppni í kvennaflokki Aðeins tvær konur frá Selfossi luku keppni í fimmtarþraut kvenna. Ágústa Tryggvadóttir, Umf. Selfoss, varð sterkari af þessum tveimur, fékk 3.809 stig. Önnur varð Fjóla Signý Hannesdóttir með 3.152 stig. Fremsta fjölþrautarkona landsins, Helga Margrét Þor- steinsdóttir, gat ekki keppt á mótinu vegna meiðsla. Í fimmtarþraut í meyjaflokki, 16 ára, vann María Rún Gunn- laugsdóttir, Ármanni, með 3.403 stig Í sjöþraut í drengjaflokki, 17-18 ára, vann Elvar Örn Sigurðsson, UFA. Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, vann í flokki 16 ára og yngri. Bjarni vann eftir harða keppni Ágústa Tryggvadóttir Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Sigur Stjörnunnar var eiginlega aldrei í hættu. Það var skarð fyrir skildi í liði Hauka því Ramune Pekarskyte var í leikbanni. Fjarvera hennar veikti Hauka-liðið verulega og það var eins og flestir leikmanna liðsins sem eftir voru hefðu aldrei almennilega trú á að þeir gætu unnið leikinn. Stjarnan hafði töglin og hagldirnar nær allan fyrri hálfleikinn. Vörnin var sterk og hélt máttlitlum sókn- armönnum Hauka á mottunni. Sókn- arleikur Stjörnunnar var e.t.v. ekki sannfærandi þar sem Haukar náðu að leika góða vörn lengst af fyrri hálf- leiks. Leikmenn Hauka skoruðu þrjú síðustu mörk fyrri hálfleik og minnk- uðu muninn í 11:8. Þar með vaknaði von um jafnari síðari hálfleik. Af því varð ekki. Stjarnan hélt Haukum í hæfilegri fjarlægð. Ekki bætti úr skák að á fyrstu sex mínútum síðari hálfleik gerðust þau firn að Hönnu G. Stef- ánsdóttur brást bogalistin í þremur vítaköstum með stuttu millibili. Þar með fjaraði von Hauka út og Stjarnan sigldi yfir og náði mest tíu marka for- skoti, 28:18. Á síðustu tíu mínútum leiksins losnaði aðeins upp á leiknum þegar Atli þjálfari Stjörnunnar tók að skipta út sínum sterkustu leik- mönnum fyrir þá sem sjaldnar standa í sviðsljósinu. Síðustu vikur verið mikilvægar „Þetta var ein liðsheild hjá okkur að þessu sinni,“ sagði Atli glaðbeittur í leikslok. „Meðalaldur Stjörnuliðsins er rúmlega 20 ár. Átta leikmenn sem eru í liðinu voru ekki með í fyrra og því ljóst Stjarnan hefur gengið í gegn- um miklar breytingar. Síðustu vikur hafa þjappað liðinu vel saman og skil- að sér í frábærum árangri,“ sagði Atli og viðurkenndi að það munaði vissu- lega miklu fyrir Hauka að hafa ekki Pekarskyte í liði sínu. „Það er alveg ljóst að um allt annan leik hefði verið að ræða hefði Pekarskyte verið með.“ Díana ómyrk í máli Díana Guðjónsdóttir var ómyrk í máli í leikslok vegna rauða spjaldsins sem Pekarskyte fékk í viðureign Hauka og Stjörnunnar viku áður sem gerði að verkum að hún var í leikbanni í undanúrslitaleiknum. „Hún er besti leikmaður deild- arinnar og auðvitað munar okkur verulega um hana. Það eru mikil von- brigði fólgin í því að tveir dómarar geti haft jafn mikil áhrif á leikinn. Það að geta gefið Pekarskyte rautt spjald í leiknum fyrir viku síðan hafði mikil áhrif á þennan leik og liðið mitt. Síðan kom aganefnd saman og sagðist ekk- ert geta gert í málinu og ekki mega breyta neinu. Við leggjum á okkur mikla vinnu allan vetur og síðan er hægt að slá það út af borðinu með af- drifaríkri dómgæslu. Í næsta leik á eftir okkar þá mættu þessir sömu dómarar á annan leik og veifuðu rauða spjaldinu fjórum sinnum. Ég veit á stundum ekki hvað er í gangi,“ sagði Díana þung á brún. „Um þennan leik er það að segja að það sem við lögðum upp með heppn- aðist ekki. Leikmenn virtust hræddir en Nína Kristín tók loks af skarið og lék afar vel. Varnarleikurinn var í lagi hjá okkur í 35 til 40 mínútur. Síðan misstum við of oft einbeitinguna. Síð- ustu tíu mínúturnar voru síðan í lagi og þá tókst að gera það sem lagt var fyrir. En þá var það of seint,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gegnumbrot Þorgerður Anna Atladóttir reyndir að smeygja sér á milli Hörpu Melsted og Esterar Óskarsdóttur, „NÚ var vörnin frábær og markvarslan hjá Florentinu [Stanciu] kom með. Um leið fengum við mörk úr hraðaupp- hlaupum. Það var gaman að sjá hvernig liðið allt hrökk í gang. Fyrir vikið var sigurinn mjög sannfærandi,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir að lið hans vann Hauka í undan- úrslitum bikarkeppninnar í handknatt- leik kvenna, 30:24, á laugardaginn. Vonin var ekki fyrir hendi hjá Haukum  Án Pekarskyte voru Haukar engin hindrun fyrir Stjörnuna „VIÐ lékum vel í 50 til 55 mínútur og töpuðum of stórt miðað við hvernig við lékum lengst af,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handknattleik karla eftir að lið hans tapaði með sjö marka mun, 38:31, fyrir þýska 1. deildarliðinu Nordhorn í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslit- um Evrópukeppni bikarhafa í gær. Haukar töpuðu einnig fyrri viðureigninni og töpuðu þar með sam- tals með 20 marka mun, 72:52. Báðir leikirnir fóru fram ytra. Haukar voru yfir í hálfleik, 18:15. Á fimmtu mín- útu síðari hálfleiks urðu Haukar fyrir áfalli þegar leikstjórnanda þeirra, Andra Stefan, var vísað af leikvelli með rautt spjald. „Það var rangur dómur því það átti að dæma ruðning á leikmann Nord- horn,“ sagði Aron. Alltof stórt tap hjá H Fyrir leik Hauka og Stjörnunnarí undanúrslitum kvenna í hand- knattleik á laugardaginn risu áhorf- endur úr sætum og höfð var stutt þögn til þess að minnast rúmenska handknattleiksmannsins Marian Cozma sem lék á Ásvöllum með Veszprém í haust í meistaradeild Evrópu. Cozma var stunginn til bana á veitingastað í Ungverjalandi um síðustu helgi.    HarpaMels-ted dró fram handknatt- leiksskóna á nýj- an leik og lék með Haukum gegn Stjörnunni í und- anúrslitum bik- arkeppninnar.    Gylfi Gylfason skoraði fimmmörk og Ingimundur Ingi- mundarson eitt fyrir GWD Minden þegar liðið vann Balingen, 32:30, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. GWD Minden er komið upp í 12. sæti deildarinnar.    Róbert Gunnarsson skoraði fjög-ur mörk fyrir Gummersbach þegar liðið lagði Magdeburg í fyrri viðureign sinni í EHF-keppninni í handknattleik, 26:24, á heimavelli.    Þá tapaði FCK, lið Arnórs Atla-sonar, fyrir rússnesku meist- urunum Medvedi, 37:33, á heima- velli. Arnór skoraði fimm mörk í leiknum. Lið FCK var yfir í hálfleik, 19:18, og hafði forystu lengi vel en á lokakafla leiksins hrundi leikur þess og Rússarnir undir stjórn hins gam- alreynda þjálfara, Vladimir Max- imov, sigldu framúr og fögnuðu tveimur stigum á útivelli.    Logi Geirssonskoraði eitt mark en Vignir Svavarsson komst ekki á blað þegar lið þeirra, Lemgo, tapaði fyrir danska lið- inu Bjerringbro/ Silkeborg í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik í Danmörku á laugardaginn.    Jaliesky Garcia skorað tvö mörkfyrir Göppingen þegar liðið vann stórsigur á Stralsunder, 40:26, á útivelli í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik. Þá vann Grosswallstadt öruggan sigur á Dormagen, 35:24, í sömu deild. Einar Hólmgeirsson er meiddur í baki og lék ekki með Grosswallstadt að þessu sinni.    Handknattleiksmaðurinn GísliKristjánsson hefur framlengt samning sinn við danska úrvals- deildarliðið Nordsjælland um eitt ár og leikur því með liðinu á næsta vetri. Hann er nú að leika sitt sjötta keppnistímabil í dönsku úrvalsdeild- inni en einnig hefur hann m.a. verið í herbúðum FCK í Kaupmannahöfn og Fredericia HK. Gísli gekk til liðs við Nordsjælland á síðasta sumri.    Holger Glandorf, landsliðsmaðurÞjóðverja, lék sinn síðasta leik með þýska handknattleiksliðinu Nordhorn í gær þegar liðið lék við Hauka. Glandorf hefur skrifað undir samning við Lemgo. Fjárhagur Nordhorn er í rúst og var Glandorf eins og öðrum leikmönnum frjálst að yfir gefa það. Glandorf var kvaddur með virktum á heimavelli sínum í gær en hann hefur aldrei leikið með öðru félagi. Fólk sport@mbl.is Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is ÓLAFUR Stefánsson og samherjar hans í Ciudad Real halda áfram sig- urgöngu sinni í meistaradeild Evr- ópu en þeir tóku upp þráðinn í keppninni á nýjan á laugardaginn. Þá heimsótti Ciudad Real liðsmenn Barcelona og vann þriggja marka sigur, 31:28. Staðan í hálfleik var jöfn, 13:13. Ólafur skoraði 5 mörk í leiknum, þar af tvö úr vítakasti. Shergei Ru- tenka var markhæstur hjá Ciudad Real með 9 mörk. Ciudad Real hefur fullt hús stiga eftir þrjá leiki í 4. riðli meist- aradeildar. Barcelona er hins vegar án stiga og fara möguleikar liðsins á að komast í 8-liða úrslita mjög þverrandi eftir þetta tap. „Ég var bara ekkert góður“ Alfreð Gíslason og lærisveinar hjá þýska meistaraliðinu Kiel eru einnig í góðum málum í 4. riðli eftir 12 marka sigur á GOG í Óðinsvéum í gær, 43:31. Kiel er eins og Ciudad Real með fullt hús stiga í riðlinum. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú marka GOG en Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað. „Ég var með en var bara ekkert góður,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Kielar-liðið er alveg frábært og ég held að það þurfi ekki merkilega spámenn til þess að halda því fram að Kiel og Ciudad Real leiki til úr- slita í meistaradeildinni í vor,“ sagði Snorri sem segist vera hægt og bít- andi að komast í betri æfingu. Ég vildi gjarnan að framfarirnar væru meiri og hraðari en um það þýðir ekkert að tala. Maður verður að vera þolinmóður,“ sagði Snorri Steinn. Það var rétt í upphafi leiks sem GOG hélt í við leikmenn Kiel. „Þeir skiptu síðan um gír, lokuðu í vörn- inni fyrir þær holur sem við fundum og mjötluðu hægt og bítandi inn mörkum,“ sagði Snorri Steinn. Góður sigur hjá Löwen Guðjón Valur Sigurðsson og sam- herjar hans hjá þýska handknatt- leiksliðinu unnu mikilvægan útisigur þegar þeir lögðu Celje Pivovarna Lasko frá Slóveníu, 34:28, á útivelli í 2. riðli meistaradeildar Evrópu. Lö- wen var tveimur mörkum yfir í hálf- leik, 16:14. Guðjón Valur hefur ekki jafnað sig til fulls af meiðslum og lék ekki mikið með samherjum sínum en náði þó að skora eitt mark. Löwen er í öðru sæti í sínum riðli með 4 stig að loknum þremur leikj- um. Franska liðið Chambery er í efsta sæti með 6 stig eftir óvæntan sigur á RK Zagreb á útivelli, 32:30. Sigur hjá Ólafi og félögum  Kiel vann stór- sigur í Óðinsvéum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.