Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 8
8 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 á 32,32 sek. Rannveig setti einnig meyjamet í 50 m skriðsundi, 29,79. Þá setti Pálmi Guðlaugsson fimm Íslandsmet i flokki fatlaðra. Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, ÍRB, setti meyjamet í 200 m bringusundi, synti á 3.00,18 mín. Hrafnhildur Lúthersdóttir var einungis hálfa sekúndu frá Íslandsmetinu í 100 m bringusundi. Þá var Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi hálfa sekúndu frá telpnametinu í 200 m fjórsundi. Á laugardagskvöldinu fór fram sérstök úrslitakeppni i 50 m flug- sundi með ljósasýningu og tónlist. 600 keppendur frá 25 sundfélögum tóku þátt í Gullmóti KR í Laug- ardalshöll um helgina. Keppt var í 84 greinum og fimm aldursflokkum, að sögn Jóhannesar Benediktssonar hjá Sunddeild KR. Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, setti Íslandsmet í 50 m skriðsundi þegar hún synti á 25,62 sek. Í 100 m skriðsundi var Ragnheiður hálfa sekúndu frá Ís- landsmetinu Rannveig Rögn Leifsdóttir, KR, bætti meyjametið í 50 m flugsundi sem hún setti á föstudag í úrslitum á laugardagskvöldinu þegar hún synti Ragnheiður Ragnarsdóttir vann Bryndísi Rún Hansen í úrslitasund- inu á 28,30 sek., sem er hennar besti tími. Bryndís synti á 28,48 sek. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, ÍRB, vann Magnus Klyberg frá Danmörku á 25,50 sek. Ragnheiður varð í 1. sæti í sam- anlagðri stigakeppni einstaklinga fyrir þrjú bestu sundin. Hrafnhildur Lútersdóttir, SH, varð í 2. sæti og Mladen Tepavcevic SH í 3 sæti. ÍRB sigraði í stigakeppni félaga, SH varð í öðru og Helsingör frá Danmörku í 3. sæti. Metsláttur og fjör á Gullmóti KR-inga Morgunblaðið/Árni Sæberg Nesti Það er mikilvægt að næra sig vel á milli keppnisgreina í sundinu og þessir ungu KR-ingar voru með hollt og gott nesti við laugarbakkann. Ólympíufari Jakob Jóhann Sveinsson tók þátt á Gullmóti KR. Flugsund 600 keppendur tóku þátt á Gullmóti KR og þar af voru um 40 þeirra frá Danmörku. Kalt Það er góð regla að skvetta á sig köldu vatni áður en keppni hefst. Spenna Einbeitingin er ávallt í lagi hjá sundmönnum rétt áður en þeir stinga sér til sunds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.