Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 Austurrík-ismaðurinn Manfred Pranger varð í gær heims- meistari í svigi karla á heims- meistaramótinu í Val d’Isere í Frakklandi. Sig- ur Pranger var nokkuð öruggur þar sem hann hafði einnig fyrstur eftir fyrri ferðina. Hann var 31/100 úr sekúndu á undan Frakkanum Julien Lizeroux sem varð annar. Þriðja sætið kom í hlut Michael Janyk frá Kanada. Hann varð 1,53 sekúndum á eftir Pranger.    Maria Riesch tryggði sér heims-meistaratitilinn í svigi kvenna með ótrúlegum hætti. Manuela Mölgg frá Ítalíu virtist eiga sigurinn vísan en hún var með besta tímann eftir fyrri ferðina. Mölgg gerði mis- tök á lokakaflanum í síðari ferðinni og féll úr keppni rétt áður en hún komst í mark. Þjóðverjinn Riesch fór á kostum í síðari ferðinni og tryggði sér sigur á tímanum 1.51,80 mín. Sarka Zahrobska frá Tékk- landi varð önnur á 1.52,57 mín. Lind- sey Vonn frá Bandaríkjunum var í öðru sæti eftir fyrri ferðina en hún náði ekki að klára síðari ferðina. Tanja Poutiainen frá Finnlandi náði sér á strik í síðari ferðinni og tryggði sér bronsið.    Jón Þorbjörn Jóhannsson skoraðisex mörk og var markahæstur hjá Sønderjyske þegar liðið vann stórsigur á Ikast, 31:19, í næst efstu deild danska handknattleiksins í gær. Jón Þorbjörn skoraði sex mörk en komst hjá því að vera rekinn af leikvelli þrátt fyrir að vera lyk- ilmaður liðsins í vörninni. Sønder- jyske er eftir sem áður í 5. sæti deildarinnar, 10 stigum á eftir Lem- vig sem trónir á toppnum.    Rut Jóns-dóttir og samherjar henn- ar í Team Tvis Holstebro halda efsta sæti næst efstu deildar kvenna í hand- knattleik í Dan- mörku. Um helgina vann liðið öruggan sigur á BK Ydun, 21:14. Rut skoraði tvö mörk í leiknum.    Björgvin Páll Gústavsson, lands-liðsmarkvörður í handknatt- leik, og samherjar hans hjá þýska liðinu Bittenfeld unnu Leichlinger TV, 36:27, í suðurhluta 2. deildar. Björgvin stóð að vanda í marki Bit- tenfeld og átti góðan leik. Þetta var annar sigur Bittenfeld í röð og hefur liðið nú lyft sér upp af mesta hættu- svæðinu í neðri hluta deildarinnar.    Einar LogiFriðjónsson skoraði tvö mörk fyrir IFK Skövde þegar liðið vann IFK Tumba, 28:24, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Skövde er í 8. sæti með 22 stig eftir 21 leik.    Kristján Andrésson og lærisvein-ar hans í Guif unnu stórsigur á LIF Lindesberg, 37:22, í sænsku úr- valsdeildinni í handknattleik í gær. Haukur, bróðir Kristjáns, skoraði þrjú af mörkum Guif sem er komið up í annað sæti deildarinnar með 29 stig eftir 21 leik. Hreiðar Guð- mundsson og félagar í Sävehof eru í efsta sæti með 33 stig en eiga leik inni á Guif. Sävehof sækir leikmenn Redbergslid heim í kvöld í Lise- bergshallen í Stokkhólmi. Fólk sport@mbl.is SVISS vann til flestra verðlauna á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem lauk í gær í Val d’Isere í Frakk- landi. Ungir keppendur fóru fyrir liði Sviss, hinn 22 ára gamli Carlo Janka sigraði í stórsviginu og hann varð þriðji í bruninu. Og hin 17 ára gamla Lara Gut lét vita af sér með silf- urverðlaunum í alpatvíkeppni og bruni. Svisslendingar fengu alls 6 verðlaun á HM og höfðu betur í sam- keppninni við grannþjóðina Aust- urríki sem fékk 5 verðlaun á HM að þessu sinni. Lindsey Vonn frá Bandaríkjunum var skærasta stjarnan á HM að þessu sinni. Hún hafði mikla yfirburði í bruninu og risasviginu en Vonn sagði fyrir mótið að hún ætlaði sér að landa 5 gullverðlaunum á mótinu og til þess þurfti hún að vinna allar keppn- isgreinarnar í kvennaflokknum. Vonn var hársbreidd frá sigri í alpatvíkeppni þar sem keppt er í sam- anlögðum árangri í bruni og svigi. Þar gerði hún mistök í sviginu og varð að sætta sig við silfrið. Hún gerði einnig afdrifarík mistök þegar hún skar sig illa á þumalfingri á kampavínsflösku þegar hún fagnaði gullverðlaunum í bruninu með liðsfélögum sínum sl. mánudag. Vonn fór í aðgerð í kjölfarið og missti af risaviginu en hún var búin að jafna sig fyrir aðalkeppnina í svig- inu sem fram fór á laugardag. Vonn var í efsta sæti eftir fyrri ferðina í sviginu en hún féll úr keppni í síðari ferðinni. Heimsmeistarar John Kukera frá Kanada sigraði í bruni karla. Didier Cuche frá Sviss fagnaði heimsmeistaratitlinum í risa- svigi. Aksel Lund Svindal frá Noregi fékk gull í alpatvíkeppni. Cario Danka frá Sviss var fljótastur í stórsviginu og í gær sigraði Manfred Pragner frá Austurríki í svigi. Linsey Vonn frá Bandaríkjunum sigraði í bruni og risasvigi kvenna. Kathrin Zettel frá Austurríki varð hlutskörpust alpatvíkeppni. Kathrin Hölzl frá Þýskalandi sigraði í stór- svigi og landa hennar Maria Riesch sigraði í svigi kvenna. seth@mbl.is Lindsey Vonn stjarnan á HM í Val d’Isere „Eftir þetta tók að halla undan fæti hjá okkur en við vorum með leikinn í járnum allt þar til fimm til tíu mínútur voru eftir. Þar af leiðandi var slæmt að tapa með svona miklum mun. En okkur vantaði breiðari leikmannahóp til þess að vinna leikinn,“ sagði Aron ennfremur. „Ég var ánægður með Sigurberg [Sveinsson], Kára Kristján [Kristjánsson], Elías [Már Hall- dórsson] og Andra á meðan hans naut við. Þá var Freyr [Brynjarsson] finn í fyrri hálfleik eins og Einar Örn [Jónsson],“ sagði Aron þjálfari. Þrír leikmenn Hauka gátu ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og veikinda og munaði um minna, að sögn Arons. Um er að ræða Gunnar Berg Viktorsson, Gísla Jón Þórisson og Gísla Guð- mundsson, markvörð. iben@mbl.is Haukum í Nordhorn STEFÁN Gíslason verður áfram fyrirliði danska úrvalsdeildarliðsins í knattspyrnu, Brøndby. Þetta segir þjálfari liðsins, Kent Nielsen. segir að Stefán haldi áfram í hlutverki sínu enda hafi hann staðið sig framúrskarandi vel í því. „Stefán er mjög góður leiðtogi innan vallar sem utan. Hann stóð sig afar vel á síðustu leiktíð. Stefán á gott með að ræða við menn og er góður tengiliður á milli leikmanna og þjálfara og forráðamanna fé- lagsins. Það er ekki síður mikilvægt fyrir okkur að hafa sterkan leiðtoga utan vallar en innan vall- arins,“ sagði Nielsen í samtali við heimasíðu félags- ins en TV2 tók efnið upp á fréttasíðu sinni um helgina. Stefán kom til Brøndby fyrir tveimur árum og tók fljótlega við sem fyrirliði. Þegar Tom Køhlert hætti þjálfun Brøndby í haust var jafn- vel talið að eftirmaður hans, fyrr- greindur Nielsen, myndi skipta um fyrirliða. Nielsen sagði í byrj- un jafnúar að hann myndi gefa sér góðan tíma í að kynnast mannskapnum áður en hann ákvæði hver yrði fyrirliði. Nú hefur Nielsen tekið af öll tvímæli í þeim efnum og Stefán mun halda sinni stöðu innan liðsins. Stefán og félagar hafa undanfarna daga verið í æfingabúðum á Spáni. Í gær vann Brøndby rúm- enska liðið FC Timisoara, 2:0, í æfingaleik. Stefán tók þátt í leiknum frá upphafi til enda. iben@mbl.is Stefán verður áfram fyrirliði Brøndby Stefán Gíslason Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Að sögn Guðmundar Jakobssonar, skíðafrömuðar, sem var með ís- lenska keppnishópnum í Val d’Isere þá var 25 stiga frost aðfaranótt sunnudagsins. Þá brugðu mótshald- arar á það ráð að bæta ís í keppn- isbrautina með þeim afleiðingum að hún var ein íshella. „Það markaði ekki brautina þegar keppninni lauk,“ sagði Guðmundur. Brautin reyndi svo á keppendur að sjaldan eða aldrei hefur orðið meira um afföll meðal keppenda og í þessari svigkeppni. Aðeins 36 af 75 keppendum komust klakklaust í gegnum fyrri ferðina og aðeins 17 af skíðamönnum skiluðu sér heilu og höldnu í mark í síðari ferðinni. Sem- sagt tveir þriðju hlutar keppenda heltust úr lestinni. Þeirra á meðal var Stefán Jón Sigurgeirsson. Hann féll snemma úr leik í fyrri ferðinni. Stefán Jón stóð sig afar vel í und- ankeppninni á laugardag og var einn 25 keppenda í henni sem komust í aðalkeppnina í gær. Björgvin segist ekki hafa verið nógu sáttur við fyrri ferðina hjá sér þótt hann hafi náð að komast í hóp 30 efstu sem náðu að vinna sér inn keppnisrétt í síðari ferðinni. Björg- vin var því staðráðinn í að gera bet- ur í seinni ferðinni en lánaðist það ekki. „Aðstæðurnar á þessu móti voru mjög krefjandi og þetta er örugg- lega erfiðasta mót sem ég hef tekið þátt í á ferlinum,“ sagði Björgvin sem tókst heldur ekki að ljúka keppni í stórsvigi fyrr á heimsmeist- aramótinu. „Nú taka við æfingar og síðan þátttaka í Evrópubikarmótum á næstunni. Ég er síðan skráður til leiks á heimsbikarmóti í byrun mars. Það er því áfram í mörg horn að líta,“ segir Bjrögvin sem óumdeil- anlega er fremsti skíðamaður Ís- lendinga um þessar mundir. Ánægður með Stefán Jón Guðmundur Jakobsson sagðist vera ánægður með framgöngu Stef- áns Jóns á mótinu. „Hann stóð sig vel þótt hann hafi ekki náð að ljúka keppni í sviginu. Heilt yfir má segja að árangur Stefáns Jóns hafi verið framar vonum. Árangur íslensku keppendanna fjögurra var hins veg- ar ekki alveg eins góður við von- uðumst eftir fyrirfram,“ sagði Guð- mundur. Stefán Jón verður áfram ytra við æfingar því hann reiknar með að taka þátt í Evrópubikarmótum og síðan er heimsmeistaramót unglinga framundan hjá honum Garmisch Partenkirchen í Þýskalandi í næsta mánuði. Gísli Rafn slasaðist Það setti skugga á þátttöku Ís- lendinga á heimsmeistaramótinu að Gísli Rafn Guðmundsson slasaðist illa á hægra hné þegar hann féll í undankeppni svigsins á laugardag. „Krossbandið slitnaði, litbönd eru rifin og liðþófinn er illa farinn,“ sagði Guðmundur Jakobsson í sam- tali við Morgunblaðið upp úr hádegi í gær hvar hann var á leið í bíl með Gísla í aðgerð hjá austurrískum lækni. „Ég vonast til að hann komist að strax í fyrramálið [mánudags- morgun]. Takist það ekki verður hann að bíða í sex vikur eftir að komast í aðgerð til þess að fá bót meina sinn,“ sagði Guðmundur Jak- obsson. „Mesta þrekraun ferilsins“  Björgvin féll skammt frá markinu í Val d’Isere Meiðsli Gísla Rafns eru alvarleg Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson Í hópi þeirra bestu Björgvin Björgvinsson var í hópi þeirra 30 sem tóku þátt í úrslitum svigkeppninnar á HM í Frakklandi. „ÞETTA var erfiðasta braut sem ég hef tekið þátt í á ferlinum. Þeir keppendur sem ég hef rætt við segja sömu sögu,“ sagði skíðamaðurinn Björgvin Björg- vinsson í samtali við Morgunblaðið í gær, eftir að hann féll úr leik í síðari umferð svigkeppni heimsmeist- aramótsins í Val d’Isere í Frakklandi. Björgvin var í 27. sæti eftir fyrri ferð og en var óheppinn og krækti í hlið þegar skammt var eftir í markið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.