Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.2009, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2009 Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „Ég hef lengi látið mig dreyma um að fá að lyfta bikarnum á loft sem fyrirliði. Alveg frá því ég var smástrákur í Heið- arskóla í Leirársveitinni,“ sagði fyr- irliði Stjörnunnar, Fannar Helgason frá Ósi. Fannar var gríðarlega sterkur undir körfunni og tók hann alls 19 frá- köst og gaf ekkert eftir í varn- arleiknum. „Ég hef upplifað þetta áður sem leikmaður ÍR. En þetta er mikið stærra fyrir mig persónulega. Stjarnan mætir hér til leiks sem liðið sem enginn hafði trú á. KR er án vafa með sterk- asta liðið á landinu en við vissum að það væri hægt að leggja þá að velli ef sam- vinnan og baráttan væri til staðar. Það eru allir með það á hreinu hvað þeir eiga að gera í þessu liði og það eru allir sáttir,“ sagði Fannar. „Það átti að leggja deildina niður“ Frá því að Teitur Örlygsson tók við þjálfun Stjörnunnar í lok nóvember á s.l. ári hefur gengi liðsins verið ótrú- legt. Allt hefur breyst í leik liðsins og hlutverk hvers leikmanns er skilgreint með nákvæmum hætti. Bandaríkja- maðurinn Justin Shouse stjórnar leik liðsins eins og herforingi. Jovan Zdra- vevski er lykilmaður í sókn sem vörn og fyrirliðinn Fannar Helgason rífur niður fráköstin og leikur vörnina af krafti. Kjartan Kjartansson er uppalinn í liði Stjörnunnar og hann gerði fína hluti í lokaleikhlutanum þegar mest á reyndi. Alls skoraði Kjartan 11 stig og hann var alveg með það á hreinu að Teitur Örlygsson væri besti þjálfarinn á land- inu.„Ekki spurning. Teitur hefur gjör- samlega snúið þessu liði á hvolf. Við gátum ekki neitt fyrir áramót og það er alveg magnað að fagna þessum tíma- mótum hjá mínu félagi. Það er ekki langt síðan að menn voru að velta því fyrir sér að leggja þessa körfuknatt- leiksdeild einfaldlega niður þegar við vorum í 1. deildinni. Ég er gríðarlega stoltur af því að vera hluti af þessu magnaða liði,“ sagði Kjartan. KR-ingar töpuðu sínum fyrsta leik tímabilinu gegn Grindavík s.l. mánu- dag. Fram að þeim leik hafði KR unn 16 deildarleiki, og 8 leiki í báðum bik arkeppnum KKÍ. KR hitti fyrir lið í gær sem barðist eins og ljón frá upp- hafi og margir lykilmanna KR léku langt undir getu í vörn sem sókn. Jón Arnór Stefánsson hitti vel í upphafi leiks og skoraði hann alls 29 stig. Un lok leiksins var eins og að KR-ingar væru að bíða eftir því að Jón Arnór myndi taka liðið á herðar sér og kom því inn í leikinn á ný. Í stað þess að n alla þá krafta sem búa í liðinu í sókn- arleiknum. Jason Dourriseau vill ef- laust gleyma þessum leik sem fyrst e Bandaríkjamaðurinn hitti aðeins úr alls 9 skotum sínum utan af velli. Og voru þau flest tekin af stuttu færi un körfunni. Morgunblaðið/ha Bikarmeistarar Leikmenn Stjörnunnar fögnuðu vel og innilega í leikslok eftir 78:76 sigur liðsins gegn KR í úrslitum Subwaybikarsins. Þetta var í fyrsta sinn sem Stjarnan leikur til úrslita um bikarinn. Stjarnan skein skært í Höllinni  Stjarnan bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Fáir áttu von á 78:76 sigri Garðabæjarliðsins gegn sterku liði KR  Barátta, dugnaður og þor einkenndi Stjörnuliðið  KR brotnaði þegar mest á reyndi STJARNAN úr Garðabæ skrifaði nafn sitt í sögu körfuknattleiksíþróttarinnar á Íslandi í gær með ótrúlegum 78:76- sigri gegn KR í úrslitum Subwaybik- arkeppni KKÍ. Fáir áttu von á því að Stjörnunni tækist að leggja hið geysi- sterka KR-lið að velli en barátta, dugn- aður og þor Stjörnumanna var einfald- lega of stór biti fyrir KR að þessu sinni. KR – Stjarnan 76:78 Laugardalshöllin, úrslitaleikur bikarkeppni karla, Subway-bikarinn, sunnudaginn 15. febrúar 2009. Gangur leiksins: 2:3, 13:5, 19:16, 21:23, 24:25, 28:30, 31:38, 35:42, 42:47, 48:59, 56:64, 65:69, 71:75, 76:78. Stig KR: Jón Arnór Stefánsson 29, Jakob Örn Sigurðarson 15, Darri Hilmarsson 9, Jason Dourriseau 6, Brynjar Björnsson 5, Fannar Ólafsson 5, Helgi Magnússon 5, Pálmi Sigurgeirsson 2, Fráköst: 17 í vörn – 22 í sókn. Stig Stjörnunnar: Jovan Zdravevski 23, Justin Shouse 22, Kjartan Kjartansson 11, Fannar Helgason 11, Guðjón Lárusson 9, Hjörleifur Sumarliðason 2. Fráköst: 36 í vörn – 13 í sókn. Villur: KR 21 – Stjarnan 22. Dómarar: Jón Guðmundsson og Sigmundur Már Herbertsson, góðir. Áhorfendur: Um 2000. „VONBRIGÐIN eru að sjálf- sögðu gríðarleg og ég get eig- inlega ekki lýst því hvernig mér líður,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson leikmaður KR eftir tapið gegn Stjörnunni. „Það klikkaði eiginlega allt hjá okkur. Skotin fóru ekki of- aní, vörnin var léleg í upphafi leiksins og við náðum aldrei okkar takti. „Stóra skotið“ kom aldrei þar sem við náðum að jafna eða komast yfir. Það getur vel verið að okkar leikur hafi verið öðruvísi en áður en samt vorum við að nota sömu kerfin og áður. Stjarnan er með hörkulið. Við vanmátum þá ekki,“ sagði Jakob. seth@mbl.is „Það klikkaði eiginlega allt“ Jakob Örn Sigurðarson „ÞEIR eru með hörkulið og þeir náðu fram styrkleikum sínum gegn okkur. Þetta er stemn- ingslið og við gáfum þeim tækifæri til þess að leika eins og þeir vildu. Við fengum einfaldlega rennblauta tusku beint í andlitið á okkur og þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur og stuðn- ingsmenn KR,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson að- stoðarþjálfari KR eftir tapið. Hann var sammála því að einbeitingin í liði KR hefði oft verið meiri. „Við klikkuðum á vítaskotum og auðveldum skotum undir körfunni. Það segir alla söguna um hvernig hugarfarið var í dag. Fráköstin voru ekki til staðar og boltaflæðið var ekki gott í sóknarleiknum. Byrjunin lofaði góðu en eftir fyrsta leikhluta hittum við mjög illa. Vanmat var ekki til staðar. Við erum beygðir en við brotnum ekki við þetta mótlæti.“ seth@mbl.is „Beygðir en við brotnum ekki“ „ÞETTA er fyrsti titillinn á mínum ferli og mér líður stórkostlega. Stjarnan er frábært félag, liðs- heildin er mikil, og þessi úrslit eru ótrúleg. Það var enginn sem hafði trú á þessu nema við,“ sagði Jovan Zdravevski leikmaður Stjörnunnar en hann hafði sérstaklega gaman af því að sigra KR þar sem hann lék um tíma á síðustu leiktíð. „Já, ég viðurkenni að það var meiri áskorun fyrir mig að þetta var KR sem var að leika gegn okkur. Þeir höfðu ekki trú á mér sem leikmanni og ég vildi sanna það að þeir hefðu rangt fyrir sér,“ sagði Jovan en hann skoraði 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jovan er íslensk- ur ríkisborgari en er fæddur í Makedóníu. Hann lék með Skallagrími í Borgarnesi í þrjú ár áður en hann fór í KR haustið 2007 en hann skipti yfir í Stjörnuna um áramótin 2008. seth@mbl.is „Stjarnan er frábært félag“ JUSTIN Shouse leikmaður Stjörnunnar var einnig í sig- urliðinu í bikarúrslitaleiknum fyrir ári síðan sem leikmaður Snæfells. Justin stjórnaði leik Stjörnunnar af festu og hann var ekki vafa um að fáir höfðu trú á því að Stjarnan myndi sigra KR. „Ég held að það hafi nú ekki verið margir sem spáðu okkur sigri. Það sem skipti mestu máli var að við höfðum trú á okkur. Frá því í desember höfum við unnið nánast alla lei Við erum „heitasta liðið“ á Íslandi og við vildu sýna það í þessum leik að allt er mögulegt í íþróttum,“ sagði Justin Shouse. seth@mbl.is „Ekki margir sem höfðu trú á okkur Justin Shouse

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.