Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Prag Nú er upplagt að skreppa til Prag og njóta lífsins í þriggja nátta helgarferð í þessari einstaklega fögru borg á ótrúlegum kjörum. Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu flugsætunum, þú bókar tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Bjóðum einnig frábær sértilboð á gistingu á völdum hótelum á ótrúlegum kjörum. Haustið í Prag er einstakt og frábært að heimsækja borgina og njóta lífsins. Í Prag er hagstætt verðlag og þar eru frábær tækifæri til að gera hagstæð innkaup og njóta lífsins í mat og drykk. Ath. aðeins örfá sæti í boði og takmarkaður fjöldi herbergja! Verð getur hækkað án fyrirvara. 24. september frá kr. 39.900 2 fyrir 1 til Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Frábær gisting í boði - allra síðustu sætin! Ótrúlegt sértilboð Verð kr. 39.900 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Sértilboð 24. september. Gisting frá kr. 4.900 Netverð á mann á nótt m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði á Top Hotel Praha ****. Aukalega m.v. gistingu á Hotel Clarion Congress **** kr. 3.000 pr. nótt. Aukalega m.v. gistingu á Hotel Corinthia Towers ***** kr. 5.000 pr. nótt. FORELDRAR nemenda Hóla- brekkuskóla aka nú um sérstakt hringtorg við skólann þegar þeir hleypa börnunum sínum út við skólann og kyssa þau bless. Hringtorginu, eða sleppibíla- stæðinu eins og það er kallað, var bætt við á síðustu metrunum við undirbúning breytingar á skólalóð- inni, að sögn Hólmfríðar G. Guð- jónsdóttur skólastjóra. „Hringtorgið, sem margir bílar geta farið um á stuttum tíma, var sett til þess að auka öryggið enn frekar. Við höfum verið það lánsöm að hafa verið með til margra ára mjög öflugan gangbrautarvörð sem stjórnar umferðinni vel. Gang- brautarvörðurinn er fastur punktur í tilverunni hjá okkur í hverfinu og börnin koma með foreldrum sínum og færa honum kökur á aðvent- unni,“ greinir Hólmfríður frá. Alsæl með breytingarnar Hún kveðst ekki bara ánægð með hringtorgið, heldur allar breytingar á skólalóðinni. „Ég er alsæl með þetta allt saman. Maður finnur hvað góð skólalóð hefur mik- ið að segja varðandi félags- og sam- skiptaþroska barnanna. Þetta er al- veg ótrúlegur munur. Þetta er svo fjölbreytilegt. Það verða miklu færri árekstrar milli barnanna af því að þau hafa svo mikið við að vera.“ Á skólalóðinni hefur verið komið fyrir margvíslegum leiktækjum og tækjum til íþróttaiðkunar. Fjöl- margar runnategundir hafa verið gróðursettar og setbekkjum hefur verið komið fyrir. Á lóðinni er einn- ig sérstakt stærðfræðisvæði. Að sögn Hólmfríðar tóku nem- endur, skólastarfsmenn og for- eldrar þátt í hugmyndavinnu vegna breytinganna sem hún segir alla stolta af. „Einn bekkur kom nánast með heila bók og nemendur komu líka með teikningar sem tekið var tillit til. Nemendur lögðu sérstaka áherslu á setbekki, ekki bara þeirra sjálfra vegna heldur einnig vegna starfsfólksins. Við skólastarfsmenn fórum líka gaumgæfilega yfir hvað við sáum fyrir okkur og einnig for- eldraráðið. Þetta er búin að vera góð samvinna.“ ingibjorg@mbl.is Kysst bless við sleppibílastæði Morgunblaðið/Árni Sæberg Hólabrekkuskóli Nemendur tóku ásamt foreldrum og starfsfólki þátt í að móta breytingar á skólalóðinni.  Hringtorg var sett til þess að auka öryggi enn frekar við Hólabrekkuskóla  Gangbrautarvörður fastur punktur í tilverunni  Sérstakt stærðfræðisvæði Eftir Andra Karl andri@mbl.is FÉLAG yfirlögregluþjóna leggst al- farið gegn hugmyndum dómsmála- ráðherra um einn lögreglustjóra yfir öllu lögregluliði landsins. Starfshóp- ur um endurskipulagningu lögregl- unnar hefur þegar beint því til ráð- herra að stigið verði skref í átt til sameiningar embætta, og frumvarp þess efnis lagt fyrir Alþingi um leið og það kemur saman. Ályktun Félags yfirlögregluþjóna var send ráðherra á miðvikudag en fundur var haldinn degi áður. Sá var fjölmennur að sögn formannsins, Geirs Jóns Þórissonar. Aðild að fé- laginu eiga yfirlögregluþjónar og að- stoðaryfirlögregluþjónar, á sjötta tug manna. „Við teljum skynsamlegt að fækka embættum úr fimmtán í sex til átta og haldið verði áfram á braut sem mörkuð var af fyrri dóms- málaráðherra.“ Embætti eiga að vera sjálfstæð Dómsmálaráðherra kynnti í lok júlí hugmynd um eitt lögreglulið í landinu, skipt niður á sex til átta um- dæmi undir nýju embætti; lögreglu- stjóra Íslands. Yfir umdæmunum yrðu svo umdæmisstjórar. Yfirlögregluþjónar telja helst til mikla miðstýringu felast í hugmynd- um dómsmálaráðherra. „Það sjónar- mið er uppi að það sé nauðsynlegt, ef lögregluliðum verður fækkað, að það verði stjórnendur sem geti tekið af skarið. Það sé of mikil miðstýring ef einn lögreglustjóri sé yfir landinu, staðsettur í Reykjavík,“ segir Geir Jón og einnig að löggæslulega séð sé betra að vera með sjálfstæðar ein- ingar, s.s. upp á metnað, samanburð og fagmennsku. Haukur Guðmundsson er formað- ur starfshóps ráðherrans. Hann seg- ir litið til þess að nauðsynlegar laga- breytingar vegna sameiningar lög- regluembætta liggi fyrir um áramót. „Slík stækkun er talin skynsamlegt skref þótt ekki sé það að mínu viti nægjanlegt,“ segir Haukur. „Vand- inn sem við glímum við er að tíma- ramminn sem við höfum til að und- irbúa breytingar, sem taka eiga gildi á næsta ári, er mjög knappur.“ Að sögn Hauks verður væntan- lega haldið áfram að útfæra tillögu um sameiningu lögreglunnar í eina liðsheild „[en] innan slíkrar stofnun- ar þurfi að vera öflug staðbundin lögregluembætti“. Vilja ekki einn lögreglustjóra yfir landinu Sameining embætta lögð til við ráðherra Morgunblaðið/Frikki Formaður Geir Jón Þórisson, for- maður Félags yfirlögregluþjóna. Í FORSENDUM fjárhagsáætlunar, sem kynnt var á fundi borgarráðs í gær, gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir svipaðri þróun atvinnu- og efnahagsmála og Seðlabankinn og almennri lækkun tekna og hækkun velferðarútgjalda. Gert er ráð fyrir að skatttekjur lækki um u.þ.b. 6% eða tæplega 2,5 milljarða króna, fjármagnstekjur lækki um 1,3 millj- arða og velferðarútgjöld aukist um tæplega tvo milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borg- inni. Til að mæta þessum breytingum mun Reykjavíkurborg þurfa að draga saman í rekstrarútgjöldum um rúmlega 6% á komandi fjár- hagsári. Við ákvörðun fjárhags- ramma til einstakra málaflokka var forgangsraðað í þágu grunnþjón- ustu, barna og velferðarmála. Þannig er minni krafa um hagræð- ingu á menntasviði, leikskólasviði og íþrótta- og tómstundasviði en á öðrum sviðum. Gert er ráð fyrir að fagráð og fagsvið Reykjavíkurborgar skili til- lögum að starfs- og fjárhagsáætlun 14. október og að borgarstjórn ljúki umræðu um frumvarpið í byrjun desember. Börn og vel- ferð í forgang

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.