Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÚTISTANDANDI skuldir Bakka- varar við íslenska lánardrottna nema rúmum 25 milljörðum króna. Á með- al kröfuhafa eru lífeyrissjóðir sem eiga skuldabréf Bakkavarar sem átti að greiða í maí s.l. Ágúst Guð- mundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, sagði við frétta- stofu RÚV og Morgunblaðið í gær að sú aðgerð að selja 39,62% hlut Exista í Bakkavör til fé- lags í sinni eigu og bróður síns hafi verið til þess að fyrirbyggja að lánasamningar Bakkavarar yrðu gjaldfelldir. Það myndi þýða að rekstrarfélög Bakka- varar færðust í faðm erlendra kröfu- hafa félagsins. Móðurfélag Bakka- varar yrði skilið eftir og íslenskir kröfuhafar fengju ekkert upp í sínar kröfur. Þar er m.a. um að ræða Líf- eyrissjóðinn Gildi og Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Að sögn Ágústs eru ákvæði í lána- samningum Bakkavarar við erlenda lánardrottna um að Exista þurfi að eiga að lágmarki 30% í Bakkavör eða að hlutafélag í eigu Ágústs og bróður hans Lýðs þurfi að eiga a.m.k 30% í Bakkavör. Með sölu á Bakkavör til félags í sinni eigu hafa bræðurnir tryggt sína hagsmuni. Ekki má skilja orð Ágústs öðruvísi en svo að þetta hafi verið nauðsynleg aðgerð til að vernda hagsmuni innlendra kröfu- hafa. Hins vegar er í reynd fólgin dulbúin hótun í orðum hans til inn- lendra kröfuhafa um að þeir verði að fara að vilja hans og bróður hans Lýðs, ella tapi þeir kröfum sínum. Samkvæmt þessu var aldrei í inni í myndinni að innlendir kröfuhafar Bakkavarar tækju yfir stjórn félags- ins, þrátt fyrir að eiga 25 milljarða króna kröfu á móðurfélagið. Dulbúin hótun bræðra í garð íslenskra kröfuhafa Stjórnarformaður Bakkavarar segir að íslenskir kröfuhafar hefðu getað tapað öllu Í HNOTSKURN »Kaupverðið sem eignar-haldsfélag Bakkabræðra, ELL 182 ehf., leysti til sín 39,62% hlut í Bakkavör á er 8,4 milljarðar. »Ekkert eigið fé var lagtfram, heldur lánaði Exista, seljandinn, alfarið fyrir kaup- unum. »Samkvæmt þessu erBakkavör verðlögð á 21,2 milljarða króna, sem er tæp- lega fjórum milljörðum minna en sem nemur kröfum ís- lenskra kröfuhafa félagsins, en þær nema 25 milljörðum króna. Svo virðist sem það hafi aldrei verið inni í myndinni að íslenskir kröfuhafar Bakkavarar gætu breytt kröfum sínum í hlutafé. Bakkabræður hafa nú tryggt hagsmuni sína. Ágúst Guðmundsson ÞETTA HELST ... ● DANSKA ríkis- stjórnin ætlar að láta kanna hvort ástæða sé til að hefja málsókn á hendur stjórn danska fjármála- eftirlitsins vegna meints ónógs eft- irlits með Hróars- keldubanka, en bankinn varð gjaldþrota fyrr á þessu ári. Þetta var niðurstaða fundar sem Lene Espersen, efnahags- og við- skiptaráðherra Danmerkur, átti með fjármálanefnd danska þingsins um miðjan síðasta mánuð. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef danska við- skiptablaðsins Børsen. Í minnisblaði ráðherrans, sem tekið var saman eftir fund hennar með þing- nefndinni, segir að hún telji að störf fjármálaeftirlitsins séu traust og fag- leg. Gjaldþrot Hróarskeldubankans sé hins vegar svo alvarlegt mál, að það þurfi nánari skoðun og jafnframt þurfi að kanna hvort niðurstaða slíkrar skoð- unar geti haft einhverjar afleiðingar. gretar@mbl.is Þáttur danska fjármála- eftirlitsins kannaður Lene Espersen fjölga einstakingum á van- skilaskrá, verði ekkert að gert,“ segir Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra.. „Markmið okkar með væntanlegum aðgerð- um er hins vegar að það fjölgi ekki í þessum hópi, heldur að það fækki verulega í honum.“ Árni Páll segir að það eina já- kvæða við vanskilatölur sé, að í ljós hafi komið að fólk sitji ekki fast á vanskilaskrám. Nokkur hundruð manns hafi þrátt fyrir allt tekist að komast af þessum skrám á umliðnum mánuðum. Vandinn eykst Samkvæmt spálíkani Creditinfo mun einstaklingum á Norðurlandi eystra hlutfallslega fjölga mest á vanskilaskrá á næstu tólf mán- uðum. Samtals voru liðlega eitt þúsund einstaklingar á van- skilaskrá á svæðinu í lok ágúst. Creditinfo spáir því að þeim fjölgi um u.þ.b. 600, verði ekkert að gert. Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, segist telja að þetta lýsi kannski vel þeim vanda sem heimilin í landinu standi frammi fyrir. Vand- inn sé hægt og sígandi að aukast og fleiri og fleiri venjuleg heimili FRÉTTASKÝRING Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Í Morgunblaðinu í gær var frá því greint að samkvæmt samantekt fyrirtækisins Creditinfo eru nú tæplega 20 þúsund einstaklingar á vanskilaskrá. Hefur þeim fjölgað um tæplega 20% frá bankahruninu í októbermánuði í fyrra. Á van- skilaskrá fara einungis þau mál sem komin eru í svokallaða löginn- heimtu. Samkvæmt spálíkani sem Creditinfo hefur þróað til að spá um þróun skuldastöðu, mun fjölga um 7.500 einstaklinga á van- skilaskrá, verði ekkert frekar að gert í málefnum skuldugra heim- ila. „Það liggur fyrir að það muni geti ekki staðið í skilum með greiðslur af skuldum sínum. „Hér á Norðurlandi eystra var ekki eins mikil þensla og á suð- vesturhorni landsins, þó fólk hafi auðvitað einnig skuldsett sig hér,“ segir Björn. „Ég skynja vandann á okkar svæði hins vegar þannig að hann sé hægt og sígandi að aukast, vegna þess að ekkert er verið að gera til að hjálpa venju- legu fólki. Það held ég að skýri þessa miklu aukningu sem spáð er hér. Fólk stóð nokkuð vel en venjulegt fólk er hins vegar að missa tökin á hlutunum.“ Björn segir að það virðist skorta vilja til að gera nokkuð fyrr en fólk er komið fram á brúnina. Glórulaust sé hins vegar að horfa upp á heimilin í landinu brenna upp með allri þeirri angist sem því fylgi og sé stöðugt að aukast. Hlutfallið hæst á Suðurnesjum Á meðfylgjandi teikningu kemur fram að hlutfallslega eru flestir á vanskilaskrá á Suðurnesjum, þeg- ar horft er á hlutfall þeirra af heildarfjölda íbúa í viðkomandi landshluta. Það skýrist væntanlega að stórum hluta af þeirri þróun sem verið hefur í atvinnumálum þessa svæðis á umliðnum árum. Meðal fyrstu mála Alþingis Árni Páll Árnason segir að enn sé stefnt að því að niðurstöður nefnd- ar þriggja ráðherra, sem falið hef- ur verið að endurskoða löggjöf sem lýtur að úrræðum fyrir heim- ili og einstaklinga í greiðsluerf- iðleikum, og leggja fram tillögur um leiðir til að styrkja stöðu lán- takenda á fjármálamarkaði, liggi fyrir í lok þessa mánaðar. „Við er- um að vinna á fullu að því að þetta takist, þannig að þetta verði meðal fyrstu mála nýs þings þegar það kemur saman í byrjun október,“ segir félags- og trygginga- málaráðherra. Fækka á einstaklingum á vanskilaskrá Hlutfallslega mun einstaklingum á vanskilaskrá fjölga mest á Norðurlandi eystra, verði ekkert að gert Sem hlutfall af íbúafjölda voru flestir á vanskilaskrá á Suðurnesjum í lok ágústmánaðar síðastliðins                       -  -  -  -  -  -  -  - . + /4567898:%; $  "# %    &   '  &   ( )* + ', $ "  %  "# - "# )  "  "  ' " .  (     < + %&' (    Markmiðið með væntanlegum aðgerðum til aðstoðar heimil- unum í landinu er m.a. að ein- staklingum á vanskilaskrá fækki umtalsvert og að nýir bætist ekki við jafnóðum og aðrir fara út. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is HAGAR, móðurfélag Hagkaupa, Bónuss, 10-11, Útilífs o.fl verslana, gefa út skuldabréfaflokka og því eru lagðar þær skyldur á herðar fyr- irtækisins að birta ársreikning sinn í Kauphöllinni. Þegar Hagar frestuðu birtingu ársreiknings hinn 30. júní sl, kom fram í tilkynningu frá félag- inu að ársreikningurinn yrði lagður fram á ársfundi félagsins. Ein ástæða þess að Hagar frest- uðu sinni birtingu er að uppgjörsár Haga hefst 1. mars, en ekki 1. jan- úar. Birta þarf ársreikning innan sex mánaða frá lokum síðasta upp- gjörsárs og því átti félagið að birta reikning í lok júní. „[Undanþáguheimild] breytir því ekki að út frá innherjasjónarmiðum er mönnum skylt að birta fjárhags- legar upplýsingar,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphall- arinnar. Aðspurður hvort Hagar hafi birt fjárhagslegar upplýsingar segir Þórður að málið sé í vinnslu og vill ekki tjá sig í smáatriðum um málefni Haga. „Við teljum að um- rædd lagagrein sem veitir und- anþáguheimild [í lögum um verð- bréfaviðskipti innsk. blm] sé of rausnarleg í þessum efnum. Það get- ur því vel verið að við setjum það í reglur Kauphallarinnar að félögum verði skylt að birta reikningana. Það er ekki í þágu góðra viðskiptahátta að þessar upplýsingar liggi ekki fyr- ir,“ segir Þórður. „Við erum að endurfjármagna þennan skuldabréfaflokk og komum til með að greiða hann á gjalddaga sem er í síðari hluta október. Eitt af markmiðum okkar er að vera ekki með skráð bréf,“ segir Finnur Árna- son, forstjóri Haga. Að sögn Finns er endurfjármögnun skuldabréfa- flokksins á lokastigi. „Við munum ekki birta ársreikninginn,“ segir hann. Hagar munu ekki birta ársreikning Morgunblaðið/Brynjar Gauti Forstjórinn Finnur Árnason vinnur að endurfjármögnun skuldabréfa. BYR sparisjóður er kominn með sjálfstæða greiðslumiðlun fyrir erlend viðskipti í öllum helstu myntum. Eftir fall Sparisjóðabankans tók Byr að sér erlenda og inn- lenda greiðslumiðlun fyrir sig og aðra sparisjóði í landinu í gegn- um reikninga Seðlabanka Íslands. Sú lausn var aðeins hugsuð sem tímabundin, því markmiðið var að gera Byr og sparisjóðina sjálf- stæða er kæmi að erlendum við- skiptum, samkvæmt tilkynningu. gretar@mbl.is Greiðslu- miðlun Byrs ;=>% ;=> // 01 21 - - ;=>& '?>  / 21 21 - - 7@A  :  013 01/ - - %96 7C>  /3 21 21 - - ;=>(, ;=>)D  231/ 21 - -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.