Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 16
„Það er ekkert til sem heitir ókeypis hádegismatur“ segja Bandaríkjamenn stundum og þó það sé nú yfirleitt raunin þá segir máltækið ekkert til um ódýran hádegismat. Á Laugaveginum er hægt að kaupa sér hádegismat á undir 1.500 kr. á að minnsta kosti fimmtán stöðum. In gó lf ss tr æ ti S m ið ju st íg ur Fr ak ka st íg u r Va tn ss tí gu r K la p p ar st íg u r Ve ga m ót as tí gu r S kólavörðustígur B ar ón ss tí gu r V it as tí gu r S n or ra b ra u t Laugavegur 7 8 910 11 12 13 14 15 1 2 34 5 6 Ódýrt út að borða Stúdíó 29 Hægt er að kaupa súpu, salat og brauð á 1.400 kr. af hádegisverðarmatseðli.Að auki fást ýmsir smærri réttir undir 1.200 kr. Eldsmiðjan Velflestar 10 tommu pitsurnar eru undir 1.500 kr. Atid sportbar - Thai Restaurant Ýmsir girnilegir réttir á 1.490 kr.Að auki er hægt að fá núðlu- eða hrísgrjónasúpu með kjöti að eigin vali á 1.000 kr. Kitchen Flest á hádegisverðarmat- seðlinum er undir 1.500 kr. T.d. karríkjúklingur á 1.290 kr. og lamb chat masala á 1.490 kr. en báðir réttirnir eru bornir frammeð hrísgrjónum eða naan-brauði. Núðluhúsið Hægt er að velja rétti úr borði á 900 eða 1.100 kr., eftir því hvaða stærð er valin. Á matseðli má t.d. kaupa kjúkling í panangsósu á 1.300 kr. og núðlur á 1.100-1.200 kr. og fylgja hrísgrjónmeð. Svarta kaffið Súpa í brauði, það sem Svarta kaffið er einna þekktast fyrir, kostar 1.390 kr. Mmmmm súpur & safar Súpa dagsins kostar 690 kr. og kosta réttir dagsins frá 1.090-1.390 kr. Rossopomo- doro Súpa dagsins kostar 890 kr. Scandinavian smørrebrød & brasserie Þar er hægt að kaupa alls konar smurbrauð sem flest kosta undir 1.500 kr. Santa María Staðurinn er þekktur fyrir ódýra rétti en allir aðalréttir eru á 1.190 kr. Kaffi Hljómalind Grænmetissúpa með brauði og sódavatni á 1.200 kr., burrito með salati og sódavatni á 1.400 kr. Café Óliver Fjöldi rétta á hádegisverðar- matseðli á undir 1.500 kr.T.d. satay salat með kjúklingi á 1.490 kr., grillaður Dijon brie hamborgari á 1.290 kr. og sjávarréttasúpa á 1.290 kr. Asía Hlaðborðið í hádeginu kostar 1.200 kr., allir sjávar-, núðlu- og hrísgrjónaréttir 1.350 kr., og kjúklingaréttir 1.450 kr. Ítalía Súpur eru á verðbilinu 1.100-1.350 kr. Tivoli Café Súpur kosta 800-1.390 kr., og hamborgarar 1.390-1.490 kr. Í KVÖLD kl. 20 verður norska hrollvekjan Dauð- ur snjór sýnd í Sundhöll Reykja- víkur. Að sögn Jóns Agnars Óla- sonar, kynning- arfulltrúa RIFF, hefur RIFF áður staðið fyrir sundlaugarsýningu og þótti hún takast vel. „Við fengum þessa mynd á hátíðina og sáum strax að hún gæti gengið fyrir sundlaug- arbíó, sem er næstum sundlaugar- partí, því þetta er eiginlega unglinga- hrollvekja,“ segir hann. Stórt sýningartjald verður fest upp á milli sundlauganna í Sundhöllinni og mynd- inni varpað samtímis báðum megin á tjaldið svo fólk getur verið í hvorri lauginni sem er eða setið á bakkanum. Dauður snjór segir frá átta ungum læknanemum sem leggja saman af stað í páskafrí í norskum fjallakofa. Þegar þeir koma í skálann komast þeir að því að ógeðfelldir nasistar ofsóttu íbúa svæðisins rúmum sextíu árum fyrr og rupluðu þar og rændu, þar til bæjarbúar gerðu uppreisn gegn ofríki þeirra undir lok stríðsins. Þá flúði for- ingi þeirra ásamt fleiri nasistum upp í fjöllin með stóran hluta ránsfengsins. Ránsfenginn finna stúdentarnir svo í fjallakofanum en á honum hvílir svo sannarlega bölvun, því þótt nasist- arnir illu hafi króknað úr kulda yfir sextíu árum áður snúa þeir alltaf aftur, nú sem uppvakninga-nasistar. Sundlaugarbíó hjá RIFF Lifandi dauðir nasistar 16 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 Hvað viltu lesa? Sendu okkur tölvupóst á daglegtlif@mbl.is Helga Lilja Magnúsdóttir útskrif-aðist úr fatahönnun frá Listahá-skóla Íslands árið 2006 en húnvinnur nú við vöruþróun hjá Ni- kita. Áður starfaði hún í fatabúðinni Trilogiu og sá m.a. um innkaup á flíkum. Spurð hvern- ig hún lýsi sínum fatastíl er Helga Lilja snögg að svara: „Þröngt að neðan, vítt að of- an.“ Hún segir stíl sinn ekki hafa breyst eftir að hún hætti að vinna hjá Trilogiu, sem einbeitti sér að frekar dýrum og fínum hönnunar- flíkum, og byrjaði hjá Nikita sem sérhæfir sig í brettafatnaði og svokölluðu „streetwear“ fyrir stelpur. „Hann varð aðeins afslappaðri og breikkaði en breyttist ekki.“ Helga Lilja segir að áður fyrr hafi hún verið dugleg að kaupa sér föt en eftir að hún hóf störf hjá Ni- kita breyttist það þar sem hún fær mikið af fötum gefins. „Eftir að ég byrjaði að vinna hjá Nikita þá kaupi ég mjög fáar flíkur því Nikita er með svo mikið úrval af flíkum að það er eitthvað sem hentar öllum.“ Laugardaginn 26. september nk. opnar Ni- kita fyrstu búð sína hér á landi, á Laugavegi 56. „Þetta verður móðurskipið okkar,“ segir Helga Lilja. „Það er geðveikt „concept“ á bak við búðina. Það er kominn tónleikapallur í garðinn og hjólabrettarampur og reglulega verður ýmislegt skemmtilegt í gangi þar.“ Það verður mikið húllumhæ í kringum opn- unina en kl. 21 um kvöldið verður GusGus með útgáfutónleika í garðinum. Í búðinni verða ekki bara seld hefðbundin „streetwear“ föt því Nikita hannar líka fínni föt fyrir stelpur undir merkinu Selekzion. „Selekzion er í raun allt annar handleggur en Nikita upp á snið og hugmyndavinnu að gera,“ segir Helga Lilja. Þá framleiðir Nikita föt á stráka undir merkinu Atikin sem eru seld í búðinni Noland í Kringlunni. „Atikin- línan er mjög lítil en hún byrjaði út af því að það var svo mikið beðið um strákalínu,“ segir Helga Lilja sem útilokar ekki að hún eigi eft- ir að stækka. „Þetta fyrirtæki er bara á leið- inni upp þannig að ég sé það alveg gerast.“ Nikita veturinn 2010 - 11 „Mér finnst þetta æðis- legt snið og mjög fallegt munstur sem Esther Ír gerði sem vinnur hjá Nikita og mér finnst liturinn fallegur og fara mér vel.“ Úr Aftur „Mér finnst þetta ótrúlega góð hugmynd hjá þeim en mér finnst þessi peysa minna mig á ullarpeys- urnar sem maður átti þegar maður var lítill og það gefur mér notalega tilfinningu. Svo fannst mér leðurkögrið geðveikt því ég er mjög hrifin af öllu kögri og prjóni.“ Morgunblaðið/Golli Héðan og þaðan Blái kjóllinn er frá merkinu Best behavior og var keyptur í Trilogiu. „Mér finnst sniðið á honum fal- legt og efnið í honum æð- islegt.“ Sokkana og Dr. Martens-skóna keypti Helga Lilja í Taívan í vor. „Mér finnst ótrúlega þægilegt og mjög fallegt að vera í háum sokkum. Mér finnst það passa við allt.“ Hún er ekki síður hrifin af skónum. „Skórnir mínir eru eitthvað sem ég fer ekki úr, mér finnst þeir passa við bók- staflega allt. Þeir festust eiginlega bara við mig þegar ég keypti þá.“ Daglegt líf kíkti í fataskápinn hjá Helgu Lilju Magnúsdóttur fatahönnuði LYKTARLAUS leirmaski sem inniheldur aprí- kósuolíu og aloe vera sem róar og græðir húðina. Mud Mask er djúphreinsimaski sem fjarlægir öll óhreinindi og dauðar húð- frumur. Maskinn er borinn á and- litið og hann hafður á í 15 mín. og síðan tekinn af með rökum Cleansing Towel- hreinsiklút. Hent- ar jafnt venju- legri og blandaðri húðgerð. Fæst í Make up store í Kringlunni og Smára- lindinni og kostar 3.690 kr. Í snyrtitöskuna Mud Mask UNNENDUR Dans Browns, sem eru milljónir um allan heim, þurfa engu að kvíða við lestur nýjustu bókar hans. The Lost Symbol uppfyllir þær væntingar sem gerðar eru til höfundarins. Robert Lang- don leitar vinar síns sem rænt hefur verið og á í höggi við ógurlegt ill- menni sem svo sannarlega hefur ým- islegt á samviskunni. Bókin er spennandi og viðburðarík og full af óvæntum atvikum. Hún stenst reyndar ekki samanburð við Da Vinci lykilinn en það er heldur ekki sanngjarnt að ætlast til þess. Þetta er bók sem gaman er að lesa og sannar að Dan Brown kann sitt fag. kolbrun@mbl.is Bókin Dan Brown í góðu stuði Spennandi The Lost Symbol. Þröngt að neðan, vítt að ofan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.