Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2009 Model, Naima Mora, vera ein af fyr- irsætunum sem munu stíga á svið. Tískuvikan fer fram á hótelinu Green Valley Ranch sem er eitt af glæsilegustu hótelunum í Las Ve- gas. „Við erum mjög stolt af því að vera ein af tveimur fylgihlutalínum til að verða fyrir valinu að fá að taka þátt í tískuvikunni í Las Vegas. Þeir eru með sérstakan hóp af fólki sem sér um að velja úr hönnuðum og merkjum á tískuvikuna og það þarf að standast ýmsar kröfur, m.a vilja þeir fá skýra hugmynd um uppsetningu á sýningarpallinum og atriðinu sem línan hyggst vera með,“ segir Sigrún Lilja Guðjóns- dóttir í Gyðju Collection. Gyðja Col- lection er væntanleg í verslanir hérlendis í haust og verður línan meðal annars fáanleg í verslunum Steinars Waage. ÍSLENSKU hönnunarlínunni Gyðju Collection hefur verið boðið að taka þátt í tískuvikunni í Las Vegas í febrúar á næsta ári. Gyðju Collec- tion sérhæfir sig í skóm, töskum og beltum í stíl úr framandi hráefnum svo sem snákaskinni. Einungis tvær fylgihlutalínur voru valdar til að taka þátt í tískuvikunni að þessu sinni og er Gyðja ein af þeim. Tísku- vikum erlendis fylgir oft mikil at- hygli. Búast má við mörgum stjörn- um á viðburð sem þennan þar sem þær fylgjast gjarnan mikið með nýj- ustu straumum og stefnum í tísku- heiminum. Að auki er gert ráð fyrir að það leynist stjörnur inn á milli í hópi fyrirsætnanna sem munu sýna fyrir hönnuðina sem taka þátt. Heyrst hef- ur að m.a. muni vinn- ingshafi úr fjórðu ser- íu vinsælu þáttanna America’s Next Top Fylgihlutir Aðeins tvær fylgihlutalínur voru valdar til að taka þátt í tískuvikunni í ár og var Gyðja ein þeirra. Sigrún Lilja Íslenska hönnunar- línan Gyðja Collection hefur vakið mikla athygli og er núna á leið á sýningu í Las Vegas. Tískuvikum er- lendis fylgir oft mikil athygli Boðið á tískuviku í Las Vegas MARGVÍSLEG rök hníga að því að ég ætti ekki að spila póker. Í fyrsta lagi er póker stórhættulegt fjár- hættu- spil sem ég gæti ánetjast. Ég gæti endað á því að spila frá mér allt vit og rassinn úr buxunum. Annað eins hefur nú gerst fyrir marga. Í öðru lagi er það yfirleitt vinahóp- urinn sem tekur sig til og fer að spila. Hvað gæti verið órökréttara en að koma sér viljandi í þá stöðu að annað hvort vinna peninga af vinum sínum, eða tapa peningum til þeirra? Enda- laust er nefnilega hægt að rífast um leikfyrirkomulag og jafnvel styrk- leikaröð handa. Opinberar reglur skipta þar litlu þegar þrasgjarnir vinir eiga í hlut. Í þriðja lagi hef ég nú þegar fengið hæstu mögulegu hönd í svonefndum Texas Hold’em póker. Konunglega litaröð. Í spaða í þokkabót. Auðvitað skipta spilin sjálf ekki öllu máli í póker. Þetta er blekking- arleikur. En allir leikmenn þrá samt inn við beinið fullviss- una sem hlýst af því að vera með hæstu mögulegu hönd. Þá er sjálfstraustið í botni. Þá er allt mögulegt. Þegar ég fékk spaðaröðina fyrir skemmstu dreif ég mig að leggja allt undir. Hvað gerðist? Jú, enginn fór á móti mér og ég græddi ekkert á hönd- inni. Það var ekki fyrr en eftir á sem ég komst að því hvers konar tækifæri ég hafði glatað. Á netinu las ég nefnilega þetta: „Ef þú hefur einhvern tímann velt því fyrir þér af hverju þú hefur aldrei fengið konunglega litaröð, þá er þetta ástæð- an. Af þeim 2.598.960 höndum sem þú gætir fengið í póker, eru aðeins fjórar slíkar litaraðir. Ef þú reiknar þetta út sérðu að til þess að eiga góða von um að fá litaröð þarftu að spila í átta klukkustundir á dag, sjö daga vik- unnar í sjö ár. Ef þú færð litaröðina, mundu þá að njóta augnabliksins.“ Önundur Páll Ragnarsson | onundur@mbl.is ’Ástæður þessað ég ætti ekki að spila póker HeimurÖnundar ÞETTA salat er mun betra en það hljómar. Það er ferskt og gott hvort heldur sem er á Ritz-kex eða snittubrauð og nánast hægt að ábyrgjast að það slær í gegn. Einn poki af frosnu spínati 1 rauðlaukur 1 poki af kremet grönsaksuppe frá Toro 2 dósir sýrður rjómi 4 msk. (létt) majónes 1 dós water chestnuts Látið spínatið þiðna (það er hægt að flýta fyrir með því að láta það standa í sigti yfir heitu vatni). Kreistið vatnið úr spínatinu. Blandið saman sýrða rjóman- um og majónesinu. Setjið spínatið út í það, fínt saxaðan rauðlaukinn, fínt sax- aðar water chestnuts og súpuduftið. Salatið er best daginn eftir að það er gert. Gott í gogginn Morgunblaðið/Heiddi Spínatsalat Fjögurra sýninga leikhúskort kostar aðeins kr.9.900 FÁÐU ÞÉR KORT! Hringdu í síma 551 1200 eða smelltu þér á leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Fös 18/9 kl. 20:00 U Lau 19/9 kl. 20:00 U Fös 25/9 kl. 20:00 U Lau 26/9 kl. 20:00 U Fös 2/10 kl. 20:00 U Lau 3/10 kl. 20:00 Ö Fim 8/10 kl. 20:00 U Fös 9/10 kl. 20:00 Ö Lau 10/10 kl. 20:00 Ö Ákaflega myndræn og flott leiksýning ... get mælt með henni. Felix Bergsson, Rás2 Sýningin var leikhús eins og það á að vera. Skemmtileg, lífleg og töfrandi. Karl Pétur Jónsson, Pressan.is Sölu áskriftarkorta lýkur 30. september!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.