Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is „BRÁÐUM má ég fara í sund í fyrsta sinn í tvö ár. Þá ætla ég að halda sundlaugarpartí því ég veit fátt betra en sund,“ segir Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir, sem sér fram á betri tíð með nýju nýra eftir sex ára veikindi. „Nýrun mín voru orðin ógurlega slöpp. Undanfarin tvö ár hef ég verið með kviðskilunarlegg og þurft að dæla inn í magann á mér tveimur lítrum af „hreinsivökva“ dag hvern. Nú er því lokið.“ Gömul sál í óléttufötum! Jóhanna var tvítug þegar hún fór að kenna sér krankleika. „Ég fór að vera eitthvað svo slöpp og ómöguleg. Það tók langan tíma að finna út hvað að mér væri.“ Ef til vill ekki ein- kennilegt því sjúkdómurinn sem hana hrjáði, smáæðabólga, leggst alla jafna á eldra fólk en ekki korn- ungar stúlkur. „Ég er kannski svona gömul sál að á mig sækja sjúkdómar gamals fólks,“ segir Jóhanna og flissar. „Ég fékk meira að segja þvagsýrugigt í tærnar og það hljóm- ar mjög ellilega! Svo hélt fólk gjarn- an að ég væri ófrísk,“ bætir Jóhanna við. „Það sér á kviðnum þegar í hann er dælt vökva í lítravís. Svo var ég á sterum sem valda gríðarlegri bjúg- söfnun og ég blés út. Þannig að ég sérhæfði mig í óléttufötum í ýmsum stærðum,“ segir Jóhanna, sem á feimnislegan hátt grínast með fylgi- kvilla hins lífshættulega sjúkdóms. Aðspurð hvort veikindin hafi aldrei dregið hana niður segir hún svo ekki vera. „Galdurinn er að eiga góða að og láta ekki sjúkdóminn taka völdin. Ég gerði allt sem ég mögulega gat gert þótt ég yrði að halda mig ná- lægt rafmagnsinnstungum fyrir kviðvökvadæluna. Ég fór út með vin- um mínum, vann hálfan daginn á leikskóla, fór á hestbak og í sauð- burð og réttir.“ Jóhanna segist meira að segja hafa bisað við að draga í dilka. „Ég fann mínar að- ferðir við að gera hlutina og það tókst allt, svona einhvern veginn.“ Jóhanna var úti í sjoppu á Hvammstanga með vinum sínum að fá sér í svanginn þegar síminn hringdi. Tveggja ára bið eftir nýra var lokið. Degi síðar var grætt í hana nýtt nýra á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. „Ég sem hafði ætl- að heim í sveitina að hjálpa mömmu að mjólka!“ Hún kveðst hafa verið ósköp veik fyrsta daginn en svo hafi hún farið að hressast hratt og vel. „Þetta er svo skrýtið, mér var alltaf kalt en núna er mér svo heitt alltaf hreint að það er eins og ég sé komin á breyt- ingaskeiðið! Ekki nóg með það held- ur fékk ég alveg gríðarlega mat- arlyst. Maturinn á sjúkrahúsinu var ólystugur en mér var alveg sama því ég var svo svöng og það var svo gaman að vera svöng!“ Hlýnaði með nýju nýra  Jóhanna var tvítug þegar á hana herjaði skrítinn sjúkdómur sem skemmdi nýrun  Fyrir hálfum mánuði var grætt í hana nýtt nýra eftir tveggja ára bið  Jafnar sig á undraverðum hraða Morgunblaðið/Kristinn Ekki lengur kulvís Jóhönnu Helgu var kalt í sex ár. Nýtt nýra kom líkamsstarfseminni hressilega af stað og nú er henni alltaf sjóðandi heitt, er sísvöng og hlakkar til að fá mat í foreldrahúsum. Í HNOTSKURN »Nýja nýrað er grætt í kvið-inn og nú er Jóhanna með þrjú nýru. »Jóhanna hvetur alla til aðskrá sig sem líffæragjafa svo þeir geti orðið veiku fólki að liði. »Verður á lyfjum allt sitt lífen segir það smáskammt miðað við lyfjahrúguna sem hún hafi þurft undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.