Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 16
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 28. september. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um vinnuvélar, atvinnubíla, jeppa, pallbíla, fjölskyldubíla og fl. föstudaginn 2. október 2009. Í þessu blaði verða kynntar margar þær nýjungar sem í boði eru fyrir leika og lærða Meðal efnis verður : Vinnuvélar Námskeið um vinnuvélar. Atvinnubílar. Fjölskyldubílar. Pallbílar. Jeppar. Nýjustu græjur í bíla og vélar. Varahlutir. Dekk. Vinnufatnaður. Hreyfing og slökun atvinnubílstjóra. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Vinnuvélar og bílar ALLT frá því að bankakerfið hrundi í október hafa helstu stjórnendur landsins verið uppteknir af því að taka til, rannsaka hrunið, setja á gjald- eyrishöft, endurreisa bankakerfið og ráð- stafa skuldum sem bankarnir skildu eftir sig. En hversu lengi geta landsmenn beðið eftir því að þessari tiltekt ljúki? Hvenær kemur að aðgerðum gegn kreppunni sem grafið hefur um sig í efnahagslífi landsmanna og lýsir sér m.a. orðið í metatvinnuleysi og fjárhagsþreng- ingum einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila? Getum við beðið með okkar kreppuaðgerðir á meðan önnur mál eru afgreidd og efnahags- lífið sekkur dýpra? Ýmsir, þ.á m. Joseph Stiglitz, hafa bent á að hið slysalega gengishrun á síðasta ári auðveldaði aðlögun út- flutningsgreina og greina sem keppa við innflutning að kreppunni. Vegna tenginga fjárskuldbindinga í landinu við gengi og verðlag eru þau já- kvæðu áhrif takmörkuð. Geng- isbreytingunni fylgdu stórkostlegar aukaverkanir. Alvarlegastar voru beinar og óbeinar hækkanir á skuld- um almennings. Skuldaaukningin hefur síðan átt stóran þátt í sam- drætti efnahagslífsins, fyrst og fremst einkaneyslunnar. Í þjóð- hagsspá fjármálaráðuneytis í vor sagði berum orðum að á næstunni myndu „þröng skilyrði vegna skuldsetningar heimila draga úr einka- neyslunni“. Rekstur ríkis og sveitarfélaga beið hnekki af geng- isfallinu, sem aftur leiddi til niðurskurðar á opinberum útgjöldum og ýtti undir kröfur um hækkun þjónustu- gjalda og skatta. Samdráttar- aðgerðir Kreppan í efnahagslífinu end- urspeglast best í hruni einkaneyslu og fjárfestinga. Gert ráð fyrir að einkaneyslan dragist á tveimur árum saman um þriðjung og fjárfestingin um meira en helming. Hefðbundin kreppuhagfræði gerir ráð fyrir að slíkum samdrætti sé mætt með op- inberum umsvifum, til að halda uppi eftirspurn, koma jafnvægi á markaði og leggja grunn að vexti í einkageir- ans á ný. Flestar ríkisstjórnir Vest- urlanda brugðust við fjármálakrepp- unni með þensluhvetjandi aðgerðum og sjá nú árangur aðgerða sinna: verðfall á húsnæði hefur víða verið stöðvað, atvinna og framleiðsla virð- ast aftur vera að aukast. Þetta hefur auðvitað kallað á aukin útgjöld og fjárlagahalla um sinn. Fjár- málaráðherrar helstu iðnríkja heims vöruðu nýlega við að dregið yrði úr þensluaðgerðum í nánustu framtíð. Hvers vegna eru þær ekki á dagkrá hér á landi? Má vera að vegna byrð- anna af föllnu bönkunum höfum við minni getu en aðrir til að vinna gegn kreppunni. En höfum við efni á beita ekki þeim ráðum sem okkur eru til- tæk til þess að snúa efnahags- samdrættinum við? Höfum við efni á að grípa til niðurskurðar sem verður okkur dýrari en kostnaðurinn af því að gera ekki neitt? Höfum við efni á að grípa til aðgerða sem leiða til enn meiri samdráttar? Því miður hefur sumt sem gripið hefur til verið sam- dráttarhvetjandi. Samkvæmt frétt- um eru enn blikur á lofti, t.d. varð- andi fjárlög og vexti, sem peningastefnunefnd Seðlabankans íhugar að hækka á ný. Nýir samningar Hvað getur verið ofar á verk- efnalista stjórnvalda en að koma lífi í efnahagslíf landsins á ný? Fleiri og fleiri telja nú að það verði ekki gert nema með víðtæku endurmati á skuldum almennings, einkum skuld- um í íbúðarhúsnæði, helstu eignum almennra borgara. Ríkið þarf einnig að efla eftirspurn í hagkerfinu og leggja með því grunn að viðreisn einkageirans. Ef það krefst nýrra samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn þá er ekki eftir neinu að bíða. Hvar leynist afl til slíkra aðgerða? Við því eru ekki einföld svör, en bent hefur verið á nokkur hundruð millj- arða króna á afskriftareikningum nýju bankanna, sem nýta mætti til að létta með samræmdum hætti skuldabyrðar almennings. Lífeyr- issjóðir landsins hafa boðið fram 100 milljarða, sem ríkissjóður gæti boð- ist til að taka að láni; sjóðfélagar tækju fjárfestingu í öruggum rík- isskuldabréfum eflaust fagnandi eft- ir skellinn sem þeir urðu fyrir af áhættufjárfestingum síðustu ára. Þá ættu stjórnvöld að skattleggja notk- un náttúruauðlinda, hraða endur- skoðun á fiskveiðikerfinu, afturkalla veiðikvóta og leigja aftur gegn gjaldi. Útflutningstekjur sjáv- arútvegsins hafa vaxið um 70% í kjölfar gengishrunsins á síðasta ári og greinin því aflögufær. Samningar við Evrópusambandið yrðu eflaust auðveldari eftir að fiskveiðikerfinu yrði breytt í þessa veru. Íslensk stjórnvöld þurfa sem fyrst að endurskoða verkefnalista sinn. Samdrátturinn getur hæglega undið upp á sig. Eftir því sem fleiri verða gjaldþrota, fara í fjárhagslega gjör- gæslu eða flytja til útlanda verða færri eftir til að snúa vörn í sókn. Staða opinberra og hálfopinberra að- ila veikist þegar þynnist í röðum greiðenda skulda, skatta og lífeyr- issjóðsiðgjalda. Við kunnum að vera nær vítahring lægri ráðstöf- unartekna, minnkandi eftirspurnar, vaxandi atvinnuleysis, minnkandi skatttekna og meiri útgjalda vegna velferðarmála en við gerum okkur grein fyrir. Því er brýnt að leita leiða til þess að virkja auðlindir sam- félagsins á ný, ekki síst mannaflið. Við getum varla látið dragast frekar að grípa til áhrifaríkra kreppuað- gerða. Hvar er áætlunin um endurreisn? Eftir Jónas Guðmundsson »Efnahagssamdrátt- urinn sem orðið hef- ur gæti hæglega undið upp á sig. Við getum varla látið dragast frek- ar að grípa til áhrifa- ríkra kreppuaðgerða. Jónas Guðmundsson Höfundur er hagfræðingur. Það er greinilegt að ríkisstjórnarflokkarnir eiga erfitt með að standa frammi fyrir eigin verk- um varðandi Icesave- samningana. Í stað þess að standa í lappirnar og mynda skjaldborg um íslenska þjóðarhags- muni reyna þeir nú rugla umræðuna og koma ábyrgðinni á Ice- save-málinu yfir á Sjálf- stæðisflokkinn. Röksemdafærslan er yfirleitt eitt- hvað á þá leið að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi verið í ríkisstjórn í 18 ár og þar af leiðandi sé allt sem miður fer í íslensku þjóðfélagi Sjálfstæð- isflokknum að kenna. Þessi rök standast hins vegar ekki skoðun í Icesave-málinu. Í fyrsta lagi verðum við að átta okkur á því að ástæðan fyrir því að gerð er krafa á Íslendinga vegna Ice- save-reikninganna er Evróputil- skipun sem við urðum að taka upp vegna aðildar okkar að EES- samningnum. Tilskipunin var samin af Evrópusambandinu og það er að kröfu ESB sem við Íslend- ingar urðum að taka hana upp. Tilskipunin er meingölluð og gerði augljóslega ekki ráð fyrir kerfishruni í bankageiranum eins og við Íslendingar höfum fundið einir þjóða á eigin skinni. Hverfum aðeins aftur um áratug til ársins 1999. Þáver- andi ráðherra bankamála, Finnur Ingólfsson, mælti þá fyrir frumvarpi um innstæðutryggingar og trygging- arkerfi fyrir fjárfesta. Lögin voru samþykkt á Alþingi í desember 1999. Með þeim voru lögleidd hér á landi fyrrnefnd ákvæði tilskipunar Evr- ópusambandsins. Í lögunum er kveðið skýrt á um ábyrgð innstæðutryggingasjóðsins og að ábyrgðin takmarkist við 20.887 evrur. En hvað sagði stjórnarandstaðan þá? Hvað lögðu þau Jóhanna, Stein- grímur og Ögmundur til í þessu máli? Kristinn H. Gunnarsson, trygg- ingastærðfræðingur og fyrrverandi þingmaður, rifjaði upp tillöguflutning þáverandi stjórnarandstöðu í pistli sem hann skrifaði hinn 1. júlí á heimasíðu sína: „Stjórnarandstöðunni þáverandi undir forystu Jóhönnu Sigurð- ardóttur, Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar þótti frum- varpið ekki ganga nógu langt. Þau fluttu breytingartillögu og lögðu þar til að einstaklingar skyldu fá allar innstæður sínar bættar úr trygging- arsjóðunum en ekki bara lágmarkið. Jóhanna rökstuddi tillöguna m.a. svona: „Hér er sem sagt lagt til að full tryggingavernd sé hjá þeim sem eiga innstæður sínar í innlánsstofnunum og bönkum, þannig að þeir geti verið rólegir hvað sem á dynur, hvaða skakkaföll sem verða í bankakerfinu, þá munu þeir að fullu og öllu fá sínar innstæður greiddar.“ Tillagan var felld með 34 atkvæð- um gegn 16. En hefði hún fengist samþykkt sé ég ekki betur en að Ís- lendingar hefðu orðið að bæta inn- stæður einstaklinga í Icesave- reikningum að fullu í stað lágmarks- upphæðarinnar. Samþykktin hefði engu breytt hér á landi þar sem Hver ber ábyrgð? Eftir Guðlaug Þór Þórðarson Guðlaugur Þór Þórð- arson alþm BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Góð þátttaka í Gullsmáranum Glæsileg þátttaka var í Gullsmára fimmtudaginn 17. september. Spilað var á 13 borðum. Úrslit í N/S: Páll Ólason-Elís Kristjánsson 367 Tómas Sigurðss.-Sigtr.Ellertss. 302 Guðrún Hinriksd.-Haukur Hanness. 294 Jón Jóhannss.-Haukur Guðbjartss. 277 A/V: Viðar Jónsson-Sigurður Björnsson 321 Þorleifur Þórarinsson-Rúnar Hauksson 315 Bragi Bjarnason-Birgir Ísleifsson 310 Björn Björnsson-Haukur Guðmundsson 303 Spilað er á mánudögum og fimmtudögum og hefst spila- mennska kl. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.