Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 27
Umræðan 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 TÍU dögum áður en Gandhi var myrtur, hinn 20. janúar 1948, var sprengju kastað í áttina að honum. Það var ungur hindúi sem var þar að verki. Árás- in mistókst og Gandhi lifði þetta af. Ungi maðurinn var handtekinn. Daginn eftir höfðu margir úr röðum síka samband við Gandhi til að sannfæra hann um að ofbeldismaðurinn væri ekki trú- bróðir þeirra. Gandhi áminnti þá og sagði að það skipti engu máli hvort árásarmaðurinn væri síki, hindúi eða múslimi. Hver sem hann væri þá ósk- aði hann honum alls hins besta. Gandhi útskýrði að unga manninum hefði verið kennt að líta á hann sem óvin hindúa og málstaðar þeirra. Þessu hatri hefði verið sáð í hjarta hans. Ungi maðurinn hefði trúað því sem honum hefði verið kennt og ver- ið svo örvæntingarfullur og vonlaus að ofbeldi hefði virst vera eina leiðin. Gandhi hafði samúð með mann- inum. Enginn fyrirleit ofbeldi meira en Gandhi og enginn hafði meiri skilning á því að einungis er hægt að sigrast á ofbeldi með því að beita friðsamlegum aðferðum. Líkt og vatnið sem slekkur eldinn er aðeins hægt að sigrast á hatri með kærleika og umhyggju. Sumir gagn- rýndu Gandhi fyrir að fara of mjúk- um höndum um ofbeldismanninn. Aðrir gerðu lítið úr sannfæringu hans sögðu hana tilfinningasemi, óraunsæja og innantóma draumsýn. Gandhi var einn á báti. Margir báru virðingu fyrir honum en það voru fáir sem deildu sömu skoðun og hann. Fyrir Gandhi merkti tilvera án of- beldis takamarkalausa ást á mann- kyninu. Það var lífsmáti sem spratt frá hans innstu hjartarótum. Fyrir marga af hans fylgismönnum var til- vera án ofbeldis hinsvegar einungis pólitísk aðferð. Gandhi var einn á báti. Þar sem hann gekk hinn gullna meðalveg, hina sönnu leið mannúðar sem reynir að sætta andstæður, virtust hug- myndir hans og framkvæmdir vera öfugsnúnar í augum öfgamanna. Mannkynið verður að taka höndum saman og uppræta hryðjuverk. En hvernig er það mögulegt? Munu hefndarárásir þjóna þeim tilgangi? Eru þær ekki aðeins líklegar til að auka á hatrið? Ef við gefum okkur að hægt sé að sigra hinn sýnilega „óvin“ myndi það koma á sönnum friði? Gamalt hatur mun halda áfram að krauma undir niðri og það verður ómögulegt að spá fyrir um hvar mun sjóða upp úr næst. Friður sem bygg- ist á því að þagga niður í fólki með einhvers konar þvingunum er ekki raunverulegur friður heldur graf- arþögn. Tuttugasta öldin var öld átaka þar sem hundruð milljóna manna dóu of- beldisfullum dauðdaga. Á þessu nýja tímabili 21. aldarinnar verður mann- kynið að hafa að leiðarljósi það grundvallargildi að undir hvaða kringumstæðum sem er sé aldrei hægt að sætta sig við eða réttlæta dráp á fólki. Ef við skiljum það ekki, ef við breiðum ekki út þessi grunn- gildi og greypum djúpt í líf okkar þann skilning að aldrei sé hægt að nota ofbeldi til að réttlæta einhvern málstað, þá höfum við ekkert lært af biturri reynslu 20. aldarinnar. Hin raunverulega barátta 21. aldarinnar verður ekki háð á milli menningar- heima eða trúarbragða. Hún mun standa á milli þess að beita ofbeldi eða finna friðsamar leiðir. Hún mun fjalla um villimennsku eða siðmenn- ingu í sinni eiginlegustu merkingu. Það er meira en hálf öld síðan Gandhi reyndi að rjúfa vítahring ofbeldis og hefndarverka. Það sem aðgreinir okkur frá villidýrum, sagði hann, er að við reynum stöðugt að bæta okkur siðferðislega. Mannkynið er á kross- götum sagði hann og verður að velja annaðhvort ofbeldi, frumskógarlög- málið, eða friðsamar leiðir, lögmál mannúðar. Í dag stend- ur heimurinn frammi fyrir ótrúlegum tæki- færum. Við höfum möguleika á því að hefja nýtt tímabil í sögu mannkynsins. Í stað þess að halda áfram að kynda ófrið- arbál haturs getum við valið að slökkva það með stórkostlegu „flæði samræðna“ sem mun auðga allt mann- kynið. Það þarf alltaf hugrekki til að breyta neikvæðni í eitthvað jákvætt. Núna er tíminn fyrir hvert og eitt okkar að draga fram slíkt hugrekki. Hugrekki frið- samlegra leiða, hugrekki samræðna og hugrekki til að hlusta á það sem við viljum helst ekki heyra. Hug- rekki til að forðast hefndarþrá og hafa skynsemina að leiðarljósi. Of- Tilvera án ofbeldis krefst hugrekkis Eftir Daisaku Ikeda »Höfundur fjallar um baráttu Gandhi gegn ofbeldi og hvernig skuli koma á fót tilveru án of- beldis í gegnum sam- ræður og hugrekki. Daisaku Ikeda Höfundur er heiðursforseti Soka Gakkai International, stofnandi Soka- háskólanna og handhafi frið- arverðlauna Sameinuðu þjóðanna. beldi kviknar í særðu hjarta, í hjarta sem kvelst af niðurlægingu, von- brigðum og vanmáttarkennd og í hjarta sem finnur ekki tilgang í líf- inu. Bræðin sem sprettur af særðri sjálfsvirðingu brýst oft fram í of- beldi. Keðja ofbeldis sem gengur út á það að buga og berja aðra til und- irgefni breiðist þannig út um sam- félagið og magnast oft upp í umfjöll- unum fjölmiðla. Bandaríski mannréttinda- leiðtoginn dr. Martin Luther King Jr. kynnti sér heimspeki Gandhi. Hann lýsti því yfir að ef hugur og hjarta manneskju væru í ringulreið gæti hún ekki í raun ástundað frið- samar leiðir. Auðmýkt sprettur frá heilbrigðu og friðsömu hjarta, frá auðmýkt fæðist viljinn til að hlusta á aðra, frá vilja til að hlusta á aðra verður til gagnkvæmur skilningur og frá gagnkvæmum skilningi skap- ast friðsamt þjóðfélag. Tilvera án of- beldis er æðsta form auðmýktar. Æðsta form hugrekkis. Gandhi kenndi að „þeir sem eru sterkir eru aldrei hefnigjarnir“ og það þarf hug- rekki til að taka þátt í samræðum. FLENSUFÆLUR á tilboði í apótekum Lyfja & heilsu 1.-5. október Ein á dag C vítamín 500 mg 100 stk. 30% afsláttur Rautt kóreskt ginseng 20% afsláttur Windmill vítamín, allar teg. 30% afsláttur Handspritt frá Gamla apótekinu 10% afsláttur Mild sápa frá Gamla apótekinu 10% afsláttur Nýtt www.lyfogheilsa.is við hlustum! P IP A R • S ÍA • 9 1 5 9 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.