Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 23
Ávextir eru ekki aðeins hollir og góðir á bragðið heldur má einnig nýta þá útvortis. Eins og sagt var frá í síðustu viku er hægt að búa til maska úr bláberjum til að við- halda réttu rakastigi í húðinni og setja tómatsneiðar á andlitið til að draga úr bólum. Þar með var ekki öll sagan sögð því jarðarber, ferskjur og avókadó koma líka að góð- um notum, hvort heldur er í andlitið, á allan líkamann eða í hárið og á neglurnar. Stinnari húð Maðurinn er ein fárra dýrategunda sem eru ekki færar um að framleiða sjálfar c-vítamín (askorbínsýru) svo við verðum að fá það úr fæðu, t.d. kart- öflum, sítrusávöxtum og berjum. Jarðarber eru full af c-vítamíni og er hægt að nota þau til að búa til andlitsmaska sem minnkar svitaholurnar. Maukið handfylli af jarðarberjum og bætið við safa úr einni sítrónu og hálf- um bolla af sojajógurt. Geymið í ísskáp í hálftíma og berið svo á andlit. Skolið af hálftíma síðar. Notist á nokkurra vikna fresti. Mýkri kroppur A-vítamín fæst t.a.m. úr ávöxtum og grænmeti og er virkt á mjög mörgum sviðum, er t.d. mikilvægt fyrir nætursjónina og bragðskyn, auk þess að hamla vexti óæskilegra baktería og vinna á móti húð- þurrki. Hægt er að búa til gott skrúbb til að bera á líkamann úr ferskjum. Maukið tvær ferskjur sem búið er að taka kjarnann úr. Bætið við maukið einni matskeið af ólífuolíu og nægum púðursykri til að blandan verði þykk. Nuddið blöndunni létt yfir líkamann og látið standa í nokkrar mínútur áður en þið skolið hana burt með volgu vatni. Betra hár og neglur Ómega-fitusýrur eru taldar lífsnauðsylegar heilsu fólks til að viðhalda heilbrigðri líkams- starfsemi og að auki styrkja þær neglur og hár og viðhalda réttu raka- og olíujafnvægi í húðinni. Hægt er að búa til maska fyrir hár og neglur úr avó- kadó sem er ríkt af fitusýrunum. Maukið einn avó- kadó og blandið saman við hann einni eggjarauðu og hálfri teskeið af ólífuolíu. Berið í rakt hár og skiljið eftir í hálftíma. Þvoið svo hárið með sjampói. Einnig er hægt að búa til blöndu til að setja á neglur og naglabönd. Blandið saman einum fjórða úr avókadó, einni eggjahvítu, tveimur matskeiðum af haframjöli og einni teskeið af ferskum sítrónusafa. Skiljið eftir á nöglunum og naglaböndunum í 20 mínútur og skolið því næst af. Ávaxtamaskar og -skrúbb Daglegt líf 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 Það hafa flestir einhvern tímann smakkað, eða a.m.k. séð í tímaritum eða sjónvarpinu, litlar súkkulaði- kökur sem eru þéttar að utan en svo blautar að innan að þegar skorið er í þær lekur heitt og ljúffengt súkku- laðideig úr þeim. Það er ekki flókið að búa til slíkar kökur, eina sem þarf (fyrir utan hráefnið) eru formin. Sums staðar er hægt að kaupa muff- ins-form í stærri kantinum úr áli en einnig fást í flestum búsáhaldaversl- unum bakkar sérsniðnir fyrir þessar kökur. 160 g af 70% súkkulaði 165 g af smjöri 3 egg 3 eggjarauður 85 g af sykri 75 g af hveiti Forhitaðu ofninn í 180°C (blást- ur). Smyrðu formin með smjöri og stráðu smá hveiti yfir. Bræddu súkkulaði og smjör sam- an yfir vatnsbaði, láttu blönduna kólna aðeins. Blandaðu saman í hrærivél eggjum, eggjarauðum og sykri í um 10 mín. Smám saman á að minnka hraðann á vélinni og bæta við hveiti og loks súkkulaðismjör- blöndunni og hræra saman í um 5 mínútur. Að því loknu á að hella blöndunni í formin (nánast fylla þau) og baka í 12-14 mínútur eða þangað til yfir- borðið er orðið frekar stökkt en miðjan enn blaut (kakan hristist að- eins þegar ýtt er í formið). Það er sniðugt að stinga pinna inn í kökuna til að athuga með miðjuna. Farið svo varlega þegar þið fjar- lægið kökurnar úr formunum. Gott að bera fram með ís og fersk- um niðurskornum ávöxtum. Syndsamlega góð og bráðnar í munni ÓMETANLEGUR STUÐNINGUR! Edda Heiðrún Backman og Hollvinir Grensásdeildar vilja þakka þeim sem lögðu lið átakinu Á RÁS FYRIR GRENSÁS Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar lögðust á eitt síðastliðið föstudagskvöld. Rausnarlegur stuðningur ykkar gerir okkur kleift að hefja bráðnauðsynlegt uppbyggingarstarf á Grensásdeild. Hjartans þakkir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.