Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 42
42 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAU VORU KOSIN KONUNGURINN OG DROTTNINGIN Á LOKABALLINU OG ÞETTA ER ÉG... ÉG VAR KOSINN HIRÐFÍFLIÐ FALLEGA GRÆNAR SOKKABUXUR Æ, NEI! ÞEGAR MAÐUR ER BÚINN AÐ SEGJA ÞEIM FRÁ „HANS OG GRÉTU“ OG „GULLBRÁ“ HVAÐA SÖGUR Á MAÐUR ÞÁ EFTIR? VILTU SJÁ GÓÐA HUGMYND Í FRAMKVÆMD? AF HVERJU FINNST ENGUM ÞETTA SNIÐUGT? MAÐUR BYRJAR Á ÞVÍ AÐ DREKKA HELMINGINN AF MJÓLKINNI OG ÞANNIG BÝR MAÐUR TIL NÓG PLÁSS Í BRÚSANUM SVO AÐ RESTIN AF NESTINU KOMIST FYRIR. ÞARNA FER SAMLOKAN MÍN OG BANANINN SÍÐAN LEYFIR MAÐUR NESTINU AÐ DREKKA Í SIG MJÓLKINA Í EINA MÍNÚTU. SVO HRISTIR MAÐUR ÞETTA OG DREKKUR ÞAÐ. MAGINN ÞEKKIR EKKI MUNINN OG MAÐUR SPARAR TÖNNUNUM TÖLUVERÐA VINNU AÐ HORFA Á STJÖRNUBJARTAN HIMININN FÆR MANN SVO SANNARLEGA TIL AÐ HUGSA UM HVAÐ? JÁ BLESSAÐUR, SONUR SÆLL! HVERNIG HANGIR? ÞETTA VERÐUR EKKI AUÐVELT EN ÉG VEIT EKKI HVERNIG PABBI TEKUR ÞVÍ... HANN ER EINN AF ÞESSUM MÖNNUM SEM NOTAR BÆÐI BELTI OG AXLABÖND LÁRUS, ÆTLAR ÞÚ AÐ SEGJA FORELDRUM ÞÍNUM AÐ ÞÚ SÉRT HERÐATRÉ ÚR PLASTI SEM ER BÚIÐ TIL FYRIR SKYRTUR, BLÚSSUR OG KJÓLA? LALLI, MIG LANGAR AÐ SPYRJA ÞIG ÚT Í PÁSKA- MATINN... ÉG VAR AÐ SPÁ HVORT ÉG MÆTTI TAKA NJÁL STÓRA MEÐ MÉR? HANN ER EKKI GYÐINGUR OG LANGAR AÐ SJÁ HVERNIG VIÐ HÖLDUM PÁSKA ÞAÐ ÆTTI AÐ VERA Í LAGI HVAÐ ERTU AÐ SPÁ, MAMMA NJÁLL STÓRI? ER ÞAÐ MÓTOR- HJÓLATÖFFARINN SEM ÞÚ ERT MEÐ? ÉG SÉ TIL ÞESS AÐ HANN MÆTI Í SKYRTU HVAÐA SLÆMU FRÉTTIR ÆTLAÐIR ÞÚ AÐ SEGJA MÉR? ÞÆR TENGJAST... ...ÞÉR MYNDIN MÍN MISHEPPNAÐIST! FERILLINN MINN ER ÓNÝTUR! KVIKMYNDIN MEÐ MARY JANE PARKER VERÐUR EKKI SÝND Í KVIKMYNDAHÚSUM „MARVELLA“ FER BEINT Á DVD ÓVÍÐA eru haustlitirnir fjölbreyttari en í Grasagarðinum í Laugardal. Á góðum haustdegi er notalegt að staldra þar við og njóta náttúrunnar um stund í skjóli frá skarkala borgarinnar. Haustlitaferð Morgunblaðið/Heiddi Gerður Bolladóttir sópran ÉG var þeirrar ánægju aðnjótandi þriðjudag- inn 29. september síð- astliðinn að vera við- stödd tónleika í Landakotskirkju. Frá- bær söngur Gerðar Bolladóttur sópr- ansöngkonu var eins og smyrsl á spenntar kreppusálir og sömu- leiðis flutningur henn- ar á sálma- og ljóða- textum Matthíasar Jochumssonar, þar skilaði sér trúarhiti og ættjarðarást skáldsins vel. Gerður og undirleik- arar hafi þökk fyrir mannbætandi stund. Hrönn Jónsdóttir. Fágætt tækifæri forseta NIÐURSTAÐA nýlegrar skoð- anakönnunar segir svo ekki verður um villst að forseti þjóðarinnar er rúinn trausti. Níutíu og níu af hundraði sjá ekki í honum það sam- einingartákn sem þjóðin þarf á að halda. Hann hefur því fágætt tækifæri til að gleðja okkur níutíu og níu pró- sentin. Heimir L. Fjeldsted. Til kattaeigenda HVERNIG er það hægt að ef maður týnir kisunni sinni að leita ekki eftir henni eins og þeir segja í Kattholti. Samt eru þær eyrna- merktar. Er ekki tími til kominn að gera meiri kröfur bæði til kattaeigenda og yf- irvalda/borgina. Fólk á ekki að fá sér dýr/kisu nema það geri sér grein fyrir bæði kostn- aði og ábyrgð. Til dæmis það ætti að vera skylda að kisur komist inn og út heima hjá sér. Til hvers er fólk að fá sér kisu ef þær eru úti nánast allan sólarhringinn, oft getur maður ekki sofið fyrir breimandi köttum á nótt- unni. Í Hveragerði er bannað að hafa kisur úti á nóttinni. Ég veit að ég er kannski harðorð, en hvort er fólk að fá sér kisu út af manngæsku eða mannvonsku? Hvort ert þú katt- areigandi að fá þér kött fyrir sjálfan þig eða kisunnar vegna. Gefið dýrinu hlýju, knús, þeim finnst líka ofsalega gott að hlusta á þægilega tónlist, sérstaklega ef þær eru veikar. Kattavinur.                 Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnustofa kl. 9-16.30, útskurður kl. 13, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, smíða- stofa opin 9-16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, kertaskreyting. Haustfagnaðurinn verður 16. okt. kl. 17, Þorvaldur Hall- dórsson og Raggi Bjarna sjá um fjörið, matur frá Lárusi Loftssyni. Hárgreiðsla, fótaaðgerð. Upp. í síma 535 2760. Dalbraut 18-20 | Söngur kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bók- menntahópur kl. 13, umsjón hefur Ólaf- ur Sigurgeirsson. Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og skemmtifundur á morgun kl. 13.30 á Grand Hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30 og kl. 13, málm- og silfursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50, spænska kl. 13 og félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga og trjáálfar kl. 9.30, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30, Gleði- gjafarnir syngja kl. 14, stjórnandi Guð- mundur Magnússon. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vinnustofur opnar í Jónshúsi kl. 9.30- 12.30, ullarþæfing á silki – námskeið í Jónshúsi kl. 13, félagsvist FEBG kl. 13. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30 m.a. bókband, prjóna-/bragakaffi kl. 10, létt ganga kl. 10.30. Frá hádegi er spilasalur opinn, vist, brids, skák, kóræfing kl. 14.30. Breiðholtsdagar verða 19.-25. okt. fjöl- breytt dagskrá í hverfinu, með sam- starfsaðilum og velunnurum. S. 575 7720. Hraunsel | Rabb kl. 9, bókmennta- klúbbur kl. 11, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12, tréskurður kl. 13. dansleikur kl. 20.30, Harmonikkufélag Suðurnesja leikur og syngur, húsið opnar kl. 20. Helgi Seljan stjórnar „Söng frá hjart- anu“ kl. 9.30-11, Sigurður Jónsson leik- ur undir á píanó. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9 – postulínsmálning. Myndlist kl. 13, bíó kl. 13.30, veitingar í hléi. Böðun fyr- ir hádegi, hársnyrting. Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjábakka kl. 13. Á morgun er kökubasar kl. 13 og skemmtun kl. 14 í Gjábakka. Uppl. í síma 564 1490 og á www.glod.is Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús, vist/brids og skrafl kl. 13, bingó kl. 13.30, veitingar. Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglumanna | Fundur á sunnudag kl. 10 á Grettisgötu 89. Norðurbrún 1 | Opnar vinnustofur fyrir myndlist og útskurð kl. 9-12, leikfimi á 2. hæð kl. 13. Messa kl. 14 og spari- kaffi. Vesturgata 7 | Haldið verður upp á 20 ára afmæli Félagsmiðstöðvarinnar föstudaginn 2. okt. kl. 13.30-16. Sig- urgeir stjórnar fjöldasöng, Söngfugl- arnir syngja við undirleik Margrétar Sig- urðardóttur og Þorvaldur Halldórsson syngur og leikur fyrir dansi. Kaffihlað- borð. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leir- mótun, handavinnustofan opin, morg- unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Salurinn opnar kl. 9, bingó kl. 14, kaffi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.