Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 ✝ Davíð KristjánGuðmundsson fæddist í Reykjavík 20. desember 1938. Hann lést í Kaup- mannahöfn 20. sept- ember sl. Foreldrar hans voru þau Guðmundur Pétur Ólafsson, f. 3.10. 1911 á Hellis- sandi, d. 23.7. 1979, og Kristín Davíðs- dóttir, f. 29.3. 1916, í Flatey á Breiðarfirði, d. 7.4. 1972. Þau bjuggu lengst af á Framnesvegi 32 í Reykjavík. Systkini Davíðs eru 1) Björgólfur, f. 2.1. 1941, maki Þóra Hallgrímsson. 2) Sigríður, f. 28.9. 1945, maki Gylfi Hallgrímsson. 3) Björg, f. 1.10. 1949, maki Halldór Þorsteinsson. 4) Ólafur Kristófer, f. 21.4. 1960, maki Guðný Helgadótt- ir. Davíð giftist Lóu Guðjónsdóttur, f. 21.5. 1938, hinn 24.1. 1960. Þau eignuðust saman fimm börn. Drengur, f. 16.7. 1957, d. 16.7. 1957, a) Guðmundur P., f. 31.10. 1958, maki Kristjana Ólafsdóttir, synir, Ólafur Orri, f. 24.1. 1982, Helga Guðbjörnsdóttir, f. 1.12. 1967, dóttir Auðbjörg Helga Guð- mundsdóttir, b) Selma Guðbjörns- dóttir, f. 10.9. 1969, maki Sveinn A. Sveinsson, börn þeirra Sveinn Ant- on og Telma Líf, c) Regína Guð- björnsdóttir, f. 3.3. 1971, maki Svanur Kristinsson og synir henn- ar Guðbjörn Ragnarsson og Krist- ófer Aron Svansson, d) Hildur Guð- björnsdóttir, f. 1.3, 1972, maki Kristján Örn Jónsson, börn hennar Kamilla Guðjónsdóttir og Friðrik Máni Ásgeirsson, e) Björk Þráins- dóttir f. 29.7. 1976, maki Hlynur Þ. Sigurjónsson, dætur þeirra Diljá Ösp og Eyvör Eik. Davíð gekk í Melaskólann og síðan í Gagnfræða- skóla verknáms. Nam síðan hús- gagnabólstrun hjá Bólstraranum hf. og lauk prófi frá Iðnskólanum. Hann starfaði lengst af við eigin rekstur tengdan húsgagnaiðnaði og verslun. Síðustu árin starfaði hann sem forstöðmaður áfanga- heimila SÁÁ allt þar til hann fór á eftirlaun á síðasta ári. Davíð var mikill áhugamaður um knatt- spyrnu og dyggur stuðningsmaður Vesturbæjarliðsins KR. Hann starf- aði lengi í Lions-hreyfingunni og var hann virkur í stjórnmálum á sínum yngri árum. Hann var hesta- maður um alllangt skeið en síðustu árin naut hann þess best að vera í sumarhúsi þeirra hjóna við Gísl- holtsvatn í Holtum. Davíð Kristján verður jarðsung- inn í dag kl. 13 í Neskirkju. Sindri H, f. 29.6. 1982, og Davíð Krist- ján, f. 25.3. 1983, b) Guðjón Ómar, f. 11.8. 1960, maki Sigurlín Baldursdóttir, synir, Andri Steinn, f. 12.3. 1979, og Ágúst Úlfar, f. 30.3. 2000, c) Krist- ín, f. 24.12. 1963, maki Ólafur Jón Kristjánsson, börn Kristjana Sæunn, f. 29.6. 1991, og Davíð Kristján, f. 15.5. 1995, d) Úlfar Þór, f. 21.2. 1973, var giftur Tinnu Hrafns- dóttur, synir þeirra Hrafn, f. 11.4. 1993, og Orri, f. 8.8. 1998. Davíð og Lóa skildu árið 1978 Davíð bjó með Kolbrúnu Unu Einarsdóttur, f, 24.1. 1949, og eign- uðust þau soninn Einar Björgvin, f. 16.2. 1981. Dætur hans, Embla, f. 16.10. 2004, og Kolbrún Una, f. 13.3. 2009. Davíð giftist eftirlifandi eiginkonu sinni Geirlaugu Helgu Hansen, f. 11.8. 1947, hinn 14.6. 1983, og eiga þau soninn Sverri, f. 4.9. 1984. Fyrir átti Helga fimm dætur sem ólust upp á heimili þeirra hjóna. Þær eru a) Guðrún Elsku pabbi. Það er svo skrítið hvað allt breytist hratt í þessum heimi. Ekki grunaði mig að þegar við töl- uðum saman seinast, rétt áður en þú fórst út, að það yrði í seinasta skiptið sem ég heyrði í þér. Eflaust hefði ég talað miklu lengur og sagt meira af því sem ég þrái svo mikið að segja við þig núna. Ég hefði eflaust þakkað þér fyrir öll skiptin sem þú gafst mér yfirveg- uð og góð ráð, allan hláturinn sem þú vaktir hjá mér með skemmtilegum sögum, öll skiptin sem þú útvegaðir mér hjálp þegar ég þurfti svo mikið á hjálp að halda og allar minningarnar sem skilja eftir sig svo djúpar tilfinn- ingar. Pabbi, það er óhætt að segja að þú varst einstakur maður sem varst raungóður og ráðagóður, eflaust eru einhver mál sem þarfnast þinnar hjálpar í öðrum heimi. Mál sem þú ert nú þegar búinn greiða úr. Ég vil að þú vitir að ég er þér æv- inlega þakklátur fyrir að hafa gefið mér allt sem þú gafst mér, menn eins og þú eru ekki á hverju strái en þú skildir nú samt eftir þig fimm stað- gengla fyrir mig, Gumma, Gauja, Stínu, Úlla og Sverri, fyrir mér munt þú áfram lifa í þeim og mér. Ég er ennþá að vonast eftir því þegar síminn hringir að þú sért á lín- unni og þarf oft að stoppa mig af við að hringja ekki í þig, ég hugsa mikið um það hversu skrítið það verður að fara á völlinn án þín. Þú sem varst svo viss um að KR spilaði verr ef þú værir á vellinum, nú getur þú haft bein afskipti af gengi okkar manna á æðri vígstöðvum. Elsku pabbi, ég er stoltur sonur í dag, í dag fæ ég að fylgja þér til graf- ar, í dag fæ ég fylgja einum þeim allra flottasta ef ekki þeim flottasta til grafar. Pabbi minn. Ég mun segja Emblu og Kolbrúnu Unu allar skemmtilegu sögurnar sem ég á af þér. Ég mun segja þær stoltur. Ég elska þig svo mikið, elsku pabbi, ég vona að ég hafi sagt þér það nógu oft. Þinn Einar Björgvin. Tengdafaðir minn Davíð er látinn, maðurinn með stóra hjartað sem reyndist honum þó svo erfitt til margra ára. Ég hef þekkt Davíð í rúm þrjátíu ár, hann var aðeins fertugur töffari þegar að ég hitti hann fyrst og mikið þótti mér hann myndarlegur. Hann var líka dulur og eilítið hæð- inn og það tók mig langan tíma að komast að kjarna hans. En eftir að hafa tekist það líkaði mér ákaflega vel það sem ég fann í honum. Síðustu árin í fallegu sveitinni okk- ar, þar sem að við hjónin ásamt Helgu og Davíð höfum átt okkar un- aðsreit, ekki svo ýkja langt hvor frá öðrum, hafa reynst ómetanleg. Á seinni árum að hafa fengið að fylgjast með tengdapabba mýkjast og oft fella tár, þegar ræddar voru sögur frá æsku hans og systkina hans eða af af- rekum barna hans og barnabarna. Ég hygg að hann hafi verið bæði hamingjusamur og þakklátur. Þetta blik í augum hans mun lifa með mér. Blessuð sé minning Davíðs Krist- jáns Guðmundssonar. Kristjana Ólafsdóttir. Mig langar til að minnast elskulegs tengdaföðurs minns með fáeinum orðum. Fyrsta minning mín um Davíð er hvað mér fannst hann alltaf flottur í taujinu og ást hans á mat og áttum við ófár stundinar saman á veitingarstöðum í kaupmannahöfn þar sem Davíð fannst mjög gott að vera. Kaupmannahöfn þekkti hann vel oftar en ekki fórum út að borða á nokkrumuppáhaldsveitingarstöðun- um hans eins og Restaurant Skind- buksen, Hereford beefstow til að nefna nokkra eins að borða góða rib- ben steik í Nyhavn og ekki má gleyma því að það var mikið atriði að koma við á smurbrauðsstofu og taka smurbrauð með heim til að fullkomna góðan dag. það er gott að hugsa til baka og rifja upp þann góða tíma sem við höf- um haft saman. Megi guð og englar vaka yfir þér. Þin tengdasonur, Ólafur Kristjánsson. Elsku Davíð. Okkur langar til að minnast þess tíma sem við fengum að njóta með þér síðustu 27 ár ævi þinnar, árin sem þú áttir með mömmu. Það er víst óhætt að segja að þú hafir ekki verið öfundsverður þegar þú tókst þá stóru ákvörðun að taka að þér fimm stelpur, stelpur á öllum aldri, stelpur með misjafnar skoðanir og skapgerð. Öll eigum við svo góðar minningar, minningar sem ylja okkur stelpun- um, mökum okkar og börnum. Húm- or, hlýju og góð ráð gátum við alltaf sótt til þín. Það er erfitt að geta ekki átt þig áfram að en góðar minningar og góð ráð eiga áfram eftir að veita okkur gleði og stuðning. Hugurinn leitar til baka í sumarbú- staðinn, matarboðin, fríin, í leik og störf. Nærveru þinnar og þíns bein- skeytta húmors verður svo sannar- lega sárt saknað. Við erum svo þakk- lát fyrir að síðasta árið þitt eigum við öll svo margar góðar minningar um ykkur mömmu þar sem okkur lánað- ist að koma saman óvenju oft. Þessar stundir ylja okkur núna en minna okkur svo áþreifanlega á hversu sökn- uðurinn er mikill. Við kveðjum þig með söknuði, en þó meira með þakklæti, því 27 ár eru langur tími og við nutum þeirra ára ríkulega í samvistum við þig. Við kveðjum þig með bæninni sem ávallt fylgdi þér: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Stjúpdæturnar Guðrún Helga, Selma, Regína, Hildur, Björk, makar og börn. Elsku afi. Þeirri tengingu sem ég finn fyrir til þín fá orð ekki lýst. Sá maður er þú varst verður eilíft í minningu minni og gerir mig stoltan af því að vera son- arsonur þinn. Karakter þinn var ávallt sterkur og ákveðinn. Hlýr og ljúfur afi sem var alltaf yfirvegaður og kærleiksríkur við okkur barnabörnin. Þú kenndir mér margt án þess að þurfa að segja mér nokkuð. Sú teng- ing og tilfinning að fá að verða þess heiðurs aðnjótandi að vera skírður í höfuð á afa sínum er vægast sagt kraftmikil. Þig í hjarta mínu mun ég ávallt geyma og minningu þinni mun ég aldrei gleyma. Þú varst alltaf til staðar er mig vantaði eitthvað og þá sérstaklega í þeim stóru verkefnum sem lífið stund- um leggur á mann. Þú sýndir okkur þeim, er fetuðu svipaða leið og þú í líf- inu, með góðu fordæmi hvernig ætti að ná tökum á lífi sínu. Mér er ein bæn ofarlega í huga er ég hugsa til þín og nota ég hana daglega. Sú bæn hefur haft mikil áhrif á líf mitt og þitt í senn. Svo hljóðar hún: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Í hvert skipti sem ég fer með þessa bæn munt þú vera með mér. Í hvert skipti sem ég heyri nafn mitt verður þú með mér. Ég er svo heppinn að fá þessa tengingu við þig. Verð ég þessa heiðurs aðnjótandi eins lengi og ég lifi, og þú verður mér alltaf við hlið. Ég elska þig, afi. Þinn Davíð Kristján Guðmundsson. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur allt of fljótt. Við sem ætluðum að eiga svo margar góðar stundir saman eins og við höfum átt með þér. Við söknum þín óskaplega mikið og geymum allar okkar góðu minn- ingar um þig í hjarta okkar. Við vitum að þér líður vel núna og vel var tekið á móti þér og þú hugsar til okkar eins og við hugsum til þín. Við elskum þig og söknum og vit- um að þú elskaðir okkur líka og sakn- ar okkar líka. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína’eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta ég geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna’eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson.) Þín barnabörn, Andri Steinn, Kristjana Sæunn, Hrafn, Davíð Kristján, Orri, Ágúst Úlfar, Embla og Kolbrún Una. Það haustar að á landinu okkar góða. Lífsins tíð að kveðja og kaldur vetur á næsta leyti. Á slíkri tíð kveð- ur elskaður bróðir og andblær haust- ins býr í hug. En bjartar og fallegar minningar af samleið daganna lýsa um skugga sorgar og saknaðar og veita huggun og styrk. Litla heimilið á Framnesvegi 32 var vettvangur æsku og uppeldisára okkar systkinanna. Kærleiksríkir foreldrar veittu okkur trausta og góða forsjá með viðmiðun bestu gilda. Vinnusemi, nýtni og nægju- semi var aðalsmerki tilverunnar og einlæg virðing fyrir menningarverð- mætum þjóðarinnar. Afi og amma í föðurætt bjuggu á efri hæð og miðl- uðu visku sinni og gæsku til barna- barnanna. Fjölskylduböndin voru alla tíð afar sterk og gefandi. Heim- ilið gestkvæmt og vinir og ættingjar áttu þar vísan samastað og öllum tek- ið opnum örmum og veittur góður beini. Lífið var fullt af sólskini og æv- intýrum og það er þakkarefni að hafa fengið að alast upp í hlýjum faðmi foreldra og ástvina og samfélagi góðra granna. Davíð var elstur okkar systkin- anna og góður stóri bróðir. Hann var dugmikill piltur, lífsglaður og kátur og vildi öllum vel. Þegar faðir okkar veiktist alvarlega færðist ábyrgð á ungar herðar. Ábyrgð sem Davíð stóð undir og rækti af einlægni og trúmennsku. Foreldrar okkar létust bæði langt um aldur fram og þá var gott að horfa til Davíðs og eiga vísa umhyggju hans og stuðning. Davíð vann vel úr sínu, og gekk ætíð heill að hverju verki. Hann var góður drengur í besta skilningi þeirra orða. Hreinskiptinn og fals- laus maður, sem kom ætíð til dyr- anna eins og hann var klæddur. Hann var glæsilegur og myndarleg- ur á velli. Brosmildur og glaðvær, hnyttinn í tilsvörum og bjó yfir skemmtilegri frásagnagáfu, afar næmur á hið spaugilega í tilverunni og átti auðvelt með að kitla hlátur- taugar samferðamanna sinna. Davíð var dulur maður um sínar innstu til- finningar og þær bar hann aldrei á torg. Hann var næmur og á sinn hátt viðkvæmur og alvörugefinn. Alvar- leg veikindi sem settu honum kosti þegar hann var enn á besta aldri, dýpkuðu sýn hans á grunngildi lífsins og breyttu viðhorfi hans og hugsun. Davíð var tvíkvæntur og sex upp- komin börn lifa föður sinn. Hann var mikill fjölskyldumaður og góður fað- ir og börnunum sínum unni hann framar öllu. Tengdabörnum sínum og stjúpbörnum reyndist hann trúr og einlægur vinur og afabörnin öll voru umvafin kærleika hans og um- hyggju. Davíð hafði mikið yndi af ferðalögum heima og erlendis. Hann var náttúrubarn og sumarhúsið hans við Gíslholtsvatn var griðareitur þar sem hann undi sér eins oft og kostur var. Davíð gekk ekki heill til skógar síðustu árin. Hann gekkst undir al- varlegar læknisaðgerðir á sinni tíð og náði nokkrum bata. Hann kvartaði aldrei en brosti þess í stað og sló á létta strengi og gerði grín að sjálfum sér. Þau hjónin voru á ferðalagi í Kaupmannahöfn þegar kallið kom fyrirvaralaust. Fátækleg minningar- brot gefa aðeins örlitla sýn á gjöfult líf og heilladrjúgt lífsstarf en minn- ingin lifir um góðan dreng. Söknuður okkar systkinanna er sár en þökkin stór fyrir samfylgdina, einlægan bróðurkærleik, vináttu, umhyggju og trúnað. Veri hann kært kvaddur og Guði falinn. Elskulegri eiginkonu, börnum og ástvinum öllum flytjum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björgólfur Guðmundsson, Þóra Hallgrímsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Gylfi Hall- grímsson, Björg Guðmunds- dóttir, Halldór Þorsteinsson, Ólafur Kr. Guðmundsson, Guðný Helgadóttir. Davíð Kristján Guðmundsson ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRIR DANÍELSSON frá Bjargshóli, Miðfirði, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 30. september. Útförin verður auglýst síðar. Margrét Þórisdóttir, Magnús Jónsson, Daníel Þórisson, Helgi Þórisson, Ingibjörg Þorkelsdóttir, Alexander Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Föðursystir okkar, RAGNHEIÐUR KARLSDÓTTIR, Tjarnarlundi 3f, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 29. september. Karl Haraldsson, Steingerður Ósk Zóphoníasdóttir, Haraldur Haraldsson, Sigurlaug Bára Jónasdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.