Morgunblaðið - 11.10.2009, Síða 17

Morgunblaðið - 11.10.2009, Síða 17
Ummælin 17 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 ’ „En við skulum engu að síður þakka fyrir það, að frá því að hörmungarnar dundu yfir höfum við sem þjóð staðið okkur betur en svörtustu spár gerðu ráð fyrir.“ Jóhanna Sigurðardóttir í stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi. Hún hughreysti þjóðina með því, að þeir væru virkilega til sem hefðu spáð því að þjóðin stæði sig verr. „Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra að flytja skrifaða ræðu er ekki sér- lega spennandi atburður, manni líður soldið einsog það sé 1. maí á árunum kringum 1960 og eftir nokkrar setningar er mann farið að langa í kaffi og kleinur.“ Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, varð skyndilega svangur við að hlusta á stefnuræðu forsætisráðherra. „Það eina sem þú veist í fótbolta er að þú veist ekki neitt.“ Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfari eftir að honum var sagt upp störfum hjá Crewe Alexandra í Englandi. „Við höfum ekkert við hann að gera hér.“ Ögmundur Jónasson fyrrverandi heilbrigð- isráðherra um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem hann vill að hverfi úr landi hið bráðasta. „Í ræðu í fertugsafmæli hans sagði ég að honum væri best líkt við rússneskan kló- settpappír, svolítið grófur á yfirborðinu en svo sannarlega betri en enginn þegar á þyrfti að halda.“ Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi banka- stjóri Kaupþing Singer og Friedlander, um Sigurð Einarsson stjórnarformann Kaup- þings í bókinni Ævintýraeyjunni. „Ég sé fyrir mér að ég og aðrir íslenskir borgarar munum ganga fram og til baka, stefnulausir á Austurvelli með smokk yfir hausnum.“ Ásgeir Hvítaskáld, rithöfundur og kvik- myndagerðarmaður, sem skilur ekki hvers vegna skattgreiðendur eiga að borga fyrir sukk Landsbankans. „Við lifðum poppstjörnulífinu til fulls og höndluðum þessa svokölluðu frægð sem svo marga dreymir um. Guð má svo vita hvað gerist næst.“ Addi Fannar gítarleikari Skítamórals, sem fagnar tuttugu ára starfsafmæli um þessar mundir. „Og þegar hann fór upp á svið hugsaði ég bara „Nei, nei, nei!“ og svo fór hann að tala og ég hugsaði „Ó, nei, nei, nei!“ Bandaríska söngkonan Beyoncé Knowles um alræmt axarskaft rapparans Kanye West á tónlistarverðlaunum MTV fyrir skemmstu. „Þó að markaðurinn muni hugsanlega straumlínulagast eitthvað vegna ástandsins held ég að Íslendingar verði hliðhollir bókinni.“ Kristján Kristjánsson, útgefandi hjá Upp- heimum á Akranesi. „Já, þegar ég var að byrja var ég elítisti, bjó í fílabeinsturni. Ef einhver var að búa til tónlist sem mér fannst óáhugaverð þá lítilsvirti ég hana. Núna er ég hins vegar þakklát öllum sem búa til tónlist.“ Japanska listakonan Yoko Ono sem viður- kennir að hún sé orðin umburðarlyndari með árunum. „Réttarhöldin verða skrípaleikur. Lengi lifi Ítalía! Lengi lifi Berlusconi!“ Silvio Berlusconi eftir að hann var sviptur friðhelginni. „Það má skrifa smásögur á milljón vegu í alls konar formi. Í rauninni er ekkert smásagnaform til. Það er ímyndun, upp- finning bókmenntafólks og rithöfunda sem vilja algilda sjálfa sig og sín viðhorf. Slík algildisviðhorf koma alltaf upp öðru hvoru í umfjöllun um skáldskap og listir. “ Birgir Sigurðsson rithöfundur sem var að senda frá sér smásagnasafnið Prívat og persónulega. „Svo virðist sem lukkuriddarar frjáls- hyggjunnar hafi látið greipar sópa í ís- lensku atvinnulífi. Það eina sem er eftir af fjölskyldusilfrinu – eru lífeyrissjóðirnir. Og þeir eru stórskaðaðir eftir viðskiptin við þetta fólk.“ Kristján Gunnarsson, formaður Starfs- greinasambandsins, á þingi sambandsins á Selfossi. „Ég er alltaf meiddur og hef ekkert æft síðustu daga en greinilegt er að ég á bara að spila og gera minna af því að æfa.“ Hlynur Morthens, markvörður handboltaliðs Vals, sem fór á kostum í sigri á Akureyr- ingum sl. fimmtudag. „Ertu að gera grín að mér?“ Jakob Smári Magnússon, bassaleikari, spurður hvort hann hafi fundið fyrir krepp- unni. „Eftir að ég öðlaðist meiri reynslu og fékk aukna trú á sjálfan mig áttaði ég mig betur á því að hvað ég get í fótbolta. Ég gerði mér smám saman grein fyrir því að ég gæti alveg eins orðið Íslandsmeist- ari og leikmaður ársins.“ Atli Guðnason, FH, sem valinn var knatt- spyrnumaður ársins 2009. „Nú er ég með gott hjarta og blóð um all- an líkamann. Með þjálfun hefur mér vax- ið ásmegin með hverjum deginum og læknar telja að ég ætti að vera kominn með góðan byr í segl um jól.“ Jóhannes Kristjánsson eftirherma sem kominn er heim eftir hjartaígræðslu. „Ég vona að menn taki nú loks eftir því hvað ég er góður söngvari.“ Bubbi Morthens í tilefni af nýju Egó- plötunni. Reuters Ái Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að leika tennis, svo sem Serena Williams fékk að kynnast á opna kínverska meistaramótinu fyrir helgi. Reuters Sæt Svissneska sauðkindin er hugguleg skepna. Því fengu gestir að kynnast á landbúnaðarsýningu í Sankt Gallen í vik- unni. Skyldu forfeður hennar hafa verið kanínur? Dagskrá fjármálakvölda í októberog nóvember 22. október Aðalbanki Fjármálaskilningur 29. október Mjódd Fjármál heimilisins 5. nóvember Ísafjörður Fjármál heimilisins 12. nóvember Akranes Fjármál heimilisins 19. nóvember Hamraborg Fjármál heimilisins Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Landsbankinn mun í vetur bjóða upp á röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið námskeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin svo því sé unnt að taka upplýstar ákvarðanir um fjármál heimilisins og móta fjárhagslega framtíð fjölskyldunnar. Skráning fer fram á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á landsbankinn.is. FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000NB Ih f. (L an d sb an ki nn ), kt .4 71 0 0 8 -2 0 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 2 8 4 O kt ó b e r N ó ve m b e r 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Sun Mán Þri Mið Fim Fös La u 2009 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.