Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „ÞAÐ var mikill flýtir á öllu í haust og því eðlilegt að það taki sinn tíma að koma sér fyrir á nýjum stað. Að flytja á milli landa í hasti er ekki hrist fram úr erminni. Flutning- urinn kom snöggt upp á, ég kvaddi félaga mína hjá GOG og Guðmund Guðmundsson þjálfara með blendn- um huga,“ segir Snorri Steinn sem hefur æft með íslenska landsliðinu hér á landi undir stjórn Guðmundar síðustu daga. Samningur Snorra við Rhein- Neckar Löwen gildir aðeins fram á vor. Hvað þá tekur við er óvíst ennþá. „Ég er kominn inn í mikið ævintýri hjá Löwen og ég ætla mér bara að njóta þess meðan á því stendur. Það hefur verið mikil vinna að koma sér inn í allt hjá liðinu, ekki síst þar sem ég leik í stöðu leik- stjórnanda og kom inn í liðið eftir að keppnistímabilið er hafið og allt und- irbúningstímabilið að baki. Það er ekkert einfalt að koma sér inn í leik liðs á skömmum tíma. Þar á ofan átt- um við mjög erfiða leiki strax í upp- hafi leiktíðar sem auðveldaði ekki vinnuna. En upp á síðkastið höfum við verið á finni siglingu.“ Tveir sterkir í hverri stöðu Snorri Steinn segist hafa fundið fyrir miklu trausti frá þjálfara og samherjum strax frá byrjun. „Liðið er með tvo leikmenn í hverri stöðu og því get ég ekki ætlast til þess að leika alla leiki frá upphafi til enda. Ég hef fengið góð tækifæri sem ég er alveg sáttur við. Auðvitað vill maður alltaf leika meira, er ekki þannig með flesta?“ Snorri Steinn segir allt vera til alls hjá Rhein-Neckar Löwen og það standi fyllilega undir því að vera nefnt stórlið. Allur aðbúnaður leik- manna sé eins góður og hugsast get- ur og sá besti sem hann hafi kynnst á sínum ferli hjá félagsliði. RN Lö- wen er þriðja liðið sem Snorri Steinn leikur fyrir í Þýskalandi. Allt stærra í sniðum „Þetta er allt stærra í sniðum en ég á að venjast. Liðið er eitt af þeim þremur bestu í Þýskalandi um þess- ar mundir. Félögin gerast ekki mik- ið stærri en það. Ég ætla bara að njóta þess að leika fyrir liðið meðan á því stendur. “ Ekkert hefur verið rætt við Snorra Stein um hvort hann eigi kost á nýjum samningi hjá RN Lö- wen í vor þegar núverandi samn- ingur rennur út. „Ég hef mest verið að spá í að ná áttum og koma mér fyrir í nýju umhverfi. Aðalmálið að koma sér betur inn í liðið og leggja sig fram í hverjum leik. Það á hug minn allan um þessar mundir. Hvað tekur við í vor er seinni tíma mál. Ég hef lært það á ferlinum að sýna þolinmæði og njóta líðandi stundar. Ef maður fer að velta auka- atriðum of mikið fyrir sér þá vilja að- alatriðin oft fara í vaskinn. Ég er ró- legur og tek einn dag fyrir í einu hjá þessu frábæra liði,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, sem náð hefur afar góðum bata af erfiðum hné- meiðslum sem héldu honum frá keppni alla síðustu leiktíð. Í ævintýri hjá Löwen „Ég kann mjög vel við mig hjá Rehin- Neckar Löwen en það tekur sinn tíma að komast inn í þetta allt saman,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, spurður um hin snöggu vistaskipti sín frá danska liðinu GOG til þýska stórliðsins snemma í september, eft- ir að keppnistímabilið var hafið. Þá vantaði þýska liðið leikstjórnanda og keypti Snorra frá Danmörku. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Silfrið Snorri Steinn Guðjónsson reynir að brjótast framhjá Nicola Karabatic í úrslitaleik Íslands og Frakklands á Ólympíuleikunum í Peking fyrir rúmu ári síðan. Snorri leikur nú með einu af bestu liðum Þýskalands og Evrópu.  Snorri Steinn segist ekkert vita hvort hann fái lengri samning hjá stórliðinu  Aðalmálið að leggja sig fram og njóta þess að spila  Einn dagur í einu Serena Willi-ams hafði betur gegn systur sinni Venusi, 6:2 og 7:6, í úrslita- leik WTA- meistaramótsins í tennis sem fram fór í Katar. Sig- urinn tryggði Se- renu 1,55 milljónir dala sem jafn- gildir 190 milljónum króna. Hún endurtók með þessum sigri leikinn frá því á Wimbledon-mótinu fyrr á þessu ári þegar hún vann Venusi einnig í úrslitaleiknum. „Þetta er frábær tilfinning. Ég bjóst engan veginn við því að vinna hérna á þessu móti því ég hef ekki æft svo mikið,“ sagði Serena eftir sigurinn.    Fylki hefur borist góður liðs-styrkur fyrir baráttuna í úr- valsdeild kvenna í knattspyrnu næsta sumar því kantmaðurinn Fjóla Dröfn Friðriksdóttir skrifaði undir samning við félagið um helgina. Fjóla Dröfn kemur til Fylk- is frá KR þar sem hún hefur verið fastamaður í byrjunarliði undanfarin ár. Hún hefur skorað 46 mörk í 92 leikjum í efstu deild og á að baki tvo A-landsleiki.    Grótta, sem leikur í fyrsta skipti í1. deildinni í knattspyrnu næsta sumar, hefur fengið liðsauka fyrir baráttuna þar. Ólafur Páll Johnson, sem hefur spilað með Fjölni und- anfarin ár, er genginn til liðs við fé- lagið, og einnig Grétar Ali Khan, sem spilaði með Gróttu áður en lék með Víkingi í Reykjavík í 1. deild- inni í sumar.    Alfreð Finn-bogason, knattspyrnumað- ur úr Breiðabliki, er kominn til Vik- ing Stavanger í Noregi þar sem hann verður við æfingar til fimmtudags. For- ráðamenn Viking hafa fylgst með honum undanfarið og Egil Östen- stad, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, fylgdist m.a. með hon- um í leik 21-árs landsliðsins gegn Norður-Írlandi í október. Alfreð kemur til Viking frá Genk í Belgíu þar sem hann var til reynslu og fer þaðan til enska liðsins WBA á fimmtudaginn.    Kvennalið KA hélt áfram sig-urgöngu sinni á Íslandsmótinu í blaki þegar það hafði betur gegn Þrótti frá Neskaupstað í hörkuleik, 3:2, á Akureyri. Gestirnir unnu fyrstu lotuna 25:22 og þá þriðju 25:16, en KA náði að snúa við blaðinu og vinna síðustu tvær loturnar 25:21 og 15:9. KA hefur komið nokkuð á óvart á þessari leiktíð og enn ekki tapað leik.    Karlalið KA vann að sama skapigóðan sigur á Stjörnunni, 3:1, norðan heiða í gær. Stjarnan komst yfir með 25:23 sigri í fyrstu lotu en KA vann þrjár þær næstu 25:22, 25:20 og 27:25..    Meb Kefle-zighi vann sigur í New York maraþoninu í gær og varð þar með fyrsti Banda- ríkjamaðurinn í yfir tvo áratugi til að ná því. Hann hljóp á tveimur klukkustundum, 9 mínútum og 15 sekúndum. Derartu Tulu vann í keppni kvenna á 2:28.52. Fólk sport@mbl.is ÍSLENDINGALIÐIÐ Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunn- arsdóttur, bjargaði sér frá falli í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Kristianstad lagði Hammarby að velli, 3:1, en keppi- nautarnir í Piteå töpuðu fyrir Stat- tena, 1:2. Þar með skilja sex stig liðin að fyrir lokaumferðina og Pi- teå er fallið ásamt Stattena. Eftir stigaleysi fram undir mitt sumar náði Kristianstad sér vel á strik og þetta var fimmti sigurinn í síðustu sex heimaleikjum liðsins. Margrét Lára Viðarsdóttir lagði upp tvö marka Kristianstad, en hún lék allan tímann eins og þær Guðný Björk Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir. Hólmfríður Magnúsdóttir var í leikbanni og missti af leiknum af þeim sökum. Ólína rekin af velli Ólína G. Viðarsdóttir fékk rauða spjaldið eftir aðeins hálftíma leik þegar Örebro sótti Malmö heim í gær. Hún fékk gula spjaldið strax á 3. mínútu og aftur á 30. mínútu. Malmö komst yfir en tíu leikmenn Örebro jöfnuðu metin. Edda Garð- arsdóttir spilaði allan leikinn með Örebro en Dóra Stefánsdóttir er frá keppni hjá Malmö vegna meiðsla. Linköping rauf veldi Umeå Linköping vann stórsigur á Umeå í uppgjöri toppliðanna, 4:0, og tryggði sér meistaratitilinn í fyrsta skipti. Þetta er söguleg nið- urstaða því Umeå hafði unnið deildina fjögur ár í röð og sjö sinn- um á síðustu níu árum. Margrét Lára Viðarsdóttir lék með Linköp- ing fyrri hluta tímabilsins. Kopparbergs/Göteborg átti líka möguleika en tapaði fyrir Djur- gården, 0:1, í Stokkhólmi. Þar hélt Guðbjörg Gunnarsdóttir marki Djurgården hreinu eina ferðina enn og átti mjög góðan leik. Svíar fá tvö sæti í Meistaradeild Evrópu, eins og Íslendingar, og Umeå og Kopparbergs/Göteborg slást um það í lokaumferðinni um næstu helgi. vs@mbl.is Kristianstad hélt sér í deildinni Í HNOTSKURN »Snorri Steinn Guðjónssoner 28 ára gamall og lék með Val áður en hann gerðist atvinnumaður í handbolta. Hann er leikstjórnandi ís- lenska landsliðsins. »Snorri Steinn lék meðþýsku liðunum Grosswall- stadt og Minden en síðan með GOG í Danmörku. »Rhein-Neckar Löwenkeypti Snorra af GOG í haust og þar leikur hann við hliðina á Ólafi Stefánssyni og Guðjóni Val Sigurðssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.