Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 5
Íþróttir 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2009 Enski kylfing-urinn Ian Poulter vann sinn fyrsta sigur í tvö ár þegar hann sigraði á Opna Barclays golf- mótinu sem fram fór í Singapúr. Hann lék hring- ina fjóra á 10 höggum undir pari og var með forystu alveg frá fyrsta degi. Hann var kominn í mjög þægi- lega stöðu eftir tvo hringi en mátti síðan hafa sig allan við að halda for- ystunni. Kínverjinn Lian Wen- Chong varð í öðru sæti, höggi á eftir Poulter og þar á eftir komu þeir Scott Hend frá Ástralíu og Adam Scott átta höggum undir pari.    Annar enskur kylfingur, Ross Fis-her, hrósaði sigri á golfvell- inum um helgina, en hann sigraði á Volvo heimsmótinu í holukeppni. Hann lagði Anthony Kim frá Banda- ríkjunum í úrslitaleiknum 4/3. Fis- her tryggði sér sæti í úrslitunum með því að leggja Angel Cabrera á laugardaginn í umspili. Í gær lék hann eins og engill og hafði und- irtökin allan tímann. Robert Allenby varð í þriðja sæti, vann Cabrera á nítjándu holunni.    Suh Bo-Mi frá Suður-Kóreu sigr-aði nokkuð óvænt á Suzhou Taihu kvennamótinu í Kína um helgina, en mótið er hluti af Evr- ópumótaröðinni. Hún lék á 6 högg- um undir pari, einu höggi betur en franska stúlkan Gwladys Nocere, en tvö högg voru dæmd af henni í upp- hafi móts þar sem hún kom tveimur mínútum of seint á fyrsta teig á opn- unardegi mótsins. Bo-Mi tryggði sér með sigrinum sæti á Evrópumóta- röðinni næstu þrjú árin.    Dagur Sig-urðsson og lærisveinar hans í austurríska karlalandsliðinu í handknattleik sigruðu á fjög- urra þjóða móti sem haldið var í Austurríki um helgina. Fyrst lagði liðið Slóveníu 33:31, síðan Sviss 26:24 en tapaði síð- an í gær 33:35 fyrir Úkraínu. Þau úrslit breyta því ekki að Austurríki sigraði á þessu æfingamóti sínu fyrir EM sem fer fram þar í landi eftir áramótin.    Pálmi Guðlaugsson gerði sér lítiðfyrir og setti þrjú Íslandsmet í S6 flokki fatlaðra á haustmóti Fjöln- is í sundi um helgina. Pálmi synti 50 metra baksund á 49,35 sekúndum og bætti sitt gamla met um 65/100 úr sekúndu. Hann synti svo 50 metra skriðsund á 37,67 sekúndum og bætti sitt fyrra met um 72/100 úr sekúndu og loks setti hann nýtt Ís- landsmet í 50 metra flugsundi þegar hann kom í mark á 44,33 sekúndum en hann átti best 45,46 sekúndur.    Hlé var gert áleik San Antonio Spurs og Sacramento Kings í NBA- deildinni í körfu- knattleik aðfara- nótt sunnudags þar sem leð- urblaka flögraði um í keppnishöllinni og truflaði leik- menn. Argentínumaðurinn Manu Ginobili sýndi að hann hræðist ekki leðurblökur og sló hann leðurblök- una niður með vinstri og leikurinn gat því haldið áfram. Leikmenn beggja liða klöppuðu Argent- ínumanninum lof í lófa og áhorf- endur einnig. San Antonio sigraði í leiknum með 113 stigum gegn 94 og gerði Ginobili 13 stig. Fólk sport@mbl.is Eftir Björn Björnsson sport@mbl.is KARL Jónsson, þjálfari Tindastóls, var ánægður eftir að lið hans hafði lagt Breiðablik, 66:52, og þar með fengið sín fyrstu stig í Iceland Express-deild karla. „Ég er alltaf ánægður með sigur, við gerðum það sem við ætluðum okkur; spiluðum góða vörn. Við erum að taka inn nýjan mann, og það þarf meira en einn eða tvo leiki til að hann komist vel inn í okk- ar leik og axli það hlutverk sem ég ætla honum hér. Vörnin var góð en sóknarleikurinn hikstaði svolít- ið,“ sagði Karl, sem augsýnilega var létt yfir fyrstu stigum Tindastólsliðsins á leiktíðinni. Það var auðséð þegar í byrjun að um botnbaráttu var að ræða og sjálfstraust beggja liða var í lægri mörkunum. Heimamenn náðu þó fljótlega undirtök- unum, og héldu þeim til loka, en gestirnir voru aldrei langt und- an. Í liði Tindastóls var Michael Giovacchini besti maðurinn en Svavar Birgisson og Amani Bin Daanish börðust vel, sérstaklega í vörninni, en Bin Daanish er sannarlega ekki besta vítaskytta deildarinnar. Axel Kárason, Helgi Rafn, Helgi Freyr og Frið- rik Hreinsson voru langt frá sínu besta. Í liði Breiðabliks var John Davis besti maður, en virtist að niðurlotum kominn í leikslok. Þá áttu Hjalti Friðriksson og Ágúst Angantýsson nokkuð góða spretti. Loksins náðu Tindastólsmenn í stig Karl Jónsson krýndur heimsmeistari og lið hans, Brown, sigraði í keppni bílasmiða. Sebastian Vettel varð í öðru sæti í stigakeppn- inni, 11 stigum á eftir Button og Red Bull, liðið sem Vettel keppir fyrir, endaði í öðru sæti bílasmiða. „Ef við drögum vertíðina saman, þá var gengið upp og niður. Við höfum verið mjög öflugir á seinni helmingnum, fjórði tvöfaldi sigur Red Bull í dag. Þetta var fullkominn endir á keppnistímabilinu, á toppn- um,“ sagði Vettel og sagðist vonast til að næsta keppnistímabil yrði jafn skemmtilegt og það sem nú er nýlokið. skuli@mbl.is ed Bull-liðinu Sebastian Vettel Stefán Stefánsson mbl.is EIÐHYLTINGAR brotlentu ræki- þegar þeir mættu Stjörnunni í naraháskólanum í gærkvöldi – u með tíu stiga forskot í byrjun ða leikhluta en steinsofnuðu á verð- m þegar Stjörnumenn á átta mín- m skoruðu 21 stig á móti tveimur nnu síðan 92:83. ón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR svekktur eftir leikinn. „Þetta var ferlega svekkjandi. Við áttum góða kafla þegar leikurinn var eins og við vildum hafa hann en misstum samt einbeitinguna á köflum. Okkur tókst að halda Justin Shouse í skefjum lengi vel en svo losnaði hann aðeins úr beisl- inu og afgreiddi leikinn með nokkrum svakalegum körfum í seinni hálfleik,“ sagði Jón Arnar. Nemanja Sovic lét til sín taka í byrjun því Hreggviður Magnússon var í strangri gæslu og skoraði sín fyrstu stig í seinni hálfleik en tók þó 16 fráköst og varði tvö skot. Hljóðið var allt annað í þjálfara Stjörnunnar, Teiti Örlygssyni, eftir leikinn. „Ég er hrikalega ánægður, því það er ekkert hætt þó við séum með þunnan hóp og í villuvandræðum. Við hittum reyndar illa í heildina en varn- arleikurinn skipti sköpum í lokin þegar mínir menn voru óhræddir við að láta ÍR-inga skjóta og taka ákvarðanir sem þeir höfðu ekki gert allan leikinn, svo að þeir fóru aðeins úr jafnvægi á með- an við gátum lagt boltann í körfuna hinum megin, en leikurinn vannst þó á góðum varnarleik. Okkur hefur gengið vonum framar og ég er sérstaklega ánægður með hvað strákarnir eru á jörðinni og þyrstir sífellt í meira. Við unnum titil í fyrra og þá fundu menn gleðina í þessu ásamt sjálfstrausti sem til þarf, en svo er þetta bara dugnaður og við trúum á leikkerfin okkar,“ sagði Teitur. Justin var vandlega gætt í upp- hafi og hann skoraði aðeins 9 stig fyrir hlé en fór þá á flug og stigin urðu 37 áður en yfir lauk auk þess að hann tók flest fráköst Stjörnunnar, 10 alls. Morgunblaðið/Golli ður Justin Shouse á fleygiferð í áttina að körfu ÍR-ingar í leiknum í gærkvöld. Shouse losnaði úr beislinu og afgreiddi ÍR Eftir Skúla Sigurðsson sport@mbl.is LEIKURINN lofaði vissulega góðu í upphafi þar sem bæði lið skoruðu grimmt og hraðinn í leiknum var gríðarlega mik- ill. Njarðvíkingar beittu pressuvörn framan af og duttu svo í svæðisvörn. En skyttur KR þökkuðu fyrir sig og voru sjóð- heitar og hjá Njarðvíkingum var Guðmundur Jónsson í mikl- um ham í upphafi leiks og sá nánast upp á eigin spýtur um að skora og halda í við KR-inga. Leikurinn var hnífjafn allt þangað til í síðasta leikhlutanum og þá var það Jóhann Árni Ólafsson leikmaður Njarðvíkinga sem reyndist liði sínu svo sannarlega vel á lokasprettinum. Jóhann skoraði 14 stig í síðasta leikhlutanum og má segja að kappinn, sem hafði framan af haft hægt um sig, hafi unnið leikinn fyrir heimamenn. „Góð vörn okkar í seinni hálfleik skóp þennan sigur hjá okkur. Þeir lenda í tómum vandræðum þegar við loksins náum að spila okkar varnarleik. Þeir ná að skora mikið á okk- ur í fyrri hálfleik en við löguðum aðeins til í okkar leik og þá var annað uppá teningnum. Hvað mig varðar þá er mér slétt sama hvaðan gott kemur. Gummi var að brillera í fyrri hálf- leik og svo náði ég að komast í gang í þeim seinni. Það er fullt af mönnum í þessu liði sem geta skorað en þegar öllu er á botninn hvolft þá er það sigurinn sem skiptir máli,“ sagði Jó- hann Ólafsson kampakátur í leikslok. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, verður seint talinn vinsæl- asti leikmaðurinn í Ljónagryfjunni þegar hann kemur í heim- sókn. „Við ætluðum okkur að stoppa þeirra helstu skorara frá því er við mættum þeim síðast. Það tókst svona upp að vissu marki. Vörnin hjá okkur var alveg í lagi þannig séð. En sókn- arlega séð vorum við ekki að rúlla nægilega vel okkar áherslum. Við fórum of mikið út úr kerfunum okkar og að reyna einn á einn og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Það var mikið af villum dæmt hér í kvöld og því nær leikurinn aldrei neinu flæði, í það minnsta af okkar hálfu. Það góða sem við tökum úr þessu er að við höldum Njarðvík í 76 stigum hér á þeirra heimavelli sem er bara allt í lagi,“ sagði fyrirliði KR sem lofar hörkuleik á föstudag þegar KR-ingar mæta aftur í Njarðvík í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar. „Slétt sama hvaðan gott kemur“ Njarðvík vann KR í toppslag „Það er ákveðin varnartaktík sem ég ætla að nota í þessum leik. Hún mun ganga upp og við munum vinna leikinn,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Njarðvíkinga fyrir leik sinna manna gegn KR í Iceland Express deildinni í gærkvöldi. Njarð- víkingar sigruðu 76:68 líkt og Sigurður lofaði. Eftir leik við- urkenndi hann að taktíkin hefði ekki virkað alveg eins og hann ætlaði sér en sigurinn var góður. Hið alíslenska lið Njarðvíkinga trónir nú á toppi deildarinnar taplaust eftir fimm umferðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.